Vikan


Vikan - 04.05.1978, Side 44

Vikan - 04.05.1978, Side 44
Draumurinn um „hina einu sönnu ást” verður dagiega fyrir áföllum. Hjónaskilnaðir eru orðnir næsta algengir, og fátt er til ráða. Unga fólkið gengur í hjónaband, og það skortir ekkert á bjartsýni og góðan ásetning. En veruleikinn er svo allt öðru vísi. Eftir Hún er um þrítugt, og býr í fallegri, lítilli íbúð, en á veggj- unum hangir ekki neitt. Og það er svo alltof langt á milli þessara fáu húsgagna, sem hún á. Það er vegna þess, að hún er nýskilin, eftir tíu ára hjónaband. Hún vildi finna sjálfa sig, vera hún sjálf. Það hafði valdið sársauka að taka þessa ákvörðun, en henni tókst það að lokum. Við höfum dæmi um mann á fertugsaldri. Hann er örlítið taugaóstyrkur og segir frá sambýli sínu með X. Hjónaband hans hafði farið út um þúfur, þó hafði ekki verið nein sérstök ástæða fyrir hendi. Það bara gekk ekki, svo að hann fór frá eiginkonunni — og beint til „hinnar.” Hann hafði haldið, að þá yrði allt í lagi, en reyndin varð önnur. Hann sagði von- svikinn: „Ég hefði alveg eins getað verið þar sem ég var, þetta var alveg sama sagan.” SAMAN UM STUNDARSAKIR Við höfum dæmi um aðra konu. Hún hafði verið gift, en skilnaðinn

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.