Vikan


Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 43

Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 43
líklega vitið, er staða stjórnmál- anna í Tanzaniu enn mjög við- kvæm. Það ríkir hárfínt jafnvægi milli áhrifa okkar og kinverja. Það þarf ekki mikið til að allt fari í loft upp... — Getur þú ekki hlaupið yfir þessa diplómatísku diggidúrur þín- ar og komið þér að efninu? — Hafðu stjórn á þessari barnalegu óþolinmæði þinni, Joe. — Þú hefur nú varla dregið mig hingað alla leið frá Belgrad til að kynna mér undirstöðuatriði í stjórn- málaástandi Tanzaníu? Ross furðaði sig á því, að þeir skyldu alltaf þurfa að munnhöggv- ast. Þeir höfðu andúð hvor á öðrum og reyndu ekki að leyna því. Á Fjórðu hæðinni kölluðu þeir Cutter ,,007” — hann var siðastur ævintýramannanna, sem höfðu byrjað í þessu, einu sinni fyrir löngu síðan, þegar enn var hægt að sjá mun á englum og djöflum. Myerson leit á hann sem vonlausan draum- óramann, alltof viðkvæman. Cutter leit á Myerson sem skrif- stofublók, sem eyddi ævinni í öryggi við vanabundin störf á bak við skrifborðið. Hann þoldi ekki svona fólk. Út á við voru þeir báðir jafn kuldalegir, en Ross hafði uppgötvað muninn á þeim. Kuldaleg framkoma Myersons var ekta, en Cutters ekki. Þeir báru þó virðingu hvor fyrir öðrum, en hvorugur myndi viður- kenna slíkt, þó svo þeir væru klipnir með glóandi töngum. Myer- son átti varla sinn jafningja í nákvæmni, og Cutter hafði frábæra skipulagsgáfu. Þetta vissi Myerson — Annars myndi hann ekki hafa sent Cutter í erfiðustu verkin. Og Ross sjálfur? Leonard Ross var bara með til að halda á frakkanum fyrir þá stóru. En Ross likaði það ekki illa, fannst það eiga að vera svo. Betri lærimeistara en þessa tvo var ekki hægt að fá. Þrátt fyrir tilraunir Cutters til að halda honum í hæfilegri fjarlægð, féll honum vel við hann. Hann vissi, að hann var öruggur meðan hann hafði Cutter til að styðja sig við. Myerson opnaði umslagið, dró upp mynd og hélt henni upp. — Þekkið þið þessa konu? Ross só bara heldur óskýra mynd af mjög grannri, næstum horaðri, konu með fallega austur- lenska andlitsdrætti. Aldur óókveð- inn. En Cutter var ekki i vafa: Marie Lapautre? — Einmitt. Ross hallaði sér fram til að sjá betur. Þetta var í fyrsta skipti, sem hann sá mynd af drekafrúnni. Hún var jafn fráeg meðal undirheima- lýðsins eins og John Wesley Hardin hafði verið i villta vestrinu á sínum tima. — Arbuckle tilkynnir, að hún afi sést í afgreiðslunni á Hótel Kili- manjaro i Dar. Hún keypti landa- kort, bætti Myerson við. — Hún gæti verið í fríi, sagði Cutter. — Notar e.t.v. eitthvað af blóðpeningunum til að ferðast og njóta lífsins. Hún hefur aldrei unnið i þessum heimshluta. — Einmitt þess vegna væri ekki ólíklegt, að Peking veldi hana til að ganga frá viðkvæmu máli. — Er þetta allt og sumt, sem þú hefur í höndum? Bara þessi eina visbending? Engin staðfesting frá Arbuckle, sem bendir til þess, að eitthvað sé á seyði? — Cutter, ef við eigum að bíða eftir staðfestingu, gæti verið, að við fengjum hana senda í likkistu. Þú kærir þig varla um slíkt? Myerson sló öskuna af vindlinum ístórankristalsöskubEikka. — Þaðer gott jafnvægi meðal leiðandi afla í Dar. Forsetinn — Nyerere — er yfirlýstur og sannur friðarsinni. Ég skýri fró þessu þín vegna Ross, af því að þú þekkir ekki til í þessum hluta heims. Annar samstarfs- manna Nyereres í stjórninni er hlið- hollur vesturlöndum, en hinn er hollur kommúnistum. Það hefur sýnt sig á undaförnum árum, að spennan milli þeirra tveggja hefur verið æskileg. Við höfum ástæðu til að óska eftir óbreyttu ástandi. Ross vissi þetta allt saman, en Myerson elskaði að leika lærimeist- ara og hefði orðið mjög ergilegur, ef yngri samstarfsmaður hans hefði leyft sér að gripa fram í. Ross kærði sig ekkert um að fá Myerson upp á móti sér. öðru máli gegndi með Cutter, hann gat leyft sér meira, hann vissi, að hann var ómissandi. — Kínverjar eru ekki eins hrifnir af hlutleysi og við erum, hélt Myerson ófram máli sínu. — Sérstaklega ekki eftir afskipti rússa í Angóla. Kínverjar velta mikið fyrir sér, hvernig þeir geti aukið áhrif sín í Afriku, það hefi ég eftir áreiðanlegum og nýfengnum upp- lýsingum frá Hong Kong. Það er með tilliti til þess, sem við verðum að líta á dvöl Marie Lapautres í Dar-es-Salaam. Við megum búast við alvarlegum atburðum. Kannski þú viijir vera svo góður Cutter að geta þér þess til, hvaða atburðir það gætu væntanlega verið? Þetta var ögrun, og Ross var skemmt, þegar Cutter greip send- inguna strax á lofti og svaraði um hæl: — Svo fremi að þú hafir á réttu að standa, álít ég, að verk Lapautres sé að myrða einn af hinum þremur stjórnendum. — Hvern þeirra? — Kommúnistann. — Hvað? sagði Ross undrandi. — Þá liti út fyrir, að morðið væri framið að undirlagi amerikana, sagði Cutter til skýringar. — Og það, bætti Myerson við, sem nú var næstum ósýnilegur í eigin vindlareyk, — er allt sem þarf til að breyta jafnvæginu kinverjum í vil. Hann opnaði skrifborðsskúffuna og dró upp tvo farmiða. — Þið eigið pantað far með vélinni seinnipart- inn, það er millilent í Sviss. Ykkar verk er að koma i veg fyrir, að Lapautre taki sér nokkuð það fyrir hendur, sem kæmi okkur óþægi- lega. — Einmittþað. Cutter sagði ekki meira, stóð á fætur og gekk til dyranna. — Augnablik, sagði Ross. — Getum við ekki aðvarað tanzaniu- menn? Við höfum þá allt á þurru landi, ef eitthvað gerist. — Það höfum við nú einmitt ekki, sagði Myerson. — Það myndi aðeins flækja málið. F.kki útskýra fyrir honum ástæðuna, Cutter — lofum honum að komast að þvi upp á eigin spýtur. Það er holl leikfimi fyrir hugann. Nú verðið þið að fara, ef þið eigið að ná fluginu. Þegar þeir voru búnir að spenna öryggisbeltin, taldi hann sig vera búinn að finna svarið. — Ef við aðvörum þá og skúrkurinn verður myrtur, gæti litið svo út, sem við værum að villa um fyrir þeim. Var það ekki það, sem Myerson átti við? — Fullt hús, svaraði Cutter brosleitur. — Þú getur ékki dæmt hlutina þarna eftir venjulegum leiðum. Þeir eru haldnir hatri ó útlendingum, og allt, sem frá þeim kemur, er grunsamlegt. Ef þú segir þeim eitthvað í bestu meiningu, halda þeir ósjálfrátt, að eitthvað vafasamt sé að baki. Eina færa leiðin er að gera drekafrúna óvirka, án þess að okkar verði vart. — Getur þú skýrt þetta betur fyrir mér? Cutter svaraði ekki spurningunni beint. — Hefur þú nokkurn tíma drepið konu? spurði hann. — Nei, ekki karlmann heldur get ég sagt þér. — Það hefi ég ekki heldur, og ég mun aldrei gera það, svo hjálpi mér guð. Ég hefi nóg á samviskunni samt. — Hvað ertu þá að fara, hvað eigum við að gera? Biðja hana allra náðugsamlegast að fara heim aftur? — Við verðum að athuga ástand mála fyrst og gera okkur grein fyrir stöðunni, svaraði Cutter bara. Og þar með hallaði hann sér að höfuð- púðanum og lokaði augunum. Það var samt greinilegt, að hann hafði einhverja áætlun. En hann lét ekkert uppi strax. Þetta var löng og erfið flugferð, alveg endalaus. Þeir skiptu um vél í Sviss, og þaðan var níu tíma flug. Ross reyndi árangurslaust að sofa. Hann hafði aldrei getað sofið i flugvélum. Hann reyndi í staðinn að geta sér þess til, hvaða áætlanir Cutter gæti haft á prjónunum. Hvernig var hægt að gera morð- ingja óvirkan, morðingja, sem hingað til hafði aldrei svo hann vissi til, mistekist neitt verkefni. Hann hugleiddi það sem hann vissi um Mariu Lapautre, stað- reyndir, orðróm og ágiskanir. Hann hafði ýmislegt heyrt, en margt var á huldu. Faðir henr.ar var franskur, en móðir hennar var víetnami. Hún var fædd 1934 á búgarði vestan við Saigon. Hún tók þátt í umsátri Vietminh-hersveitanna við Dien Bien Phu. Seinna framkvæmdi hún fjöldamörg sérstök verkefni fyrir Norður Vietnam, allt frá njósnum 18. TBL. VIKAN43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.