Vikan


Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 52

Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 52
Margar ungar ungar stúlkur eyöa öllum sínum aurum í föt. Allir / Óöat i kvöld. undir nafni, úrval gjafa er þar mikið. TiMINN LÍÐUR Já, tíminn líður, og áður en ég veit af, er klukkan orðin þrjú. Mér finnst því tímabært að færa mig niður á Lækjartorg aftur og fylgjast eilítið með mannlífinu. Ekkí eru margir á ferli á þessum tíma. Ég sest nú aftur á bekkinn minn á Lækjartorgi, sé að fólk er að flýta sér, allir að flýta sér mikið, eins og verið sé að stefna að einhverju ákveðnu, sem alls ekki má geymast, hvað þá heldur gleymast, það er líka föstudagur og helgi framundan. Út um dyr Stjórnarráðsins kemur nú sjálfur forsætisráðherra og er líka að flýta sér eins og hinir. Hann er reyndar svo snar í ferðum, að ég næ ekki að smella mynd af honum, enda nóg að gera hjá honum að stjórna heilu landi, sem alltaf er á hvínandi kúpunni, þó það veki nú alltaf furðu mina, miðað við hvernig lífi við almennt lifum. En það er nú bara mitt álit. KEMUR SNJÓR? Lítil telpa um það bil níu ára, gengur fram hjá með skólatösku sína. Hún kveðst vera að fara heim, hún er í skólanum til þrjú og ætlar beint heim að leika við vinkonu sína, en fyrst verður hún víst að læra, því mamma vill það alltaf. Sjálfri finnst henni það alveg óþarfi. En hún ætlar samt að gera eins og mamma segir, því það er víst alltaf best. Telpan kveðst heita Hrönn og hlakka ofsamikið til vetrarins, því þá kemur snjór, kannski mikill snjór, og þá fara hún, mamma, pabbi og systkinin á skíði upp í Bláfjöll, og það er voða gaman. Það er bara svo sjaldan nógu mikill snjór finnst henni. í NÝJUSTU TÍSKU Girnilegar rjómaterturnar í glugga Hressó laða margan mann- inn inn á staðinn, og til að fara ekki sömu leið labba ég af stað í áttina að Austurvelli og sest þar. Þarna eru flestir bekkir setnir, enda veður ágætt. Menn sitja og lesa síðdegisblöðin, rabba saman og virðast hinir rólegustu, ekkert að flýta sér þarna á Austurvelli. Það er samdóma álit flestra þarna, að þeir kvíði ekkert fyrir vetrinum, þetta sé orðinn vani hjá okkur hér sunnanlands, ekkert sumar, eng- inn vetur. Nokkrar ungar stúlkur ganga fram hjá, klæddar sam- kvæmt nýjustu tísku hér heima. Ég spyr þær, hve miklum pening- um þær eyði í fatnað fyrir veturinn. Svarið er misjafnt, sumar láta sér nægja svona tvennar buxur, tvær peysur og svo mussur eða blússur. Aðrar segjast aldrei fylgjast með hve miklu þær eyði í föt, þær kaupi bara það, sem þær langi mest í. Flestar eyða nær öllum sínum peningum í föt. Maður verður að fylgjast með, skilurðu, annars er maður ekki með í hópnum og finnst maður ,,púkó". BORGARSTJÓRINN Þarna hitti ég góðan vin minn, sem er með matarlystina í lagi, hann segist vera að fara á „bæjarins bestu" til að fá sér eina með öllu", býður mér með, sem ég hafna í þetta sinn, og þar er ég heppin, ella hefði ég misst af borgarstjóranum okkar, Birgi ís- leifi Gunnarssyni, sem er á leiðinni yfir Austurvöll og upplagt að nota tækifærið og ná tali af honum, spyrja hann um veturinn og fleira. Ég spyr hann, hvort munur sé á starfi borgarstjóra á vetri og sumri. Kveður hann í grundvallar- atriðum ekki mikinn mun á starfi sínu eftir árstíðum. Þó sé þar nokkur blæmunur á. Fyrrihluta vetrar og jafnvel framyfir áramót fari mikill tími í að vinna að undirbúningi fjárhags- áætlunar fyrir borgarsjóð og fyrirtæki borgarinnar. Sumarið sé hins vegar aðal-framkvæmda- tíminn hjá borginni, og þá fari allmikill tími í ýmis störf, sem lúta að framkvæmdum og svo að hafa gætur á fjármálunum, þegar líður á sumarið og haustið. Á sumrin er öðru leyti kveður borgarstjóri veturinn leggjast vel í sig. Ég þakka honum fyrir samtalið, og hann heldur ferð sinni áfram eftir Austurvelli. STELPUR OG MORGUNFRÚR Nokkrir piltar á óræðum aldri eru að ræða saman um landsins gagn og nauðsynjar, að eigin sögn, reyndar er það nú aðallega um að skreppa í Óðal í kvöld og ná sér í stelpu, eins og þeir orða það. Reynar er einn þeirra þegar búinn að ná í eina, sem hann kann vel við, ágæt stelpa, segir hann, hinir strákarnir segja hann alveg vit- lausan í hana. Ekki er þó að vita, hvort hún kemur í Óðal, maður veit aldrei, hvað þær hugsa.... Að sitja á bekk og horfa á mannlífið í borginni á haustdegi og bíða eftir einhverju, sem maður ekki veit hvað er, sjá lífið fara fram hjá manni fullt af gleði og sorgum, finna að allt, sem maður ætlaði að gera, gerir maður ekki, fram- Gu/lnar morgun- frúrnar á Austur velli. og meira af gestakomum en á veturna, en það fylgir starfi borgarstjóra að taka á móti ýmsum gestum, bæði innlendum og erlendum, sem borgina fvei«v sækía. Þá spyr ég hann, hvernig hann vilji helst verja frístundum sínum. Borgarstjóri svarar, að starf sitt bjóði ekki upp á miklar tómstund- ir, en þegar þær gefist, nýti hann þær til lesturs eða tónlistariðkana, þ.e. bæði til að hlusta á tónlist og svo spili hann reyndar örlítið sjálfur. Á veturna segist hann stunda badminton og reyna að synda eitthvað í hverri viku allt árið um kring. Að lokum spyr ég borgarstjóra, hvernig veturinn leggist í hann. Hann svarar, að fyrir þá, sem stundi stjórnmálastörf, verði þetta vafalaust erfiður vetur. Tvennar kosningar verði að vori og hugur sinn beinist að sjálfsögðu mikið að borgarstjórnarkosningunum, sem verða í maí. Ofaná dagleg embættisstörf muni því bætast ýmis konar pólitísk störf, sem fylgja undirbúningi kosninga. Að kvæmir minna, en hugsar meira, og maður stendur upp, gengur af stað og virðir fyrir sér gullnu morgunfrúrnar á Austurvelli, sem eru að Ijúka tilveru sinni og tilgangi, sem m.a. er að vera okkur mannfólkinu til yndisauka. 52 VIKAN 41. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.