Vikan


Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 49

Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 49
Grænu skórnir kremi, plokka augnabrýrnar, hita rúllurnar minar, reyni þrjár gerðir af naglalakki og fjórar af augn- skuggum..... Loks er komið að því að klæðast kjólnum. Ég renni honum yfir höfuðið og finn mjúkt silkiefnið gaela við hörundið. Ég renni upp rennilásnum á bakinu, laga háls- málið, og horfi lengi og vel á mig í speglinum. Já, það er öruggt! Þetta er ég! Kjóllinn fellur nákvæmlega að þar sem hann á að gera það, og vikkar út frá mjöðmum niður á gólf. Þegar ég verð komin í skóna, með þessum fallegu háu hælum, verður hann alveg i réttri sídd. Ég festi silfurkeðjuna með jaðe- steininum um hálsinn. Gjöf brúð- gumans til einu brúðarmeyjarinnar. Mamma kemur inn til að skoða mig. ,,Þú ert falleg, Penny! Mjög falleg. Rauða hárið þitt og þessi græni litur!” Hún er aðdáandi minn húmer eitt, hún mamma. Hún horfir á mig með aðdáun. „Jæja, farðu nú í skóna vinan. Ég segi Pabba þinum, að við séum tilbún- ar,” Skórnir. Ég hafði ætlað inér að ganga þá til heima frá fimmtudegi f'l laugardags — láta þá og fæturna ^ynnast. Staðreyndin er sú, að ég hafði e>ginlega ekkert verið heima. Nú dettur mér í hug, að ég hefði getað sofið í þeim, en það er of seint að hugsa um það, úr því sem komið er. Ég kemst í þá. Það er rétt hægt að festa öklabandið. Mér finnst sem þeir séu aðeins stærri núna en þeir voru; eða kannski að fætur minir hafi minnkað. Hvernig verður það, þegarég stend upp? Kvölin, sem ég varð að þola á fimmtudaginn, hefur hiinnkað og breyst i meiriháttar óþægindi. Það er sagt, að það sjáist á andlitinu, ef skór meiða, en andlit h'ítt í speglinum lítur nógu hamingjusamlega út — og hvers Vegna ætti það ekki að gera það, þegar ég er i þessum fallega kjól og í fallegu, fallegu grænu skónum O'ínum, sem gægjast undan hon- Um. Ég set upp hattinn, sem Susan valdi. Fallegur hattur, en aðeins of stór á mig. Ég segi við mömmu, þegar hún kemur aftur: „Mér finnst ég líta út e*ns og náttborðslampi." 18. TBL. VIKAN49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.