Vikan


Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 6

Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 6
Kimnigáfan er fyrir öllu Þótt Glenda sé ófús að ræða giftingaráform, hefur hún ekkert á móti þvi að upplýsa, hvað laðar hana svo sterkt að Andy. — Hann fær mig til að hlæja. Kímnigáfa er aldeilis ómetanleg náðargáfa. Ég vil gera hvað sem er fyrir þann, sem fær mig til að hlæja. Annars held ég í rauninni. að enginn elski annan vegna eiginleika hans, heldur miklu fremur vegna eigin afstöðu. Tilfinningar minar núna eru ekkert svipaðar þeim, sem ég bar til Roys, þegar ég var 21 árs. Ég er orðin fertug og allt önnur manneskja en ungpian, sem ég þá var. En hvort ég er fullþroskuð, er ég ekki svo viss um. Ég held satt að segja, að það vanti mikið á það. Til dæmis hef ég ekki enn getað vanið mig af þvi að reiðast heimskum og klaufalegum framreiðslustúlkum! Vill gjarnan vinna með konum. Glenda er svo hátt skrifuð; að hún getur valið og hafnað hlutverk- um að geðþótta. Sem stendur leikur hún nunnu, hlutverk, sem liklegt er, að auki á hróður hennar. Valda- baráttan er uppistaðan í myndinni og sagan er raunar hliðstæð við Watergatemálið. Það á að kjósa nýja abbadís, og Glenda leikur systur Alexöndru, sem svífst einsk- is til að tryggja kjör sitt, hvorki innbrot né annað. Glenda er mjög ánægð með meðleikara sfna, en þeirra á meðal eru Melina Mercouri, Geraldine Page, Edith Evans og Susan Penhaligon. — Ég fæ sjaldan tækifæri til að leika með öðrum leikkonum. Venju- lega er aðeins eitt aðalkvenhlutverk i kvikmyndum. Ekki svo að skilja, að ég hafi neit.t á móti karlmönnum, en mér finnst ánægjulegt að fá á vinna öðru hverju með konum. Hlutverk Alexöndru er mjög áhuga- vert. Hún vill fyrir alla muni öðlast virðingu, en verður hlægileg i viðleitni sinni og ennþá hlægilegri vegna þeirrar aðstöðu, sem hún er í. Verðlaun gera mann ekki betri Talið berst að Óskarsverðlaun- unum, en Glenda hefur lítinn áhuga á því umræðuefni. — Slík verðlaun gera engan betri leikara. Auðvitað getur viður- kenning af þessu tagi haft sin áhrif. En það getur beinlinis spillt fyrir leikaranum, ef hann er sifellt með það i huga að vinna til verðlauna. Ég ber slíka virðingu bæði fyrir sjálfri mér og minu starfi, að ég reyni alltaf að gera mitt besta. Það nægir mér. Ég hef litinn áhuga á almenningshylli, eða að sýna mig við hverja einustu frumsýningu og fá myndir af mér í blöðum og tímaritum. Ég er leikari, ekki söluvara. — Maður má aldrei vera hræddur við að vera maður sjálfur. Það hefur það meðal annars i för með sér, að fólki mislíkar ýmislegt við mann, en ég er á móti því að bæla niður eiginleika til þess að falla inn i þá mynd, sem annað fólk vill gera af manni. Ég vil hafa leyfi til að hafa mina eigin skoðanir. Reynist þær rangar, þá er ábyrgðin eingöngu min. Glenda Jackson hefur leikið aðal- hlutverk á sviði i eftirtöldum leikritum; „Marat/Sade” (í New York og París 1965) 1965 ,,The Investigation” ”65 „Hamlet” ”65 — ”66 ,,Three Sisters” ”67 „Collaborators” ”73 ,,The Maids” ”74 ,,Hedda Gabler” ”75 Einnig hefur hún leikið í eftir- töldum kvikmyndum: ,,Marat/Sade” 1966 „Women in Love” 1969 ,,The Music Lovers” 1970 „Sunday, Bloody Sunday” 1971 ,,The Boy Friend” 1971 ,,Mary Queen of Scots” 1972 ..Isabella of Spain” 1972 „The Triple Echo” 1972 „Bequest to the Nation” 1972 „A Touch of Class” 1973 „The Romantic Englishwoman” 1975 Tvisvar hefur Glenda hlotið Óskarsverðlaun. Fyrir „Women in Love” (1971) og ,,A Touch of Class” (1974). 3 nýír smurostar 9 stœrriöskjur- lœkkað verð Ostarnir eru mýkri en áður og bragðið breytt Oskjurnar eru bráðfallegar— hreinasta borðprýði. Og verðið ' hefur lækkað. Rækju-, sveppa- og paprikuostur eru því veizlukostur til daglegrar neyzlu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.