Vikan


Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 54

Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 54
Þessar sneiðar eru allar með meiri lúxusbrag en venja er og hæfa því heldur við betri tækifæri. 1. MEÐ AVOCADO OG RÆKJUM: Hrærið saman ávaxtakjötið úr 1 avocadoperu, 2 msk majones, 2 msk.sýrðan rjóma, salt og pipar. Blandiðsamanvið200graf rækjum og 100 gr af sveppum, skorna í sneiðar. Setjið á 4 brauðsneiðar og stráið rifnum osti yfir. Bakið í ofni þar til osturinn hefur fengið á sig lit. 2. MEÐ EGGI OG SKINKU Ristið 4 brauðsneiðar og vætið síðan með 4 msk af hvítvíni. Setjið 1 sneið af skinku á hverja sneið. Setjið þar á ofan egg, sem hefur áður verið soðið skurnlaust í saltvatni. Hyljið með þessari blöndu: 150 gr rifinn ostur, 1 egg, 2 msk rjómi pipar og múskat. Bakið, þar til massinn er orðinn gulbrúnn. 3. MEO LAXI OG SPÍNATI Fíntsaxið stóran lauk og látið krauma í smjöri eða smjörlíki. Setjið 1 pk af frosnu spínati saman við, salt, pipar og ögn af jafningi úr rjóma og mjöli. Skiptið þessu jafnt á 4 ristaðar franskbrauð- sneiðar og setjið sneiðar af reyktum laxi eða gravlaxi yfir og síðan hollenska sósu ofan á. Bakið í ofni. 4. MEÐ KJÚKLINGI Takið kjötið af ca. 1/2 — 1 kjúklingi og setjið á 4 smurðar brauðsneiðar. Setjið hráa eða soðna eplabita inn á milli og setjið þykkar ostsneiðar og valhnetu- kjarna ofan á. Bakið í ofni. 5. MEÐ SPÍNATI OG SKELFISKI Hyljið ristaðar og smurðar fransk- brauðsneiðar með spínati, setjið rækjur, humar, eða niðursoðinn krabba ofan á. Hyljið með 100 gr af majonesi, sem í er blandað 1 dl af stífþeyttum rjóma, salti, pipar og estragon. Stráið rifnum osti yfir og bakið í ofni. 6. MEÐ PYLSU, LAUK OG RAUÐRÓFUM: 1 smáttskorinn laukur látinn krauma í smjöri eða smjörlíki, 2 miðdagspylsur marðar. Blandið í jafnan massa, lauk, pylsu, 1 eggi,1 dl rjóma og 3-4 sneiðum af sýrðri rauðrófu og e.t.v. dál. rauðrófu- safa. Setjið á 4-6 smurðar fransk- brauðsneiðar. Bakið í ofni. 7. MEÐ LIFRARKÆFU OG SVEPPUM Skerið rúnnstykki í tvennt og fjarlægið hluta af innmatnum. Setjið smjör á. Fyllið með góðri lifrarkæfu og smjörsteiktum sveppum. Hyljið síðan með þykkri hvítri rjómasósu, sem bætt er með 1 eggjarauðu. Bakið í ofni. 8. MEÐ NÝRUM OG SVEPPUM Ca. 300 gr kálfanýru eru skorin í sneiðar og brúnað. Kælt. Skerið síðan smátt og blandið saman við smjörsteikta sveppi og 2 harðsoð- in egg. Vætið í með t.d. madeira- víni (eða sérríi), hrærið 1 eggja- rauðu saman við, saltið og kryddið eftir smekk. Setjið á 4 brauðsneið- ar og bakið í ofni. 9. MEÐ KRABBA Á AMERÍSKA VÍSU 4 franskbrauðsneiðar smurðar og tómatsneiðum raðað á. 1 dós af krabba blönduð með 2 harðsoðn- umsöxuðum eggjum. Bragðbætið með saxaðri sýrðri agúrku (og dál. af vökvanum), salti og pipar. Setjið á 4 sneiðar. Setjið krabba- brauðsneiðarnar ofan á tómat- brauðsneiðarnar. Krabbamassinn á að vera efstur. Hyljið með þykkum ostsneiðum og bakið þar til osturinn er gulbrúnn og brauðið stökkt. A/lt brauðið er bakað við 250° í 10-15 mín. Notið t. d. óðalsost. FA\JIKAM 41 TRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.