Vikan


Vikan - 04.05.1978, Page 5

Vikan - 04.05.1978, Page 5
En hér virðist ekkert ríkja nema ólgan og fjörið. Þessi rauði kjóll frá Givenchy virðist beinlínis krefj- ast þess, að dansað sé í honum. Það er eins og kjóll- inn þyrlist umhverfis sýningarstúlkuna, er hún gengur fram á gólfið. Hann er frá Ricci, sem hefur sett stóra rós i hálsmál kjólsins, eins og til að undirstrika kvenlegt form hans. Mikilla breytinga er nú að vænta i tískuheiminum fyrir bæði kynin að sögn helstu tískukónganna. Fötin eiga nú að verða falleg en jafnfram hentug. Klœðnaður fyrir konur á að verða kvenlegri og mjúkar Unur eru í miklu uppáhaldi, og klœðnaiður fyrir karlmenn á umfram allt að verða þœgilegur. Mjög áberandi er, að nú eiga bæði kynin að hafa hatta .... og að nú hafa gallabuxur sungið sitt siðasta sem hversdags- og spariklæðnaður. Þœr eru nú eingöngu leyfilegar við „sportleg ” tækifœri. Bylgjandi, léttur, rómantískur kvenklœðnaður, á nú að koma í staðinn fyrir sport-tískuna, sem hefur verið mjög vinsœl hingað til, og síddin má vera frá hnéskel og niður á miðja kálfa, Og þeim,sem hafa haldið þvi fram, að nú vcéri stutta tískan dauð úr öllum æðum, hefur aldeilis skjátlast,eða því vilja tískukóngar eins og Kasper og Kenzo halda fram. Þeir spá því að mini-pilsin muni koma um 1980, og að þeim muni fylgja allar tegundir afhönskum. Að bæði kynin eigi að klœðast eins, mun nú verða úreltur hugsanagangur, því með hinum mjúka, létta fatnaði fyrir kvenfólk, mun karlmannatískan taka algjörum stakkaskiptum. I stað vinnubuxnanna munu koma jakkaföt, víð og þægileg, og minna þau helst á tiskuna á 3 og 4. áratugnum. Og þar með munu hattar verða óhjá- kvæmilegir.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.