Vikan


Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 46

Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 46
með stuðningi af veggnum, áður en hún fann handrðið aftur milli handanna. Þegar hún var komin um það bil að fjögur hundraðasta þrepinu, missti hún alveg stuðning af handriðinu. — Ég verð bara að treysta á vegginn hér eftir hugsaði hún og reyndi að finna hald í litlu tigul- steinunum. Upp skyldi hún fara. — Fjögurhundruðtuttugu og tvö, fjögurhundruð tuttugu og þrjú... hvíslaði rödd innra með henni. — Ég ætti að fara að hugsa um niðurferðina núna, sagði önnur rödd. — Ég vildi óska, að ég... ég vil fara niður aftur. Já, ég verð að fara niður aftur. En hún gat það ekki. — Það væri lítilmannlegt að gefast upp, sagði hún við sjálfa sig í örvæntingarfullri tilraun til að skýra það, sem var að gerast. — Bara af því að þú ert svolítið hrædd.... En brátt gat hún ekki hugsað um annað en það að fylgjast með þrepunum og hve mörg þau væru. — Fjögurhundruð og sjötíu! sagði Caroline og andvarpaði fegin- samlega, en í sömu mund stansaði hún snögglega, því að þrepunum lauk þarna. Framan við hana var ekkert annað en smábútur af ryðguðu handriði. Himinninn, sem nú var grár, var a.m.k. fimm- sex metra fyrir ofan. — Fáranlegt, sagði hún út i loftið. — Þetta er alveg fáránlegt. Hún lét höndina renna leitandi eftir veggnum og nú fann hún tré undir lófunum. Hún snéri sér til að sjá betur, og þarna var þá lág tréhurð í múrveggnum. Hún greip í ryðgað handfangið. Hurðin opnaðist með skerandi iskri, hún gekk út. Hún stóð nú á hringpalli, sem gerður var úr samskonar tígulsteini og turninn. Pallurinn var tæpur metri að breidd. Gólfið var ekki alveg slétt og hallaði niður, og yfirborðið var glansandi og hált. Meira sá hún ekki af pallinum, því nú fangaði hyldýpið augu hennar. Hún var óskiljanlega, ótrúlega hátt uppi. Og hún var alein. Það var óravegur niður. Það var óskiljan- legt, að hún skyldi geta verið svona hátt uppi. Hyldýpið dró hana til sín, henni fannst hugur sinn gagntekinn einni hugsun: Að kasta' sér niður af pallinum. — Ég get ekki farið niður á annan hátt, sagði hún hátt. Hún fylltist skelfingu við að heyra eigin orð og steig hratt eitt skref aftur. Hún var sveitt í lófunum og greip dauðahaldi um fúinn dyrakarminn. Engin önnur leið niður, sagði rödd innra með henni. Engin önnur leið niður. — Þetta er imyndun, hugsaði sagði Caroline við sjálfa sig, hún kom að eitthundraðasta og sextug- asta þrepinu. — Nú hefi ég litið á turninn, og skynsamlegast væri að gefast upp og fara niður aftur og heimleiðis. Hundrað skrefum ofar greip hún skyndilega í tómt. Handriðið var ekki þarna, bara kalt lofið. Eitt andartak stóð hún grafkyrr og skalf, hún þrýsti sér örvæntingar- full upp að múrnum á hina hönd. En augnabliki síðar hélt hún áfram upp, en þó meira hikandi en fyrr. Loks fann hún aftur ryðgað handriðið milli fingra sinna. En nú var aftur og aftur skarð í handriðið. Hún varð að halda áfram ítalski smábilllnn Autobianchi er rúmgóður smábill, árangur ítalskrar hugkvæmni og smekkvísi í bílaiðnaði. Autobíanchi er nýr bíll á íslandi þótt að hann hafi um árabil verið seldur víða í Evrópu. Hann er ódýr í innkaupi og hefur lítinn rekstrarkostnað. Autobianchi er líka öruggur bíll með framhjóladrifi, sem í öllum Bíla-fagblöðum er álitið að gefi mestan stöðugleika og öryggi í akstri. Autobianchi er bíll sem býður upp á lipurð og hraða i akstri, jafnframt því að vera sparneytinn á bensín. BJÖRNSSON ±££ SKEIFAN 11 REYKJAVlK SIMI81530 AUTOBIANCHI Upurog harðger.. 46VIKAN 41.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.