Vikan


Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 50

Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 50
Hand san Mýkir, græðir og verndar hörundið. Handsan er handáburður í háum gædaflokki og ekki fitukenndur. Handsan er Wella vara og fæst í næstu búð. Hand Hand san OEUl LK tuos „Hvaða vitleysa,” segir hún. ,,Þú ert yndisleg! Hérna, gleymdu ekki handskjólinu þínu.” Mér finnst handskjólið ekki fallegt. Ja, það er kannski nógu fallegt, með mörgum lögum af ljósgulum bómullarrósum, en ég hefði heldur kosið að hafa blóm- vönd. Það var Susan, sem valdi handskjólið. Ég læt fara vel um mig i aftursæti bílsins, svo ég krumpi ekki kjólinn minn. Ég set fæturna upp í sætið til að létta á þeim á þessu langa ferðalagi til kirkjunnar. Eins gott að freista ekki forsjón- arinnar með því að fara úr skónum. Ég hef gleymt því, að ferðalög geta orðið til þess, að fætur bólgni. Lika því, að maður tekur ekki eftir þvi, meðan það er að gerast. Við ökum upp að kirkjunni og förum út úr bílnum. Ö. kvöl! Ö pina! Ég lit niður á fæturna. Þeir hafa blásið upp eins og gerdeig i heitum ofni. Hver ól, sem ég er nú farin að halda, að sé úr stálvirum, skerst inn i hold mitt, og fætur minir lita út eins og kekkjótt sýnishorn af deigi. ,,Sjáðu, þarna er Staceys fjöl- skyldan,” segir mamma, og allt í einu eru foreldrar minir horfnir inn í kirkjuna, búnir að gleyma kvöl minni. Ég lít á kirkjuklukkuna. Eftir þrjá tíma, kannski bara tvo, verður þetta búið. Kannski, þegar búið er að drekka minni brúðhjón- anna. get ég gert mér upp yfirlið og lagst einhvers staðar fyrir. Eins og mér liður, verða engin vandkvæði á að láta liða yfir sig. En auðvitað, áminni ég sjálfan mig, auðvitað get ég látið mér líða illa í nokkrar klukkustundir fyrir Susan, bestu vinkonu mína. Eða jafnvel liðið hreint og beint hræðilegar kvalir. Við vorum sam- an i skóla. í körfuboltaliðinu, í öllu. Ég herði mig upp og staulast upp stíginn að kirkjunni. Það mundi hjálpa, ef ég hefði göngustaf — eitthvað, sem varnaði því, að öll min þyngd legðist á mjóu böndin, sem gerð eru úr óteygjanlegu leðri. í anddyri kirkjunnar læt ég mig hallast upp að vegg, meðan ég bið brúðarinnar. Vonandi kemur hún ekki of seint. Vinátta getur ekki þolað hvað sem er. Maður kemur út úr kirkjunni, hann er áhyggjufullur á svip. ,,Halló,” segir hann. ,,Þú hlýtur að vera Penny. Ég er Martin Fox, svaramaðurinn. Brúðguminn er að verða hamslaus þarna inni. Hann sendi mig í njósnaleiðangur til að athuga, hvort hans heittelskaða væri i sjónmáli. Ég hélt, að brúðurin væri sá aðilinn, sem óttaðist að vera svikinn." Hann er draumur! Ljóshærður, sólbrúnn með brún augu. Kannski frekar litill. Ekki miklu hærri en ég á mjóu hælunum minum. Hugsunin um skóna eykur verk- ina. Heimurinn verður eins og svört klessa og hringsnýst. Hann lítur á mig. ,,Er allt í lagi með þig? Þú ert föl.” ,,Mér líður vel.” Dirfskufull lygi. ,,Þá fer ég aftur til Stuarts. Hitti þig seinna.” Mér líður ekki vel, og það er ekki hægt að látast lengur. Ég þoli þetta ekki i eina sekúndu enn! Ég verð að fara úr skónum, að minnsta kosti þar til athöfnin er búin. Það tekur enginn eftir þvi. Allir horfa á brúðina. En sá unaður! Og, ó, þvílík eymd, þegar lífið færist aftur i sára fætur mína! Verkirnir koma eins og skothriðar, eins og ég sé stungin með þúsundum pinna og nála. Ég hoppa um til að reyna að losna við kvalirnar. En það hjálpar ekki. Og hér kemur brúðurin. Bill hennar er við hliðið. Hún lítur í kringum sig i leit að mér til að hjálpa sér með kjólinn. Skórnir! Hvar á ég að setja þá? Það er aðeins um einn stað að ræða. Þeir passa inn i handskjólið mitt, ef ég hef aðra höndina inni þvi Lil að varna, að þeir detti út. Þetta hefði ég ekki getað gert, ef ég hefði verið með vönd af fresjum. Sem betur fer hafði Susan sitt fram með handskjólið. Eg er ekki i því ástandi núna að ganga niður kirkjustiginn til móts við brúðina. Ef ekki væru þessir stingir, kippir og æðasláttur, héldi ég, að fæturnir á mér væru dánir. Það verður nógu erfitt að fylgja henni að hliðarstúkunni i kirkjunni. Ég veifa til hennar með lausu hendinni, svo hún viti, að ég er komin. Hún kemur til min og styður sig við handlegg föður síns. Hún ljómar af hamingju. En það verður lika að taka tillit til þess, að hún er ekki kvalin. Við heilsumst varlega, kyssum loftið við kinnar hvor annarrar, til þess að eyðileggja ekki vandvirkn- islega snyrtingu okkar. Ég er þakklát fyrir það, hve hægt er gengið að stúkunni. Kalt steingólfið kælir iljar minar, en nú sópa ég gólfið með kjólnum, safna rykinu, sem hreingerningarkonunni yfirsást. Brúðurin stansar á sínum stað, og ég stansa fyrir aftan hana. Með aðra höndina kirfilega inni í handskjólinu tek ég við blómvendi hennar með hinni. Presturinn, sem nú þegar er orðinn seinn fyrir og á að gefa saman önnur hjón strax á eftir þessum, kemur sér beint að efninu: „Kæru vinir, við erum hér samankomin...” Þar sem fætur mínir hafa verið á mörkum þess að vera lifandi, tek ég nú fyrst eftir þvi, að ég stend ofan á einni af þessum hitagrindum á gólfinu. Nú þegar lífið hefur aftur færst í útlimi mina, finn ég ristina nákvæmlega undir fótum mér. Ég get ekki fært mig. Eftir þvi sem fætur mínir, sem nú eru um það bil að springa í loft upp, segja til um, er ristin um tveggja feta breið. Við erum nú i hátíðlegasta kafla athafnarinnar. Ég mundi vekja athygli. A þessu andartaki, ákveður einhver djöfullegur útbúnaður, að það sé farið að kólna i kirkjunni, og hitinn eykst. Hann gýs upp úr grindinni eins og heitur eyðimerk- urvindur, en söfnuðurinn nýtur hans ekki, þar sem hann er innilokaður undir víða, gólfsiða kjólnum mínum. Hitinn fjarar ekki út, fyrr en hann hefur hitað rækilega upp járngrindina. Og mig. Laumulega stig ég i fæturna til skiptis — en ég geri það varlega, svo ég detti ekki. Allir horfa á brúðina. Það tekur enginn eftir þvi, að ég er kófsveitt. Loks er það búið. Við förum út í myndatöku; brúðhjónin; brúðgum- inn og svaramaðurinn; foreldrarnir. Svaramaðurinn og brúðarmeyjan. Við stöndum þétt saman og bíðum eftir ljósmyndaranum. „Þú ert ekki eins og þú varst áðan," segir svaramaðurinn. „Mér fannst einhvernveginn, að þú værir...” „Stærri," ætlar hann að segja, þv;. i stað þess að horfast beint í augu við hann eins og áðan, þegar ég var á fallegu háu hælunum minum, þarf ég nú að horfa upp til hans. „Skrytið,” segir hann, „hvað fólk kemur manni misjafnlega fyrir sjónir!” Hann virðist ánægður með þá sjón, sem hann sér núna, og ljósmyndaranum virðist finnast það líka. „Þetta er gott,” kallar hann. „Verið kyrr svona!” Svo lít ég upp til svaramannsins, og hann lítur niður til mín, og ég gleymi alveg fótunum. En það varir ekki lengi. Brúð- kaupsveislan er í veitingahúsi þorpsins, sem er stutt frá, svo það er ekki þörf á að fara þangað í bil. Við leggjum af stað gangandi, ég og þessi glæsilegi, kurteisi ungi mað- ur. Ég ætla ekki að týna til öll smáatrið. Égætla aðeins segja, að i heimabæ Susan eru þeir mjög hrifnir af sínum fornu, steinlögðu gangstéttum. Það hefur rignt, meðan við vorum inni í kirkjunni, og fyrrnefndar gangstéttarhellur eru nú rennblaut- ar, og vatnið hefur safnast saman í holunum milli steinanna. Hver 50VIKAN 18. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.