Vikan


Vikan - 05.05.1977, Qupperneq 45

Vikan - 05.05.1977, Qupperneq 45
dæmisins þýska. Það var siðan endurnýjað af heimamönnum með það í huga að hýsa kaupsýslumenn. Cutter valdi það, af þvi að það var stutt frá Hótel Kilimanjaro, þar sem Lapautre hafði sést. Auk þess var það — öfugt við hið glæsilega Kilimanjaro — hliðstæða evrópskra hótela, þar sem kaupsýslumenn gistu, og enginn þurfti að leggja að sér til að líta út eins og ferðamaður. Tímamismunurinn hafði truflandi áhrif. Klukkan var næstum þvi það sama, þegar þeir lentu í Dar-es- Salaam og hún hafði verið, þegar þeir lögðu upp í förina. Ross fannst það væri snemma morguns, og hann var óstöðugur á fótunum, þegar hann fylgdi á eftir Cutter til bækistöðvanna, sem Arbuckle hafði i sóðalegri útflutningsskrifstofu. Sem betur fer var loftið ekki eins kæfandi heitt og rakt og hann hafði ímyndað sér. Svalur andvari bles af hafi, og hann varð að viðurkenna, að fegurri höfn hafði hann aldrei séð, umlukta pálmavöxnum strönd- um, þar sem ríkmannleg og glæsileg hús stóðu í hallanum upp frá ströndinni. Elstu húsin í bænum voru fátækleg, en annars var borgin nýtískulegri en hann hafði vænst, og þarna var iðandi mannlif. Á aðalgötunum var stöðug umferð, og á gangstéttunum mátti sjá fólk klætt á vestræna visu innan um sólbrennda araba, dökkeyga asiu- búa og afríkumenn í sinum skraut- legu ættarbúningum. Annað veifið ók vörubíll framhjá með vopnaða hermenn, en það var enginn asi á þeim og ekkert, sem benti til þess að hér var lögregluriki. Þarna voru geysimargar smá- verslanir, sem buðu upp á margs konar varning, bæði ósvikna afriska minjagripi og glysvarning, sem ferðamenn láta alltaf glepjast af. Gluggaskreytingarnar í stórversl- ununum gátu verið í hvaða Evrópu- landi sem var. Það var ekki fyrr en þeir voru komnir upp á skrifstofuna til Arbuckle, að Ross varð ljóst, að þeir höfðu ekki orðið fyrir ágengni betlara. Arbuckle var hár maður vexti og magur, hann var sköllóttur og taugaóstyrkur. Hann hafði mikil- vægar upplýsingar að gefa til viðbótar þvi, sem Meyerson hafði sagt: Lapautre var ennþá í Dar. — Við höfum fylgst með henni. Hún býr á herbergi númer 411 á Kilimanjaro og borðar yfirleitt hádegisverð í borðsalnum í Hótel Nýja Afrika. Það er sagt, að buffin þar séu bragðbetri. Gætið þess að ganga ekki í flasið á henni. Hún þekkir þig trúlega í sjón, Cutter. — Já, það kæmi mér heldur ekki á óvart, að hún hefði lesið mikinn doðrant um mig. En Ross þekkir hún ekki, sagði Cutter. — Stundum getur það verið kostur að vera óþekktur, skaut Ross inn i. — Rétt er það, sagði Cutter. Þegar þeir gengu út af skrifstofunni bætti hann við: — Nú máttu fara aftur til hótelsins og sofa út. — En hvað með þig sjálfan? — Ég ætla að líta aðeins nánar i kringum mig. Við hittumst við morgunverðinn — klukkan sjö. — Þú getur að minnsta kosti sagt mér aðeins, hvað þú ætlar.... Cutter greip fram í fyrir honum: — Ég gef þér engar upplýsingar, fyrr en þú hefur fengið sextán tíma svefn, minnst.... — Þarft þú sjálfur aldrei að sofa? — Jú, þegar ég hefi ekkert annað betra með tímann að gera. Ross stóð lengi og horfði á eftir honum, þar sem hann hvarf á milli pálmatrjánna. Hann var glorhungraður, þegar hann kom niður í borðsalinn á annarri hæð, þar sem Cutter sat. Morgunverðarborðið svignaði und- an kræsingunum, ávöxtum, brauði, kjöti og ávaxtadrykk. Ross tók vel á diskinn sinn og byrjaði að borða með góðri lyst. Salurinn var næstum fullsetinn, þarna voru verslunarmenn frá Evrópu og austurlöndum fjær, afrískir embættismenn, nokkrir ferðamenn, hópur englendinga, greinilega verkfræðingar, sem voru ráðgefandi við iðnfyrirtæki tansan- iumanna, og einnig voru þarna ameríkanar í safarifötum, sem greinilega voru framleidd i Holly- wood. Cutter sagði á lægri nótun- um: — Eg valdi þetta borð af handahófi. Með því átti hann líklega við, að ekki væru hljóðnemar faldir í því. — Jæja, já, sagði Ross, — þá getum við óhræddir rætt um viðkvæhi ríkisleyndarmál. Cutter smakkaði á kaffinu og fitjaði upp á nefið: — Fjandinn, bölvaður óþverri er þetta. Þeir kunna að rækta kaffi í þessu landi, en ekki hella upp á. Hann setti bollann frá sér. — Það er hættuleg kona, sem við eigum við að etja, þú er sennilega viss á því. Framhald í næsta blaði. 18. TBL. VIKAN45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.