Vikan


Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 46

Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 46
SEX FINGUR Á HÆGRI HENDI Mig langar til að biðja þig að ráða draum, sem mér finnst mjög skrýtinn. Ég var að tala við vinkonu mína heima hjá mér í herberginu mínu. Allt í einu uppgötvaði ég, að ég var komin með litla fingur á hægri hendina, rétt hjá hinum fingrun- um, en þeir voru pínulitlir. Svo sá ég líka fingurna á vinstri hendi, en þeir voru minni og færri. Ég var með mjög marga fingur, ekki bara fimm. Þegar ég kom við fingurna, þá kenndi ég til í þeim. Svo var ég alltaf að koma við þá, og það endaði með, að ég missti fingur- inn, og þá var ég alveg að drepast. Svo varð draumurinn ekki lengri. Dini Að missa fingur í draumi boðar, að vinir þínir eru ekki eins traustir og þú á/ítur. Hins vegar er það fyrir vinsæld og virðingu að dreyma sjá/fan sig með fteiri en 5 fingur. Þó gætir þú átt á hættu að verða fyrir einhverju lítilsháttar tjóni. FUGLASLAGUR Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða eftirfarandi drauma fyrir mig. Ég og skólastjórinn minn vorum inni í stóru húsi, þar sem mikið var um alls konar hluti og dót. Allt í einu fann ég tvo fallega gullhringi, sem mér fannst ég eiga. Annar var með stórum hvítum steini, og setti ég hann upp. Hinn var með rauðum steini, sem var einnig stór og fallegur og eins og glas í laginu. Mér fannst mikill fengur í þeim. Seinni draumurinn var þannig, að mér fannst ég vera að versla inni í sælgætisverslun. Síðan flaug hvítur svanur inn í búðina og annarsvartur lítill fugl, sem reyndi að drepa svaninn. Afgreiðslu- Mig dreymdi maðurinn í búðinni lét þá flugur á gólfið til að tæla svarta fuglinn frá svaninum og tókst það. Mér leist vel á búðarmanninn í draumnum, enda var hann myndarlegur. Ég vona, að þú getir ráðið þessa drauma fyrir mig. Kær kveðja. Berdreymin. Báðir þessir draumar eru þér fyrir góðri framtið. Þó munu einhverjar freistingar verða á vegi þinum, sem þú ættir að varast, þar sem eftirköst geta orðið til i/ls. Auðæfi og virðing biða þin, og ekki er óiíkiegt, að hjónaband sé í uppsiglingu hjá þér, mun fyrr en þig varir. Er.nfremur er ekki ósennilegt, að þú eigir langt ferðalag fyrir höndum, þó ekki til langdvalar. ÚTSKORNIR STÓLAR Kæri draumráðandi, Fyrir stuttu dreymdi mig draum, sem ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig, en þetta er aðeins brot af draumnum, því ég mundi hann ekki allan. Mér fannst ég og frænkur mínar tvær sitja á bekk, það er að segja ég og sú eldri sátum saman, en sú yngri sat á móti okkur á einhverjum litlum kolli. Við vorum ekki nema svona 10-11 ára gamlar í draumnum, og vorum við allar í kjólum og spari- búnar, og ég tók eftir því, að sú eldri var með hvíta perlufesti um hálsinn. Ég og sú eldri höfðum verið að tala saman og allfjörlega, en þá tókum við upp á því að hvíslast á og höfðum gaman af því, þegar við sáum, hvað sú yngri varð móðguð á svipinn. En mig minnir, að við höfum allt í einu hætt þessu, og ég var orðin ein og leit yfir salinn, og tók ég mjög vel eftirlöngu, brúnu borði og stólum með háum bökum, sem stóðu allt í kringum það. Sérstaklega var það einn stóll, sem stóð við endann, sem var sérstaklega fallegur, en stólarnir voru allir útskornir og mjög fallegir, Þessi salurvar mjög bjartur, og vissi ég, að stór gluggi væri þarna ein- hversstaðar, og sá ég blakta í hvít, síð, þunn gluggatjöld. Einnig voru blómavasar með blómum í saln- um. Veggirnir voru gulhvítir, en það var einkar hlýlegt í þessum sal, og fannst mér stafa virðing og hlýja af honum, en ég var hug- föngnust af borðinu og stólunum. Jæja, kæri draumráðandi, ég bið þig vinsamlegast að ráða þennan draum. Kær kveðja, Ein sem dreymir eiginlega aldrei. Þessi draumur er þér fyrir skjótri og farsælli giftingu, og ekki er óliklegt, að eldri frænka þín fái bónorð fljótlega. Að öllum líkind- um mun einhver þér nákominn f/ytjastá brott, þó sennilega ekki ti/ langdvalar. Mikill heiður bíður þín, en þó verður hann líklega skammvinnur. BÍLFERÐIR Kæri draumráðandi, Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Fyrri draumurinn var svona: Mig dreymdi, að það væri stríð og ég og vinkona mín vorum að koma úr vinnunni. Það var kvöld og allt koldimmt, en samt var stjörnu- bjart og bærinn allur uppljómaður. Við fórum niður að bryggju, og þar lá svart skip í höfninni. Málaður rauður fáni með rúss- neskum stöfum var á hlið þess (skipið var rússneskt). Þar hittum við strák, sem var rússneskur, og hann var að tala við okkur, og ég skildi hann, þó ég vissi, að ég kynni ekki rússnesku. Hann bauð okkur og fleiri krökkum á rúntinn, og ég settisf frammi í (bíllinn var hvítur og appelsínugulur og var gamall). Við ókum að húsi, sem mér fannst ég eiga að þekkja einhvern í. Þegar við vorum að nálgast húsið, kyssti strákurinn mig, svo að ég gleymdi mér, en tók svo eftir því, að við vorum komin franrí hjá húsinu og sáum þá, að allt var uppljómað í kringum það, og ekkert hús annað var nálægt (í rauninni eru hús þarna í kring). Þá sagði ég við strákinn á ensku, að við yrðum að fara til baka, og þannig endaði sá draumur. Hinn draumurinn var svona: Ég var að koma úr vinnunni, og þá beið stór, blár bíll eftir mér fyrir utan, og í honum sat fyrrverandi kærasti minn og einhver maður, sem ég þekki ekkert. En þeir buðu mér og vinkonu minni á rúntinn, og svo fórum við í bíó. (Þeir voru báðir klæddir eins og sjómenn, í klofstígvélum og peysum). Svo seinna bauð annar strákur mér og vinkonu minni og stráknum á rúntinn í grænum bíl, og ég settist frammi í og hugsaði með mér, að vinkona mín gæti setið með honum aftur í, því ég ætlaði ekki að láta hann halda, að ég ætlaði að ganga á eftir honum. Og þá leit hann á mig illilegur á svip. Jæja, þá er þetta búið, en ég ætla að vona, að þú svarir þessu. Með fyrirfram þökk. 1 X 2 Þú lendir í einhverju illdeilum á næstunni, sem þú munt standa betur að v/'gi. Þú verður fyrir einhverjum fjárhagslegum gróða, og ferðalag bíður þín. Þú færð uppfyllingu óska þinna, og mikil heimHishamingja er / vænd- um hjá þér. 46VIKAN 18. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.