Vikan


Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 41

Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 41
Regína líka. Kœra barn, þú ljómar alveg.” Regina tók í hönd hennar. ,,Ég ætla að giftast Matteo.” Það birti yfir Cörlu. „Hvað ertu að segja? Það gleður mig að heyra.” Hún kyssti hana. „Matteo, komdu hérna, svo ég geti óskað þér til hamingju.” Hún lét hann beygja sig niður, svo hún gæti líka kysst hann á kinnina. Hún leit á Edward. „Ég er fegin að ég kom — núna. Hér bíður min verkefni.” „Cj ertu komin til að vera?” spurði hann lágt. Regína togaði í hönd Matteos og þau læddust i burtu. „Já,” sagði Carla eftir langa þögn. „Ég get ekki farið aftur til Genoa. Veistu, hvað þeir vilja gera?” „Koma fjárhagslegum stoðum undir spitalann og auka starfsem- ina. Já, Carla. Þú gast ekki staðið í vegi fyrir þeim.” Hún kinkaði kolli hugsi. „Og ætlarðu nú ekki að vera skynsöm og leita þér lækninga? Til að verða aftur heil heilsu? Prófessor Tendi segir að þú getir hlotið bata á nokkrum mánuðum.” Hún hikaði. „Ég veit það ekki.” „Ertu hrædd við að fara að lifa lifinu aftur?” spurði hann bliðlega. Hún leit undan augnaráði hans. „Já, ég er hrædd.” „Það er ekki þér likt, Carla.” „Ég veit ekki, hvort ég get byrjað nýtt líf hér. Ég er orðin svo vön Genoa.” Hann tók vinnulúnar hendur hennar í sinar. „En i Englandi, Carla?” Hendur hennar titruðu. „I Eng- landi?” „Starf mitt er þar. Við gætum samt kannski komið hér í skólafrí- unum.” „Edward, um hvað ertu að spyrja mig?” „Það, sem mig hefur langað til að spyrja þig um í mörg ár. Viltu giftast mér, Carla Malaspina?” „En Edward, ertu viss? Eftir allan þennan tíma?” Hann tók enn þéttar um hendur hennar. „Við höfum tapað svo mörgum árum, Carla. Við skulum ekki láta þau verða fleiri.” „Edward, við getum ekki bara sett strik yfir þann tíma, sem liðinn er. Þú hefur lifað þínu eigin lífi. Þú þarft að hugsa um Regínu.” Hann brosti. „Það verður nú ekki mikið lengur. Matteo getur ekki beðið.” „Veit hún sannleikann?” „Nei.” Augu Cörlu glömpuðu. „Það er jafnvel ennþá betra. Kæri Matteo. Við verðum að finna föður minn og ganga frá þessu strax.” <7 SKUGGA %/ÓNSINS Hún reyndi að losa hendur sínar, en Edward vildi ekki sleppa henni. „Bíddu aðeins, Carla. Þú ert ekki búin að svara mér.” Skjálftahrollur fór um grannan likama hennar. „Ég er orðin svo ljót, Edward. Það getur ekki verið að þú viljir mig.” Hann faðmaði hana að sér og þakti ör hennar með kossum. „Skilurðu mig nú, Carla? Eftir klukkutíma verð ég að standa frammi fyrir ibúum Roccaleone. Eftir annan klukkutíma getur verið að ég verði á flótta héðan með Giuliano og klíku hans á hælunum. Eða mér tekst vel upp og þá verður það Giuliano, sem leggur á flótta. Hvemig sem fer, þá vil ég vita þig við hlið mér.” Hún teygði hendumar og snerti andlit hans. „Ég vonaði, þegar þú komst til Genoa, að svona færi, en ég á það ekki skilið, Edward. Ég stend með þér, hvort sem þú vinnur eða tapar. Nú skulum við fara og finna föður minn.” Markgreifinn sat í hægindastól og vom Tessaro læknir og séra Stefano hjá honum. Carla gekk til hans og kraup á kné við hlið hans, í höndunum hafði hún einhver blöð. Þau hvísluðust á um stund. Að því búnu leit markgreifinn upp alvarlegur á svip. „Vissir þú af þessu, Edward?” „Ekki fyrr en við fómm í heimsóknina til Genoa.” „Og þú lést mig ekki vita.” „Þetta var ekki mitt leyndarmál. Filomena trúði Cörlu fyrir þessu.” Hún kom til mín í Genoa í síðastliðinni viku,” sagði Carla. „Henni fannst hvíla á sér mikil ábyrgð, þar sem hún vissi að Matteo, en ekki Giuliano var hinn rétti erfingi. Hún viðurkenndi, að ef Giuliano hefði verið góður maður, myndi hún hafa þagað. Matteo hafði sjálfur komið sér vel áfram og þurfti ekki á Roccaleone að halda. En það gerði aftur á móti Giuliano. Filomena bað mig að segja sér, hvað hún ætti að gera. Við ákvaðum að ráðfæra okkur við Matteo, segja honum allan sannleikann og láta hann svo velja. En áður en við gætum gert þetta, þá dó Filomena. Síðan kom Edward. Hann sagði strax að við yrðum að gera sannleikann opinberann, þó ekki væri til annars en veikja stöðu Giulianos hér í Roccaleone.” Carla brosti. „Ég færðist undan, en Edward hélt yfir mér harðorða ræðu um skyldur mínar.” „Ég skil nú bara ekkert í þessu,” gall Tessaro læknir við. „Hvað ertu eiginlega að segja?” „Að Matteo sé skilgetinn,” svaraði Edward. „Eldri sonur markgreifans giftist Filomenu.” Allir þögðu agndofa. öllum kom í hug, að ef Giuliano hefði vitað þetta, hafi hann haft ástæðu til að drepa Filomenu.....og þá ekki síður til að drepa Matteo. Carla dró samanbrotið blað út úr bunkanum, sem hún hélt á. „Filomena skrifaði þessa játningu í Blóm og gjafavörur í miklu úrvali Skreytum vió öll tækifæri Blómabúöin DÖGG Álfheimar6 sími33978 Reykjavíkurveg 60 sími 53848 l J 41.TBL. VIKAN41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.