Vikan


Vikan - 13.10.1977, Qupperneq 37

Vikan - 13.10.1977, Qupperneq 37
LEIKARINN GÚÐKUNNI, Peter Ustinov, virðist a/ltaf geta komið fólki ígott skap, hvort heldur er í einkalífinu, lleikhúsi eða kvikmyndahúsi. Margir eiga góðar endurminningar frá því, þegar hann dvaldist hér á /andi um skeið fyrir nokkrum árum, og þá var meðal annars meðfylgjandi mynd tekin austuri Hveragerði. Fylgdarmenn Peters þekkja allir, þá Matthfas Johannessen ritstjóra Morgunb/aðsins og Guðlaug heitinn Rósinkrans þáverandi Þjóðleikhússtjóra. Hin myndin var tekin nýlega af Peter í Montmartre hverfinu í París, en hann var þar á göngu (eða hiaupum) með Helenu konu sinni. Leikarinn hefur nýlokið við að skrifa ævisögu sína, sem ber heitið „Dear me." BOB EVANS er nafn, sem mörgum er þekkt, enda hefur maðurinn framleitt margar kvikmyndir, sem náð hafa geysilegum vinsældum, eins og Love Story, Chinatown og Maraþonmaðurinn, svo einhverjar séu nefndar. Hann var eitt sinn kvæntur Ali MacGraw, stjörnunni úr Love Story, en nú- verandi eiginkona heitir Phyllis George og er íþróttafréttaritari hjá CBS. Nýjasta myndin hans Bobs Evans heitir Black Sunday, og er ekki að vita, nema hún mali honum enn meira gull. HUGD/RFSKA kappaksturhetj- unnar Niki Lauda er undrunar- og aðdáunarefni manna um heim allan. Eftir ægilegt s/ys á kappakstursbrautinn á síðasta ári væri hann liklegri til að slá i gegn ihryllingskvikmynd heldur * en aksturskeppni. En hann lætur ekki deigan síga og berst nú hetjulega fyrir endurheimt heimsmeistaratitilsins úr höndum englendingsins James Hunt, og reyndar kann sú barátta að vera útkijáð, þegar þetta birtist. James á ekki neina möguleika á að halda titlinum, en sagt er, að hann eigi hann Susan konu sinniað þakka, þvi þegar hún hljópst á brott frá honum til að taka saman við Richard Burton, varð hann þetta Htia heiftúðugur og ók eins og maður I sjálfsmorðshugleiðingum í hverri keppninni á fætur annarri. I ár gengur honum hins vegar ekkert alltof vel, svo líklega eru ástamálin í fínu lagi. Hér sjáum við Niki Lauda með konu sinni Marléne. Þau hafa verið hamingjusamlega gift lengi, en aumingja Marléne líður ekki alltof vel, þegar eiginmaðurinn eraðkeppa. 1

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.