Vikan


Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 21

Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 21
sinn gœtti ég þess að hafa flekann nógu sterkan. Eina óyfirstíganlega hindrunin var, að ég hafði ekkert ílát undir vatn það, sem ég mundi þurfa að nota, ef mig ræki langt á þessum fáförnu hafsvæðum. Ég hefði getað prófað leirkerasmíði, en enginn leir var á eyjunni. Ég gekk oft um eyjuna og lét mér leiðast, meðan ég reyndi af öllum kröftum að leysa þetta eina vandamál, sem eftir var. Stundum fékk ég ofsaleg reiðiköst og hjó og klauf eitthvert tréð í óþolandi gremjukasti. En mér gat ekki hugkvæmst neitt. Og svo kom dagur, dásamlegur dagur, sem ég eyddi í unaðslegri gleði. Ég sá segl í suðvestri, lítið segl eins og var á litlu skonnort- unni, kveikti strax í stórri timbur- hrúgu og stóð við bálið í hitanum, sem kom frá eldinum og miðdegis- sólinni, og gaf skipinu gætur. Allan daginn horfði ég á þetta segl og borðaði ekkert eða drakk, svo að mig svimaði; og skepnurnar komu og gláptu á mig, og virtust vera hissa og fóru burt. Báturinn var enn fjarri, þegar nóttin kom og gleypti hann, og alla nóttina erfiðaði ég við að halda báli mínu björtu og háu, en augu skepnanna glóðu í myrkrinu og furðuðu sig á þessu. Þegar dagur rann, var báturinn nær, og ég sá, að The Bengal tiger stranded tr* Haiti after a “fight to the death” between the animal and a Jap- anese karate expert was called off is now in the Virgin Islands. The animal was flown there because veterinarians are on hand to treat it. They are with a crew making “The Island of Dr. Mo- reau” whieh involves other aní- mals. The nature of the tiger’s illness was not specified—but it had been in a crate without ex- ercise facilities for days. * * * ,,Eyja dr. Moreaus” hefur vakið athygli lesenda sem sérstæð framhaldssaga. Sum- um fannst reyndar sagan óhugnanleg úr hófi, en aðrir þóttust ekki hafa fengið betri framhaldssögu til lesturs. Við rákumst nýlega á klausu í Herald Tribune, þar sem segii, að verið sé að kvik- mynda þessa sögu H.G. Wells, og er reyndar ekki ótrúlegt, að kvikmynd af þessu tagi falli í kramið, þar sem hvers konar ógnir og furður eiga nú miklum vinsældum að fagna á hvíta tjaldinu. þetta var óhreint, ferhymt segl á litlum báti. Ég var orðinn þreyttur í augunum af að stara, og ég starði enn og trúði ekki mínum eigin augum. Tveir menn vom í bátnum og sátu neðarlega í honum, annar í stafni og hinn við stýrið. En báturinn hélt áfram sinni einkenni- legu siglingu. Honum var ekki haldið upp í vindinn, og hann hélt ekki beinni stefnu. Þegara dagsbirtan óx, fór ég að veifa síðustu jakkadulunni minni til þeirra; en þeir tóku ekki eftir mér og sátu enn hvor andspænis öðmm. Ég fór upp á hinn lága höfða, þar sem hann var lægstur, og pataði og kallaði. Engu var svarað, og báturinn hélt stefnu sinni út í bláinn og nálgaðist flóann hægt, mjög hægt. Allt í einu flaug stór, hvítur fugl upp úr bátnum, og hvorugur mannanna hreyfði sig eða tók eftir því. Hann flaug í hring og kom svo bmnandi yfir höfðann með sína sterku vængi þanda. Þá hætti ég að kalla, settist niður á höfðanum með hönd undir kinn og starði. Hægt og hægt rak bátinn fram hjá og í vesturátt. Mig langaði til að synda út að honum, en einhver kaldur, óljós ótti hélt aftur af mér. Síðari hluta dagsins strandaði báturinn vegna útfallsins, og þá var hann svo senf hundrað metra í vesturátt frá rústum garðsins. Mennirnir i honum vom dauðir, höfðu verið dauðir svo lengi, að þeir molnuðu niður, þegar ég hallaði bátnum á hliðina og dró þá út. Annar þeirra hafði rauðan hárlubba eins og skipstjórinn á Ipecacuanha, og óhrein, hvít húfa ló á botni bátsins. Meðan ég stóð hjó bátnum, laumuðust þrjár af skepnunum þefandi út úr mnnunum og komu í áttina til min. Þá, eins og oftar, kom viðbjóðurinn upp i mér. Ég ýtti þessum litla báti niður fjömna og klifraði upp í hann. Tvö af dýmnum vom úlfar, og þeir færðu sig nær með titrandi nösum og gljáandi augum; það þriðja var hið hræðilega sambland af birni og uxa. Þegar ég sá dýrin nálgast þessar vesælu leifar, heyrði þau urra hvert upp í annað og sá skína í tennur þeirra, kom yfir mig ofboðsleg skelfing i stað viðbjóðar. Ég sneri baki við þeim, felldi seglið og fór að róa frá landi. Ég gat ekki fengið mig til að líta til baka. En ég lá á milli rifsins og eyjarinnar þessa nótt, og morgun- inn eftir fór ég út að læknum og fyllti tóman kaggann, sem var í bótnum, með vatni. Siðan safnaði ég saman allmiklu af ávöxtum með eins mikilli þolinmæði og ég átti til og sat fyrir og drap tvær kanínur með siðustu þrem skotunum min- um. Á meðan ég var að þessu, skildi ég bátinn eftir, bundinn við trjónu, sem stóð út úr rifinu, því að ég óttaðist skepnuófreskjumar. Maðurinn einn síns liðs Um kvöldið lagði ég af stað, og mig rak fyrir hægum suðvestan- vindi út á hafið, hægt og rólega, eyjan varð minni og minni, og löng og mjó reykjarsúlan varð að æ grennri línu, sem bar við heitan himin sólsetursins. Hafið hækkaði í kringum mig og faldi þennan lága, dökka blett fyrir augum minum. Dagsbirtan, sólardýrðim úti við sjóndeildarhringinn, streymdi burt af himninum, var dregin til hliðar eins og bjart tjald, og að siðustu leit ég upp i hið bláa ómælisdjúp, sem sólskinið hylur, og sá blaktandi stjörnuskarann. Hafið var þögult, himinninn var þögull; ég var aleinn með nóttinni og þögninni. Þannig var ég á reki í þrjá daga, borðaði og drakk sparsamlega og hugleiddi allt, sem hafði fyrir mig komið, en þá langaði mig ekki sérstaklega til að sjá menn aftur. Ég var með eina óhreina fatadruslu á mér, og hár mitt var svört flækja. Vafalaust mundu þeir, sem fyndu mig, álita mig vitfirring. Það er undarlegt, en ég hafði enga löngum til að hverfa aftur til mannkynsins. Ég var aðeins feginn að vera laus við sviksemi hinna dýrslegu ó- freskja. Og á þriðja degi var mér bjargað af briggskipi, sem var á leið frá Apia til San Francisco. Hvorki skipstjórinn né stýrimaðurinn fengust til að trúa sögu minni, og töldu þeir, að einvera og hætta hefðu gert mig ruglaðan. Og þar sem ég óttaðist, að skoðun þeirra kynni að vera forsmekkur að skoðun annarra, stillti ég mig um að segja frekar frá ævintýrum mínum og þóttist ekki muna neitt af því, sem fyrir mig kom frá því, að ég yfirgaf Lady Vain, og til þess tima, þegar mér var bjargað — en það var árstímabil. Ég varð að haga mér með hinni mestu varúð til þess að losna við að vera grunaður um geðveiki. Endur- minningarnar um Lögmálið, dauðu sjómennina tvo, fyrirsátirnar í myrkrinu og líkið i reyrþykkninu sóttu á mig. Og þótt það virðist óeðlilegt, þegar ég var kominn aftur tii manna, kom nú í stað þess trausts og samúðar, sem ég hafði vænst, undarleg mögnun þeirrar óvissu og ótta, sem ég hafði borið í brjósti, meðan ég dvaldist á eyjunni. Enginn vildi trúa mér, ég var næstum eins undarlegur í augum manna og ég hafði verið í augum manndýranna. Ef til vill hefur eitthvað af hinu náttúrlega villieðli félaga minna færst yfir á mig. Sagt er, að skelfingin sé sjúk- dómur, og ég get að minnsta kosti borið vitni um það, að nú í nokkur ár hef ég verið haldinn eirðarleysis- ótta, svipuðum og hálftaminn ljónsungi kann að hafa. Vandræði mín birtust í hinum einkennilegustu myndum. Ég gat ekki fyllilega sannfært sjálfan mig um, að þeir karlar og konur, sem ég hitti, væru ekki lika önnur manndýr, sem enn væru viðunanlega mennsk, að þau væru ekki dýr, sem hefðu að nokkru leyti fengið ytra útlit, sem svaraði til mannsálarinnar, og að þeim mundi bráðlega fara aftur, um leið og hvert dýrseinkennið af öðru mundi koma i ljós. En ég hef trúað mjög færum manni fyrir sögu minni, manni, sem hafði þekkt Móreau, og virtist hálftrúa frásögn minni, en hann var geðsjúkdóma- sérfræðingur — og hann hefur hjálpað mér mjög mikið. Þó að ég búist ekki við, að ég muni nokkurn tíma losna alveg við skelfinguna vegna þessarar eyju, er hún oftast nær hálfgleymd og fjarlæg sem minning og dálítið óraunveruleg, en fyrir kemur, að hún færist i aukana. Þó lít ég til samtiðarmanna minna umhverfis mig. Og ég er haldinn ótta. Ég sé andlit, sem eru áhugasöm og gáfuleg, önnur daufleg eða hættu- leg, enn önnur reikul, óeinlæg; engin þeirra hafa til að bera hinn rólega myndugleika skynsamlegrar sálar. Mér finnst eins og dýrið sé að brjótast fram í þeim, að bráðlega muni niðurlæging eyjarskeggjanna koma i ljós aftur í stærri stil. Ég veit, að þetta er blekking, að það, sem virðast vera karlar og konur í kringum mig, eru vissulega karlar og konur og verða það alltaf, fullskynsamar verur, fullar af mennskum þrám og blíðri um- hyggju, lausar við eðlishvatirnar og ekki þrælar neins fjarstæðukennds lögmáls — þannig að þær eru gerólikar manndýrunum. Samt hörfa ég frá þeim, frá hinum einkennilegu augnatillitum þeirra, fyrirspurnum þeirra og aðstoð, og þrái að vera ekki meðal þeirra, heldur einn míns liðs. 18. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.