Vikan


Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 3

Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 3
en venjulegt rúm. Síðan sváfu þau i leikhúsinu í fjórtán dásamlegar nætur, og á morgnana færði dyra- vörðurinn þeim kaffi í rúmið. Skyndilega áttaði hún sig á því, að hún gat staðið ein. — Ég held, að skilnaður sé alltaf einhvers konar áfall. Það var þannig í mínu tilfelli. Það væri hreinasta lygi að segja, að hjóna- band okkar hafi verið slæmt í öll þessi ár. Þrjú síðustu árin voru að vísu erfið. Við héldum, að þetta myndi lagast. Hverju á maður svo eiginlega að svara, þegar fólk spyr: ..Hvernig gengur hjá ykkur?” Maður segir ekki, að vandamálin séu sífellt að hlaðast upp. Það var veru- lega erfitt fyrir okkur að þurfa alltaf að láta eins og ekkert hefði i skorist. Öbein orsök skilnaðarins var sam- band Glendu við Andy Phillips, en hann var ljósameistari sýningar- innar á ..Heddu Gabler." Sjálf hefur Glenda ákveðið að skella skuldinni ekki á Andy. — Það er alls ekki réttlátt að kenna öðrum um mistök sin. Auk þess væri nær sannleikanum að segja, að skilnaðurinn sé orsök langra dvala að heiman. Það sýndi mér fram á, hve auðveldlega ég komst af ein, og ég uppgötvaði, að við Roy höfðum smám saman fjarlægst hvort annað. Ég var ekki nema 21 ára, þegar ég gifti mig, og þá held ég, að giftingin hafi verið það rétta fyrir mig. — Það hafði heldur ekki lítið að segja, að síðan hef ég komist mjög vel áfram i skemmtanaiðnaðinum, en hann ekki. Velgengnin er í sjálfu sér ekkert hættulegt, en hún krefst of mikils tíma. Ég gat ekki verið heima, eins og ég vildi, og þá byrjuðum við að fjarlægjast hvort annað. Það er alltaf sorglegt, þegar svo langvarandi samband rofnar, því að þrátt fyrir allt á maður svo margar minningar, bæði góðar og slæmar. Ég átti samt ekki um neitt annað að velja. Hér eftir verð ég að treysta á sjálfa mig. Hefur aldrei verið á dúkkunldrinum. __ Ég reyni heldur ekki að notfæra mér fyrri reynslu mína í hinu nýja ástarsambandi mínu. Eg hef enga trú ú slíku. Það eina, sem ég hef lært, er að sérhvern einstakl- ing ber að meðhöndla a serstakan hátt. Það er þýðingarlaust að hefja nýtt samband með lista upp á vasann yfir það, sem á og á ekki að gera. — Ef ég væri karlmaður, myndi ég ekki vilja búa með þeirri konu, sem ég er núna. Ég er kreddufull og ráðrik að eðlisfari og alltof stjórn- söm til þess að vera bara venjuleg eiginkona. Ég er ekki bara komin yfir dúkkualdurinn, heldur hef ég víst aldrei verið á honum. Þetta getur því orðið mönnunum erfitt. — Annars veit ég ekki vel, hvernig ég kem til með túlka sjálfa mig, nú þegar ég er orðin ein. Ég hef alltaf verið eiginkona. Ég held, að það eigi illa við mig að eiga fleiri en einn elskhuga í einu. Að sjálfsögðu á ég marga góða vini i daglegu lifi. — Ég vildi heldur ekki vera í kvennabúri, segir Glenda hlæjandi. Kannski er það samt miklu auðveldara. Sem sagt, ég veit það ekki. Þetta nýja lif mitt býr yfir ótal möguleikum. Spennandi er það, ekki satt? — Það er hins vegar alls ekki satt, að ég hafi hitt Andrew i fyrsta skipti, þegar ég var að leika í „Heddu Gabler.” Ég hitti hann fyrst tiu árum áður. Leikhúsheim- urinn er nú ekki stærri en svo, að maður kynnist flestum þar á stuttum tíma. Þar vinnur fólk mikið og náið saman. Maður neyðist til þess að treysta á aðra og aðrir treysta á mann. Þá hefjast oft góð kynni, ogsvoþegar fólk hittist á ný, tekur það bara þráðinn upp að nýju. Grlendu vak ti miklu uthygli fyrir túlkun sína á Heddu Gabler. I*anni& \ atxi /mð með mig og Andrew. A löngu fer&alajgi. farið var moð ..Vteddu Gábler, kynntumst við mjög vel hvort öðru. Hann á son, sem er ári yngri en Daniel, og þeir ieika sér oft saman. Þungunin gerði hana kynþokkafulla. Glenda var komin yfir þrítugt. þegar hún eignaðist Daniel. Henni fannst hún þá orðin fullgömul til að eignast barn og ætlar ekki að eignast fleiri. Henni finnst það ábyrgðarhluti af konum að eignast barn, þegar þær eru komnar yfir fertugt. — En ég hefi aldrei verið jafn 18. TBL.VIKAN3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.