Vikan


Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 5

Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 5
einu hér á landi. Það gæti kannski einhver haldið, að það væri svolítið einhæft og tilbreytingalítið fyrir hjón að vera á kafi í því sama, enda má segja, að stundum tölum við ekki um annað en hárgreiðslu langtímum saman. En þetta hefur líka sína kosti, við skiljum hvort annað ákaflega vel. — Hver greiðir þér, Addú? — Fólk er alltaf að segja við mig, hvað ég sé heppin, að eiginmaðurinn skuli vera hár- greiðslumeistari, en staðreyndin er sú, að ég greiði mér oftast sjálf, þó er ég svo heppin, að mér er stundum greitt við hátíðleg tækifæri. — En hver sér um þitt hár, Brósi? — Ja, nú segi ég eins og Paul Newman, þegar hann var spurður, hvort hann langaði aldrei til að halda fram hjá konunni sinni: Því skyldi ég kaupa mér hamborgara úti í bæ, þegar ég get fengið steik heima! Addú klippir mig alltaf. Það er orðið áliðið og farið að fækka stofuljósum í Breiðholtinu. Eiginlega er viðtalinu lokið, en við freistumst til að sitja og spjalla enn um stund. Addú og Brósi eru elskuleg og skrafhreifin og hafa frá ýmsu að segja. Þau segja mér til dæmis frá því, þegar þau fóru til Mæjorku til að láta gifta sig, þegar þau máttu leita fram og aftur um eyna að kirkju, sem stæði opin slíkum guðleysingjum (þ. e. mótmælendatrúar, því þarna eru allir kaþólskir), en svo útbjó presturinn, séra Bjarni á Mosfelli, altari í sinni eigin hótelíbúð og framkvæmdi athöfnina þar. Eftir athöfnina var neytt alls hins besta, sem hótelið hafði upp á að bjóða, og allir hótelgestirnir samfögnuðu brúðhjónunum. Þegar brúðkaupið var gert, höfðu Addú og Brósi þegar búið á hótelinu í viku, og kunningi þeirra í móttökunni var alveg furðujostinn, þegar hann komst að því, hvað íslendingar væru umburðarlyndir í þessum málum. Hér verður maður að fara í kurteisisheimsóknir í 2 mánuði, áður en viðeigandi er að nefna nokkuð, sagði hann og vildi ólmur komast til islands hið fyrsta. Við töluðum líka um jafnrétti og verkaskipt- ingu á heimilinu, og þótt hvorugt hjónanna vilji kannast við neinar rauðsokkatilhneigingar, þá er auðheyrt, að þau eru ákaflega samhent um alla hluti og jafnréttið er ekki fyrir borð borið á þeirra heimili. — Við bætum hvort annað heilmikið upp, segir Brósi, því við erum í rauninni mjög ólík. Ég er vatnsberi, en hún er naut og heldur mér svolítið við jörðina. Hún sér t. d. um, að 'jármálin lendi ekki í óreiðu og þess háttar. Viðtölum um unga fólkið og þjóðfélagið, og það er óneitanlega skemmtileg tilbreyting að tala við ungt fólk með trú á þjóðfélagið, þegar það er í tísku að bölva því á alla lund. Það eina, sem þeim finnst í rauninni skorta á, að lífið sé eins og það á að vera, er hvað tíminn er naumur. — Mig vantar svona 6 tíma í sólar- hringinn, segir Brósi, en Addú heldur, að sér veitti ekki af 12 tímum í viðbót, ef hún ætti að geta gert allt, sem hugurinn stendur til. Þegar ég kveð þau, spyr ég, hvert þau stefni í framtíðinni. Þau horfa spyrjandi hvort á annað, en svo hlær Brósi og segir glettnislega: — Kannski ég reyni að verða heimsmeistari. K.H. hana sjálfur. Neitakk, sagði konan, ég kem, þegar Addú er batnað. Ég hef aldrei fengið aðra eins útreið, en mér fannst þetta náttúrlega mikið komplíment fyrir Addú. — En kemur aldrei fyrir, að þið verðið aö gera eitthvaö, sem ykkur finnst hallærislegt og ómögulegt? — Jú, það kemur auðvitað fyrir. Maður verðuraö láta að óskum viðskiptavinarins, og í slíkum tilfellum biður maður hann bara í öllum bænum að segja ekki nokkrum frá því, hver hafi greitt honum! — Var ekkert vandamál, Brósi, að skapa sér nafn á höfuðborgarsvæðinu? — Ég hef aðeins tvisvar auglýst, og í bæði skiptin var ég að auglýsa eftir starfsfólki. Það hefur alltaf verið mjkið að gera frá byrjun. — Hverjir koma á stofuna? Eru það einkum fullorðnar konur? — Nei, nei, nei, fólk á öllum aldri, allt niður í tveggja ára. Elsti viðskiptavinurinn er 93 ára gömul kona, sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Það er mjög gaman að fá hana í heimsókn, hún býr sig alltaf upp á í peysuföt. Svo er orðið mikið um það, að karlmenn sæki hárgreiðslustofur, þeir láta blása hárið, og nú eru líka margir karlmenn komnir með perman- ent. — Ég er að fara að setja permanent í 10 ára gutta á morgun, segir Addú. Hann er búinn að vera að suða í mér síðan ég setti permanent í pabba hans, honum fannst það svo flott. Sem beturfer eru karlmenn almennt farnir að hugsa miklu betur um hárið á sér, það eru t.d. alveg eins strákarnir, sem koma fyrir fermingar, og það er sérstaklega gaman að sjá þá labba út snyrtilega og ánægða. — Eru mörg hjón, sem vinna svona saman á hárgreiðslustofu? — Eftir því sem við best vitum erum við þau Forseti norræna hárgreiöslu- og hárskera- sambandsins afhendir Brósa 2. verölaun fyrir klippingu og blástur / Noröurlanda- keppninni. vininn finna, að hann skiptir máli. Og það er gaman að þjóna fólki, sem kann að meta það. — Addú fékk einu sinni til sín konu, segir Brósi sem vildi láta lita hárið á vissan hátt, en Addúr sá, að það yrði ómögulegt og eyddi löngum tíma í að fá konuna ofan af því. Stuttu seinna fékk hún blómvönd og þakkarkort frá konunni, hún var svo ánægð með útkomuna. Síðan vill hún engan annan láta eiga við hárið á sér. Einu sinni átti hún pantaðan tíma, en Addú forfallaðist, og við gátum ekki látið konuna vita. Ég tók svo á móti henni, afsakaði fjarveru Addúar, en sagðist skyldu afgreiða — Þaö er svo margt / gangi núna. Það er ekki hægt að draga upp mynd af einni greiðslu og segja: Þetta er tlskan t dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.