Vikan


Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 39

Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 39
úr hvaða snigli sem væri. „Hvernig dettur þér annað eins í hug? Þau hafa meira að segja talað um að kaupa fleiri myndir af Tim. Þetta gæti ekki verið fullkomnara. Og ég held, að á meðan þú færð þér síðdegisblund, fari ég í bæinn og kíki í búðirnar.” ,,Þó fyrr hefði verið. Ég vildi óska þess, að ég mætti fara með þér, en læknirinn hefur harðbannað mér að fara út í þetta hráslagalega veður. Og í guðs bænum gerðu eitthvað við hárið á þér, gullið mitt. Það er að verða heldur druslulegt. Ég léti klippa það, ef ég væri þú. Amanda segir þér nafnið á sinni hárgreiðslu- stofu. Þar er einn, sem er hreinn snillingur með skærin." Amanda sagði henni það, en þegar Lucy gekk upp að dyrunum á hárgreiðslustofunni í Mayfair, komst hún að raun um, að hún var orðin svo vön útilegulifnaðarháttum sinum, að hún hrökklaðist til baka undan þungum ilminum, sem lagði út á gangstéttina. Þar að auki, Tim vildi hafa hana með sítt hár. En þá hugsaði hún í örvæntingu: Skiptir það nokkru máli lengur, hvað Tim líkar? Og svarið var, að það varð að skipta máli. Að lokum hafði hún ekki keypt annað en einn jakkakjól úr jersey, einn þykkan mittisjakka og skó, og það varð að duga til að punta upp á hana fyrir hádegisverðinn með Robin næsta sunnudag. Á meðan hún sat i neðanjarðar- lestinni á leiðinni heim, hvörfluðu augu hennar niður á slitna handtöskuna, sem lá á hnjám hennar. Hún hefði þurft að kaupa nýja, en hún gerði það ekki, af því að þessi var sú eina, sem hún vildi eiga. Hún strauk yfir snjáð og hrukkótt leðrið og rifjaði upp, hve hátíðlegur Robin hafði verið á svipinn, þegar hann kom þrammandi með hana í útréttum höndunum að rúmi þeirra á jóladagsmorgun fyrir þremur árum. „Mamma, hún er frá mér, það er alveg satt.” En síðan bætti hann við hreinskilnislega, en þó með trega: „Pabbi hjálpaði mér reyndar pínulítið.” Hann hafði hjálpað honum við að kaupa handa henni leðurhandtösku, þegar hann varð sjálfur að vera heima, af því að einu útiskórnir, sem hann átti, voru í viðgerð. Það var ekki fyrr en að hún sá, að miðajdra kona í næsta sæti var farin að sfcílra á hana, að hún uppgötvaði, að tárin streymdu niður vanga hennar. Á meðan hún hlustaði á góðlátlegt masið í móður sinni og á gamla vini og kunningja, sem ákaft vildu fá að heyra, hvernig henni liði, og spurðu síðan óteljandi spurninga um Tim, uppgötvaði hún, að hún var einungis með hálfan hugann við samræðurnar, sem fóru fram í kringum hana. Hún hlustaði sífellt eftir símhringingu. Tim hafði and- styggð á síma, sagði það valið vopn djöfulsins, ætlað til að hindra hann frá vinnu. En fyrir hana.þó svo að það þýddi, að hann yrði að aka niður ti) þorpskrárinnar eða á pósthúsið, 13. TBL. VIKAN39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.