Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 48
Wkan
fer í búðir
PÖLSKA BÚÐIN, Verslana-
höllinni og í Glæsibæ, selur
þessar skemmtilegu gamaldags
uppþvottagrindur. Þær eru úr
tré, og skilja því ekki eftir rákir
á diskunum eins og svo oft vilja
koma af plastgrindunum. Svona
grind kostar 2.600 kr.
LF.IKFANGABÚÐIN, Lauga-
vegi 72, selur þessi stórsniðugu
töfrateiknibretti, sem eru ætluð
frá 6 ára aldri og upp úr. Hægt er
aðteikna ólíklegustu myndirmeð
því að snúa tveimur tökkum. Þau
kosta kr. 2.750.
Skrautgripaverslun Jóns Dal-
mannssonar, GULLKISTAN,
Frakkastíg 10, hefur mikið úrval
af fallegu þjóðbúningaskrauti,
bæði úr gulli og silfri. Búninga-
siifrið á þessari mynd kostar um
kr. 85.000, en sams konar úr
gulli kostar um kr. 95.000.
Hægt er að fá mörg mynstur, og
er þetta selt i stöku, svo hægt er
að safna smám saman.
Hjá versluninni LIVERPOOL,
Laugavegi 18a, fást þessir
sólstólar, sem eru með sérstak-
lega háu baki. Hægt er að leggja
bak niður og fótaskemil upp.
Svona sólstólar fást í mjög
fjölbreyttu úrvali hjá Liverpool
og á mismunandi verði, en þessi
kostar 8.100 kr.
Þessar fallegu barnapeysur fást í
barnafataversluninni LILLY í
Verslanahöllinni. Jakkapeysan
er úr ull og acryl og fæst í
þremur litum í stærðunum 1-6.
Kosta þær frá kr. 2.200. Peysan
innanundir er rúllukragapeysa
úr acryl, fæst í 6 litum og kostar
aðeins kr. 720. Stærðirnar eru
frá 0-6.
Þetta fallega, þýska stálhnífa-
parasett fæst hjá G. B.
SILFURBÚÐINNI, Laugavegi
55 og kostar kr. 4.400 fyrir
manninn. Hægt er að kaupa
hvern hlut stakan.
SMASAGA
EFTIR
ELVI RHODES.
Hefurðu einhverntíma orðið yfir þig
ástfangin? — Það hef ég orðið — af
fallegustu skóm, sem ég hef séð.
Vandræðin voru bara þau, að þeir
pössuðu ekki á mig....
Þarna er hann, í hillunni þar sem
„afsláttarskórnir” eru. Hann er
nærri falinn á bak við skó með
þykkum botni og rauðum böndum,
eins og hann skipti engu máli.
Einmitt þegar ég hafði gefið upp
alla von að finna slikan skó. Og ég
var farin að örvænta, því brúð-
kaupið er á laugardaginn.
Ætli hann passi á mig? Góði guð,
ég bið í hljóði, um leið og ég tek
hann úr hillunni. Góði guð, láttu
hann vera númer 38, og ég lofa að
vera góð stúlka það sem ég á eftir
ólifað.
Hann er fallega grænn á litinn,
einmitt liturinn, sem passar við
brúðarmeyjarkjólinn minn. Hann er
úr ekta leðri, með öklaböndum.
Hællinn, þökk sé mínum sæla, er af
réttri hæð. Gerðu það, gerðu það,
láttu hann vera númer 38!
Drottinn — þetta er refsing fyrir
gamlar syndir? Hann er númer 37
1/2.
Hvað um það, ég ætla að máta
hann. Sá sem hefur mátað eins
marga skó og ég hef gert í þessari
viku mun vera mér sammála um, að
stærðirnar geta verið mismunandi.
Ég geng með skóinn innar í
verslunina til að reyna að finna
hinn.
Allt er troðfullt hér, eins og allir í
Brighton hafi valið sér þennan
fimmtudagsmorgun til að kaupa sér
skó. Hjörð kvenna, sem fer milli
skóbúða til að leita sér að skóm.
En þær eru fáar, sem eru að leita
að grænum leðurskóm, hugga ég
mig við.
Afgreiðslustúlkan, með skóhorn í
hendinni, lítur á mig með fjarræn-
um svip. Ég veifa græna fjársjóðn-
um framan í hana. „Vilduð þér vera
svo góðar að láta mig fá hinn
skóinn!”
Hún kemur með hann til mín.
Einn skór er yndislegur, tveir eru
stórkostlegir.
„Ég nota nú yfirleitt númer 38,”
útskýri ég.
„Því miður, þá er þetta eina
parið. Þetta er sýnishorn.”
„Kannski er þetta 37 1/2 í stóru
númeri” segi ég bjartsýn.
„Gæti verið.”
Við erum sammála um, að
stærðirnar séu mismunandi, svo ég
máta þá. Ö! Æ! Þeir eru... ja...
þröngir!
Það þýðir ekki að neita því. En ég
kemst í þá. Og með því að festa
spennuna í fyrsta gatið get ég sett
bandið um öklann.
„Þú verður nú auðvitað aldrei í
þeim við gallabuxur,” segir af-
greiðslustúlkan sannfærandi.
Það er rétt hjá henni. Ekki
heldur við leðurjakka og ullarhúfu.
Ég bretti buxunum upp á miðja
kálfa og horfi á fætur mina i stóra
speglinum.
Þessir skór eiga heldur ekki
skilið, að þeir séu notaðir við
fjólubláa stuttsokka. En það skiptir
ekki máli. Þeir eru sem skapaðir
fyrir brúðarmeyjarkjólinn minn.
Það sem meginmáli skiptir er: Get
ég gengið í þeim?
Svona nokkurn veginn. Ég kemst
yfir að speglinum, án þess að þjást
of mikið.
„Auðvitað koma þeir til með að
víkka,” segi ég.
Afgreiðslustúlkan er sammála.
„Fæturnir þrútna af að ganga
svona á milli verslana. Þeir hljóta
að víkka.”
Já, allir vita, að skór vikka. En
þeir vikka ekki frá fimmtudegi til
laugardags, segir innri rödd min.
Ég læt sem ég heyri ekki til hennar
og kaupi skóna.
Laugardagurinn rennur alltof
fljótt upp. Flýta sér, flýta sér, flýta
sér. Fyrirmæli brúðarinnar —
Susan, bestu vinkonu minnar — eru
að fara beint til kirkjunnar og bíða
hennar þar.
„Ég þyldi ekki að hafa ykkur
mömmu báðar með læti í kringum
mig,” segir hún. „Það yrði alveg
hræðilegt.”
Þetta kemur mér vel. Ég hef
nægan tima fyrir sjálfa mig. Ég ligg
lengi í baðinu. Siðan set ég á mig
svitalyktareyði, smyr á mig ilmandi
48VIKAN18. TBL.