Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 54
Þessar sneiðar eru allar með meiri
lúxusbrag en venja er og hæfa því
heldur við betri tækifæri.
1. MEÐ AVOCADO OG
RÆKJUM:
Hrærið saman ávaxtakjötið úr 1
avocadoperu, 2 msk majones, 2
msk.sýrðan rjóma, salt og pipar.
Blandiðsamanvið200graf rækjum
og 100 gr af sveppum, skorna í
sneiðar. Setjið á 4 brauðsneiðar
og stráið rifnum osti yfir. Bakið í
ofni þar til osturinn hefur fengið á
sig lit.
2. MEÐ EGGI OG SKINKU
Ristið 4 brauðsneiðar og vætið
síðan með 4 msk af hvítvíni. Setjið
1 sneið af skinku á hverja sneið.
Setjið þar á ofan egg, sem hefur
áður verið soðið skurnlaust í
saltvatni. Hyljið með þessari
blöndu: 150 gr rifinn ostur, 1 egg,
2 msk rjómi pipar og múskat.
Bakið, þar til massinn er orðinn
gulbrúnn.
3. MEO LAXI OG SPÍNATI
Fíntsaxið stóran lauk og látið
krauma í smjöri eða smjörlíki.
Setjið 1 pk af frosnu spínati saman
við, salt, pipar og ögn af jafningi
úr rjóma og mjöli. Skiptið þessu
jafnt á 4 ristaðar franskbrauð-
sneiðar og setjið sneiðar af
reyktum laxi eða gravlaxi yfir og
síðan hollenska sósu ofan á. Bakið
í ofni.
4. MEÐ KJÚKLINGI
Takið kjötið af ca. 1/2 — 1
kjúklingi og setjið á 4 smurðar
brauðsneiðar. Setjið hráa eða
soðna eplabita inn á milli og setjið
þykkar ostsneiðar og valhnetu-
kjarna ofan á. Bakið í ofni.
5. MEÐ SPÍNATI OG
SKELFISKI
Hyljið ristaðar og smurðar fransk-
brauðsneiðar með spínati, setjið
rækjur, humar, eða niðursoðinn
krabba ofan á. Hyljið með 100 gr
af majonesi, sem í er blandað 1 dl
af stífþeyttum rjóma, salti, pipar
og estragon. Stráið rifnum osti
yfir og bakið í ofni.
6. MEÐ PYLSU, LAUK OG
RAUÐRÓFUM:
1 smáttskorinn laukur látinn
krauma í smjöri eða smjörlíki, 2
miðdagspylsur marðar. Blandið í
jafnan massa, lauk, pylsu, 1 eggi,1
dl rjóma og 3-4 sneiðum af sýrðri
rauðrófu og e.t.v. dál. rauðrófu-
safa. Setjið á 4-6 smurðar fransk-
brauðsneiðar. Bakið í ofni.
7. MEÐ LIFRARKÆFU OG
SVEPPUM
Skerið rúnnstykki í tvennt og
fjarlægið hluta af innmatnum.
Setjið smjör á. Fyllið með góðri
lifrarkæfu og smjörsteiktum
sveppum. Hyljið síðan með þykkri
hvítri rjómasósu, sem bætt er með
1 eggjarauðu. Bakið í ofni.
8. MEÐ NÝRUM OG SVEPPUM
Ca. 300 gr kálfanýru eru skorin í
sneiðar og brúnað. Kælt. Skerið
síðan smátt og blandið saman við
smjörsteikta sveppi og 2 harðsoð-
in egg. Vætið í með t.d. madeira-
víni (eða sérríi), hrærið 1 eggja-
rauðu saman við, saltið og kryddið
eftir smekk. Setjið á 4 brauðsneið-
ar og bakið í ofni.
9. MEÐ KRABBA Á AMERÍSKA
VÍSU
4 franskbrauðsneiðar smurðar og
tómatsneiðum raðað á. 1 dós af
krabba blönduð með 2 harðsoðn-
umsöxuðum eggjum. Bragðbætið
með saxaðri sýrðri agúrku (og dál.
af vökvanum), salti og pipar.
Setjið á 4 sneiðar. Setjið krabba-
brauðsneiðarnar ofan á tómat-
brauðsneiðarnar. Krabbamassinn
á að vera efstur. Hyljið með
þykkum ostsneiðum og bakið þar
til osturinn er gulbrúnn og brauðið
stökkt.
A/lt brauðið er bakað við 250° í
10-15 mín.
Notið t. d. óðalsost.
FA\JIKAM 41 TRI