Vikan


Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 38

Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 38
%/ÓNSINS Hann var vanur að loka sig inni í bókaherbergi, þegar þeir voru að koma í heimsóknir. Hann dáir mjög afa þinn og Vittorio, frændi þinn, var vinur hans.” „Það getur verið. En hvað sem öðru líður verður Carla okkur hliðholl.” „Carla?” „Já, það er ég alveg viss um. Ég þekki hana mjög vel. Ég er einn af þeim fáu, sem hún leyfir að heimsæki sig.” Síðustu efasemdir Regínu um Cörlu Malaspina hurfu. „Mestu lætin koma áreiðanlega frá fjölskyldu móður minnar,” sagði Matteo, og var ekki laust við að það hlakkaði í honum. „Þau eru hreint ekki hrifin af mér.” „En það er fáránlegt. Þau ættu að vera stolt af þér. Þú ert á góðri leið með að komast vel áfram í heiminum.” Hann hló. „Þannig líta þau ekki á það. Ég fór frá þeim og út i hinn stóra heim. Það er það seip þau fá ekki skilið. Roccaleone er þeirra heimur. Ó, Regína mín,” íhuldraði hann og kyssti hana aftur. Þau slitu sig hvort frá öðru, þegar þau heyrðu bii staðnæmast rétt hjá þeim. Róleg rödd og glettnisleg bauð þeim gott kvöld. Regína roðnaði ákaft. „Edward. Ég — við — sáum þig ekki.” Bros hans breikkaði. „Það fór ekki á milli mála.” „Við sleppum þá að minnsta kosti vil alls kyns útskýringar, elskan mín,” sagði Matteo. „Herra Edward, ég bið hér með um hönd systurdóttur þinnar,” „Kæri Matteo, ef Regína vill giftast þér, þá veiti ég ykkur fúslega blessun mína, leyfi, eða hvað það nú er, sem þú óskar eftir. En Regína, þetta virðist allt hafa Allir þögðu agndofa. öllum kom í hug, að ef Giuliano hefði vitað þetta, hafi hann haft ástæðu til að drepa Filomenu... ogþá ekki síður til að drepa Matteo. gerst með miklum hraða. Þú ert mjög ung. Ertu alveg viss um, hvað þú vilt?” Hún táraðist án þess að vita hvers vegna. „Já, ég er alveg viss. Ég hélt ekki að það væri mögulegt, að verða ástfangin svona bara allt í einu. En það hef ég einmitt orðið.” Hún leit upp á Matteo. „Og við bæði. Svo það er greinilega hægt.” Áköf tilbeiðslan i rödd hennar var eins og bergmál frá liðnum tíma. , ,Ég veit það, væna mín. Þetta kom fyrir mig líka, og ég var aðeins yngri en þú ert núna. Þú ert að minnsta kosti frjáls að giftast hverjum sem er. Ég er bara að hugsa um að þú verðir hamingju- söm, Regína.” „Þú varst aldrei neitt hrifinn af neinum af kunningjum mínum heima,” sagði hún. „Mér fannst aldrei neinn vera rétti maðurinn fyrir þig.” „Og Matteo?” spurði hún ögr- andi. Edward brosti. „Að minnsta kosti hefur hann sannað að hann lætur ekki bugast, þótt móti blási. Þú hefur sagt henni frá uppruna þinum, Matteo?” „Auðvitað,” svaraði Matteo. „Þá er engin ástæða til að ræða það neitt frekar. Segðu mér annað. Ætlar þú sjálfur að segja mark- greifanum frá ákvörðun ykkar?” Matteo starði á hann. „Er nokkur ástæða til þess?” „Mér finnst það kurteislegra hans vegna,” sagði Edward vin- gjarnlega. „Ég geri ráð fyrir að hann eigi það skihð af mér. Ef hann hefði ekki kostað mig til náms, þá væri ég ekki það, sem ég er i dag. En ég er á móti öllum titlum og forréttindum. Hann var líka alltaf góður við mig, þegar ég var strókur. Og þegar ég fór að fá áhuga á bókum, þá veitti hann mér fullan aðgang að bókasafninu sínu. öllum bestu bókunum var bjargað úr eldinum. Edward pírði augun. „Ég hef mikinn áhuga á þessu Matteo. Fólk fæst helst ekki til að tala við mig um brunann. En það eru ákveðin atriði, sem ég verð að fá að vita um. Þú varst alltaf mjög eftirtektar- samur sem bam. Hvað manstu mikið frá eldsvoðanum?” „Heilmikið,” svaraði Matteo. „Þá getur þú ef til vill svarað þessu. Til þess að hægt væri að bjarga svona mörgu úr kastalanum áður en kveikt var í, þá hlýtur að hafa liðið nokkuð langur tími frá því að þeir hótuðu íkveikju og þangað til að eldurinn varð að veruleika?” Matteo kinkaði kolli. „Þjóðverj- amir sögðust ætla að kveikja í kastalanum, ef þú gæfir þig ekki fram næsta hálftímann. Að sjálf- sögðu gastu það ekki, því þú varst þama ekki. Einhver lá á hleri við dymar. Séra Stefano lét okkur taka allt það verðmætasta, sem hægt var að bera með sér.” „Svo Carla vissi vel, hvað átti að gerast? Hún vissi hvað hún var að gera?” sagði Edward. „Það er ekkert vafamál. Ég er fyrir löngu sannfærður um það, að Carla vildi deyja í brananum.” Edward sneri sér í burtu frá þeim og stóð og starði í átt til borgarinnar. Það var að byrja að dimma og gömlu borgarveggimir vora þegar orðnir rökkvaðir. Loks sneri Edward sér aftur að þeim. Hann var fullkomlega róleg- ur. Á morgun ætla ég að halda fund með borgarbúum í kastalagarð- inum. Með aðstoð nokkurra annarra held ég að ég geti sigrað Giuliano.” „Aðstoð hverra?” spurði Matteo. „Þú getur reiknað með mér, Edward. „Þakka þér fyrir, en það var nú Bemard Gifford, sem ég hafði í huga." Þau grripu andann á lofti, of forviða til að geta einu sinni hlegið. „Hann.” „Já,” svaraði Edward leyndar- dóms'fullur á svip. „Ég er reyndar á leiðinni til hans núna. Farið þið bara upp eftir til markgreifans.” Þegar þau komu upp í kastalann, Framhaldssaga eftir Isobel Lambot 38VIKAN 41.TBL. fór Matteo fyrst einn inn til markgreifans, en eftir fáeinar mínútur sendi hann eftir Reginu. „Komdu herna, bamið mitt. Matteo segir að þið ætlið að giftast.” Hann brosti. „Það gleður mig svo sannarlega. Réttið mér hendumar, bæði tvö.” Þau gerðu eins og hann bað um. Hann tengdi hendur þeirra saman. „Jæja, hér hafið þið blessun gamals manns.” Þessi litla athöfn var trúlofunarsiður fró horfnum tíma. „Ég læt þér í té framfærslulíf- eyri,” hélt markgreifinn áfram. Matteo brást illa við. „Nei. Ég sé sjálfur fyrir konu minni.” Afi hans hló. „Ég er of gamall til að láta segja mér, hvað ég megi gera og hvað ekki. Þú verður að kingja stolti þínu, drengur minn, og hugsa um, hvað er Regínu fyrir bestu. Sem þingmaður hefur þú mikil útgjöld. Ég veit vel, hver aðstaða þín er. Staðreyndin er sú, að það er ekki mikið, sem ég ekki veit um þig bætti hann við til að skipta um umræðuefni. , ,Og það minnir mig ó, að það var eitt atriði í ræðu þinni í síðasta mánuði.....” Furðu lostinn hlýddi Matteo á stjómmálarökfærslur gamla mannsins. Það varð brátt augljóst að markgreifinn hafði fylgst mjög nákvæmlega með ferli sonarsonar sins. Þeir vora i áköfum samræðum, þegar Giuliano gekk inn. Hann horfði reiðiaugum á þau. „Hvað er þessi óskilgetni vesahngur að gera hér?” spurði hann illkvitnislega. Það sló þögn á hópinn. „Ég held, að ég hafi leyfi til að bjóða hverjum, sem ég vil, inn á mitt eigið heimili,” sagði mark- greifinn og rödd hans var isköld. , ,Og ennþá er þetta mitt heimili. Þú verður að bíða þangað til ég er dauður, Giuliano, fyrr geturðu ekki stjómaðþví, hverjir koma hingað.” Hann sneri sér aftur að Matteo. Giuliano stóð grafkyrr, eldrauður af reiði. Regína beið eftir fleiri svívirðingum frá honum, en ekkert gerðist. Þegar hvorki markgreifinn né Matteo skiptu sér neitt frekar af honum, henti hann sér niður í stólinn við hliðina á Regínu. „Hvaða kjaftæði er þetta um borgarfund?” spurði hann. Hún gaut til hans homauga. „Það verður fundur í fyrramálið. meira veit ég ekki,” svaraði hún. og beindi athyglinni aftur að Matteo. En Giuliano gerði sér þetta ekki að góðu. Hann greip þéttingsfast um handlegg hennar. „Vertu ekki með nein undanbrögð.” Hann hvísl- aði þessu að henni, svo hinir heyrðu ekki í honum. „Þú veist meira um þetta.” Regína yppti öxlum. „Þú mátt halda það, sem þú vilt, en viltu gjöra svo vel að sleppa mér.” Hann sleppti henni. „Uss, það gerist ekkert,” sagði hann hæðnis- lega. „Þeir geta ekkert, þessir gömlu skarfar.” „Þá þarft þú engar áhyggjur að hafa.” Þetta æsti Giuliano upp. „Hver segir að ég hafi það?” „Það ættirðu að minnsta kosti að gera. Fólk er orðið hundleitt á þér og klíkunni þinni. Og ég er heldur ekkert hissa.” Hann glotti. „Það þorir enginn að snerta við mér. Þeir geta sagt ýmislegt, en þeir þora ekkert að gera. Ég get haft þetta allt eins og ég vil.” Hann rétti fram höndina og kreppti hnefann. „Með þessu.” Regína horfði forvitnislega á hann. „Hvers vegna viltu hafa allt þetta...vald?” Giuliano starði ögrandi á hana. „Ég á fullan rétt á því. Bráðum ræð égyfir Roccaleone. Gamh maðurinn getur ekki lifað mikið lengur. En hvers konar arfur er það?” „Mjög góður, mundi ég halda.” „Hvað peninga snertir, já. Það er nóg af þeim. Og eignimar era nógar. En hvað annað?” „Titillinn.” „Innantómur. Eða hvaða völd hefur gamli maðurinn?” „Hann er elskaður af öllum og dáður. Það verður þú ekki." „Hvað heldurðu að ég kæri mig um það? Roccaleone er stjómað af borgarstjóranum og borgarstjóm- inni. Smákarlar, opinberir starfs- 41.TBL. VIKAN39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.