Vikan


Vikan - 05.05.1977, Page 49

Vikan - 05.05.1977, Page 49
Grænu skórnir kremi, plokka augnabrýrnar, hita rúllurnar minar, reyni þrjár gerðir af naglalakki og fjórar af augn- skuggum..... Loks er komið að því að klæðast kjólnum. Ég renni honum yfir höfuðið og finn mjúkt silkiefnið gaela við hörundið. Ég renni upp rennilásnum á bakinu, laga háls- málið, og horfi lengi og vel á mig í speglinum. Já, það er öruggt! Þetta er ég! Kjóllinn fellur nákvæmlega að þar sem hann á að gera það, og vikkar út frá mjöðmum niður á gólf. Þegar ég verð komin í skóna, með þessum fallegu háu hælum, verður hann alveg i réttri sídd. Ég festi silfurkeðjuna með jaðe- steininum um hálsinn. Gjöf brúð- gumans til einu brúðarmeyjarinnar. Mamma kemur inn til að skoða mig. ,,Þú ert falleg, Penny! Mjög falleg. Rauða hárið þitt og þessi græni litur!” Hún er aðdáandi minn húmer eitt, hún mamma. Hún horfir á mig með aðdáun. „Jæja, farðu nú í skóna vinan. Ég segi Pabba þinum, að við séum tilbún- ar,” Skórnir. Ég hafði ætlað inér að ganga þá til heima frá fimmtudegi f'l laugardags — láta þá og fæturna ^ynnast. Staðreyndin er sú, að ég hafði e>ginlega ekkert verið heima. Nú dettur mér í hug, að ég hefði getað sofið í þeim, en það er of seint að hugsa um það, úr því sem komið er. Ég kemst í þá. Það er rétt hægt að festa öklabandið. Mér finnst sem þeir séu aðeins stærri núna en þeir voru; eða kannski að fætur minir hafi minnkað. Hvernig verður það, þegarég stend upp? Kvölin, sem ég varð að þola á fimmtudaginn, hefur hiinnkað og breyst i meiriháttar óþægindi. Það er sagt, að það sjáist á andlitinu, ef skór meiða, en andlit h'ítt í speglinum lítur nógu hamingjusamlega út — og hvers Vegna ætti það ekki að gera það, þegar ég er i þessum fallega kjól og í fallegu, fallegu grænu skónum O'ínum, sem gægjast undan hon- Um. Ég set upp hattinn, sem Susan valdi. Fallegur hattur, en aðeins of stór á mig. Ég segi við mömmu, þegar hún kemur aftur: „Mér finnst ég líta út e*ns og náttborðslampi." 18. TBL. VIKAN49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.