Vikan


Vikan - 04.05.1978, Side 41

Vikan - 04.05.1978, Side 41
eftir einkaviðtali við mig heima hjá mér.” ,,Það er alveg rétt skilið, herra Afflick. Það var i rauninni tvennt, sem við vildum ræða við þig. Við erum nú búin að ljúka öðru erindinu. Hitt er algjört einkamál. Konuna mina langar mikið til að komast í samband við stjúpmóður sína, sem hún hefur ekki séð í mörg ár. Okkur datt í hug, hvort þú gætir kannski hjálpað okkur.” ,,Ja, ef þið segið mér hvað frúin heitir — ég geri ráð fyrir, að ég hafi einhvern tíma þekkt hana?” ,,Þú varst kunnugur henni einu sinni. Hún heitir Helen Halliday, og áður en hún giftist hét hún Helen Kennedy.” Afflick sat alveg grafkyrr. Hann pírði augun og ók sér aftur á bak á stólnum. „Helen Halliday — ég man ekki eftir henni... Helen Kennedy...” ,,Hún bjó áður i Dillmouth,” sagði Gwenda. Fæturnir á stólnum hans skullu i gólfinu. ,,Nú veit ég,” sagði hann. „Auðvitað.” Rauðleitt andlit hans ljómaði af ánægju. „Helen litla Kennedy. Já, ég man eftir henni. En það er langt síðan það var. Það hijóta að vera orðin tuttugu ár.” „Átján.” „Er það virkilega. Tíminn flýgur áfram, eins og sagt er. En ég er hræddur um, að þú verðir fyrir vonbrigðum, frú Reed. Ég hef aldrei séð Helen síðan þetta var. Aldrei einu sinni frétt neitt af henni.” „Ö,” sagði Gwenda. „Það eru mikil vonbrigði. Við vorum að vona að þú gætir hjálapað okkur.” „Hvað er að?” Hann leit á þau til skiptis. „Rifrildi? Farin að heiman? Eitthvað i sambandi við peninga?” „Hún fór í burtu — skyndilega — frá Dillmouth — fyrir átján árum — með einhverjum,” sagði Gwenda. — Ég finn á lyktinni, að það er símaklefi hér í grenndinni! MORÐ ÚR GLEYMSKU GRAFIÐ Jackie Afflick virtist skemmt: „Og þú hélst, að hún hefði kannski farið með mér? Hvers vegna?” Gwenda svarið djarflega: „Vegna þess, að við heyrðum sagt, að þú — og hún — hefðuð einu sinni — verið — ja, hrifin hvort af öðru.” „Ég og Helen? O, það var nú ekkert alvarlegt. Bara daður. Við meintum þetta hvorugt í alvöru.” Hann bætti þurrlega við, ,,enda var síður en svo verið að hvetja okkur til slíks.” „Þér finnst við sennilega hræði- lega ósvífin,” byrjaði Gwenda að segja, en hann greip fram í fyrir henni. „Hverju hef ég að tapa? Ég er ekkert viðkvæmur. Þið viljið finna ákveðna manneskju og þið haldið, að ég geti hjálpað ykkur. Spyrjið þið bara hvers, sem þið viljið, — ég hef ekkert að fela.” Hann leit hugsandi á hana. , ,Svo þú ert dóttir Hallidays?" „Já. Þekktirðu föður minn?” Hann hristi höfuðið. „Ég leit einu sinni við hjá Helen, þegar ég var í viðskiptaerindum i Dillmouth. Ég hafði heyrt, að hún væri gift og byggi þar. Hún var svo sem ósköp almennileg — ” hann hikaði — „en hún bauð mér ekki til kvöldverðar. Nei, ég hitti aldrei föður þinn.” Gwenda velti því fyrir sér, hvort það hefði verið einhver beiskja í rödd hans, þegar hann sagði „hún bauð mér ekki til kvöldverðar?” „Manstu hvort þér fannst hún — hamingjusöm?” Afflick yppti öxlum. „Svo sem nógu hamingjusöm. En það er langt síðan þetta var. En ég hefði munað það, ef mér hefði fundist hún vera óhamingjusöm.” Hann bætti við með að því er virtist fullkomlega eðlilegri forvitni: „Ætlið þið að segja mér, að þið hafið aldrei heyrt neitt frá henni siðan í Dillmouth fyrir átján árum?” „Nei, ekkert.” „Engin — bréf?” „Það komu tvö bréf,” sagði Giles. „En við höfum ástæðu til að ætla, að hún hafi ekki skrifað þau.” „Þið haldið, að hún hafi ekki skrifað þau?” Afflick var greinilega alveg forviða. „Þetta hljómar eins og algjör ráðgáta í minum eyrum.” „Það er nú einmitt það, sem okkur finnst.” „Hvað með bróður hennar, þennan lækni, veit hann ekki, hvar hún er?” „Nei.” , ,Ég skil. Þetta er mjög torskilið, ekki satt? Hvers vegna auglýsið þið ekki?” „Við erum búin að því.” Afflick sagði ósköp blátt áfram: „Það litur helst út fyrir, að hún sé dáin. Það getur verið, að gleymst hafi að láta ykkur vita.” Það fór hrollur um Gwendu. „Er þér kalt, frú Reed?” „Nei. Ég var að hugsa um Helen látna. Ég get helst ekki hugsað til þess, að hún sé dáin.” „Það skil ég vel. Ég get það eiginlega ekki heldur. Hún hafði stórkostlegt útlit.” Gwenda sagði áköf: „Þú þekktir hana. Þú þekktir hana vel. Ég man bara eftir henni sem barn. Hvemig var hún? Hvað fannst fólki um hana? Hvað fannst þér?” Hann virti hana fyrir sér smá stund. „Ég skal vera hreinskilinn við þig, frú Reed. Þú ræður hvort þú trúir því, eða ekki, en ég vorkenndi henni.” „Vorkenndi?” Hún starði skiln- ingssljó á hann. „Já, einmitt. Hún var nýbúin með skólann. Hana dauðlangaði að skemmta sér eins og aðrar stúlkur, en þessi stífi, miðaldra bróðir hennar hafði sínar eigin hugmyndir um, hvað ungar stúlkur mættu gera og hvað ekki. Ég bauð henni stundum út — leyfði henni að kynnast lífinu. Ég var í rauninni ekkert skotinn í henni og hún ekki í mér. Henni fannst bara gaman að taka áhættuna. En auðvitað komst það upp, að við hittumst, og hann batt enda á kynni okkar. Ég álasa honum svo sem ekki. Hún var yfir mig hafin. Við vorum ekki trúlofuð eða neitt slíkt. Ég var ákveðinn í að giftast einhvern tíma, en ekki fyrr en ég væri orðinn talsvert eldri. Og ég var ákveðinn í að finna mér konu, sem gæti hjálpað mér að komast áfram i lífinu. Helen átti enga peninga, og við áttum heldur engan veginn saman. Við vorum bara góðir vinir, auk þess sem við döðruðum svolítið.” „En þú hlýtur að hafa orðið reiður, þegar læknirinn — ” Gwenda þagnaði og Afflick sagði: „Ég var ergilegur, það viðurkenni ég. Það vill enginn láta segja sér, að hann sé ekki nógu góður. En það þýðir heldur ekkert að vera hörunds- sár." „Og svo,” sagði Giles, „misstir þú vinnuna.” Svipurinn á. andliti Afflicks breyttist. „Ég var rekinn. Rekinn frá fyrir- 777fermingargjafa Svissnesk úr öll þekktustu merkin. Gull ogsilfurskartgripir, skartgripaskrín, mansettuhnappar, silfurborðklukkur, bókahnífar og margtfleira. — allt vandaðar vörur. — 18. TBL. VIKAN41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.