Vikan


Vikan - 05.05.1977, Qupperneq 14

Vikan - 05.05.1977, Qupperneq 14
Tískan í sumar Tískan getur verið harður húsbóndi. Við horfum oft agndofa á einhverja nýjungina — víðar skálmar eða þröngar skálmar, mittið niðri á mjöðmum eða uppi undir brjóstum, mjóar tær eða breiðar tær — og sverjum og sárt við leggjum, að maður láti nú ekki hafa sig út í hvað sem er. En hvernig fer? Okkur hérna á Vikunni datt í hug að kíkja á, hvað tískuverslanir höfuðborgarinnar ætla að bjóða upp á sem aðalnúmer á komandi sumri. Það stóð ekki á svörunum, sem hér fylgja með. Og þar sem sjón er sögu ríkari, fengum við einnig nokkrar myndir að sýna lesendum, svo þeir ættu ekki að þurfa að velkjast í vafa um sumartískuna. Affötum af ,,fínni" gerðinni verður meira um Ijósa liti, eins og yf irleitt er yfir sumarmánuðina, sagði Grétar Franklínsson í ADAM. Ljósgráttog Ijósdrapplitað verður mjög vinsælt, en þó standa dökku, einlitu jakka- fötin alltaf fyrir sínu. Skyrtur eru nú að mestu leyti einlitar, og hefurt.d. verið óvenjulega mikil eftirspurn eftir hvítum skyrtum upp á síðkastið. Klæðnaðurinn er mjög látlaus, en Grétar segist hafa orðið var við, að ungir menn séu orðnir meira fyrir að klæða sig upp á, þegar þeir fara út að skemmta sér. í hversdagsklæðnið verða gallabux- ur allsráðandi, og hafa skálmarnar þrengst, enhjákarlmönnuma.m.k. eru þær ekki orðnar níðþröngar, og telur Grétar, að slíkt snið nái ekki yfirhöndinni, þar sem aðeins fáir Níðþröngar LEVI'S gal/abuxur í stærðunum 24-32. Jakkinn er úr nælonefni og fæst í hvítu, svörtu, bláu og gráu í stærðunum 34-42. Þessir jakkar eru jafnt dömu- sem herrajakkar og eru sérstaklega skemmti/egir í sniðinu. Fæst hjá FACO. geta borið slíkar buxur, svo vel fari. Skyrtur munu verða mikið til einlitar, en köflóttar skyrtur munu ennfremur fást. Svokallaðar „pilot" skyrtur eiga eftir að verða mikið í tísku, en þær eru með brjóstvösum og spælum. Svartar og hvítar gallabuxur eiga mikið eftir að sjást, og stutterma bómullar- bolir verða mikið á markaðinum. Ennfremur verður mikið um mittisjakka úr leðri og léttum efnum. Hjá FACO fengum við þær upplýsingar, að mikið muni verða um khaki-föt, víðar mussur, þröngar gallaþuxur og stutta nælonjakka. Bolir eru ávallt mikið í A tísku og verða það örugglega 14VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.