Vikan


Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 16

Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 16
CAROLINE OG KÆRAST/NN vikum síðar hittust þau í kvöld- verðarboði hjá sameiginlegum vinum, sem eru tengdir fursta- fjölskyldunni. Upp úr því hittust þau öðru hverju, þegar Caroline hafði frístundir frá námi sínu í París og var ekki í fríi í Mónakó. í blöðum voru uppi getgátur um, hvers eðlis samband þeirra væri — en í augum furstahjónanna í Monaco var Philippe þó aðeins góður kunningi, einn í hópi margra, sem stundum buðu prinsessunni út að borða. í fyrrasumar fóru þau hvort í sínu lagi til Bandaríkjanna, hún í frí og hann í vinnu. Þar hittust þau ekki, og næstu mánuði sáust þau minna en áður, og er talið, að þau hafi verið að sannreyna, hvort vináttan væri eitthvað meira en góður kunningsskapur. Niður- staðan virðist hafa orðið jákvæð — ef marka má af því, sem síðan hefur gerst. Caroline hóf nám við hinn fræga viðskipta- og stjórnmála- háskóla í París, sem gengur undir nafninu „Science Po", og þar kom þekking Philippes henni að góðu haldi. Ekki varð það henni þó hvatning til frekari dáða, því er Philippe kom heim úr einni Ameríkuferð sinni, tilkynnti Caro- line honum, að hún væri ákveðin í að hætta. ,,Þetta á ekki við mig," sagði hún. „Fjámálastjórn er ekki sérlega skemmtilegt námsefni, eftir að maður kemst að því, að það er hægt að leysa öll verkefni með því að fletta upp í bókum." Áhugi Caroline beinist nú að barnasálfræði, og hyggur hún á nám í þeim fræðum við Sorbonne- háskóla. Philippe styður hana eindregið í þeim áformum. Þá verður stutt að skreppa til unnustans úr skólanum, því Philippe býr þar ekki fjarri, rétt við Odéon. Þar hefur hann þriggja herbergja íbúð, sem snýr út að stórum trjágarði. í íbúðinni er hátt til lofts og á veggjum og loftum viðarskreytingar í stíl Lúðvíks 16. Húsgögnin eru flest fjölskyldu- arfur, og upp á þau lífga ýmsir nýtískulegir listmunir, sem Phil- ippe hefur keypt á ferðalögum sínum. Philippe hefur gaman af að fá nána vini sína í heimsókn, og koma þeir oft til kvöldverðar eða til að spila ,,back-gammon". Einlægni og vingjarnleiki Caroline opnuðu henni strax leið að hjörtum vina Philippes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.