Vikan


Vikan - 04.05.1978, Side 50

Vikan - 04.05.1978, Side 50
MIKIÐ ÚRVAL Allar nánari upplýsingar: PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, simi 13271 Snjöll inn- rétting á aðeins 24 fermetrum Sumarbústaður þarf ekki að vera uein höll til að þjóna sínum tilgangi. Aðalatriðið er að nýta plássið sem allra best, og hér fyrir ofan er dæmi úr dönsku blaði um ákaflega góða nýtingu á aðeins 24 fermetra plássi. Öll innréttingin er úr endingar- góðum efnum, sem þola vel hnjask — kókosteppi er á gólfi, panill á neðri hluta veggjanna, en fyrir ofan er sumarlegt, frískt veggfóður. Rúm barnanna eru aðskilin frá rúmum foreldranna með bókaskáp, en á daginn eru rúm foreldranna notuð sem sæti. Margir púðar í fjörlegum litum lífga upp á herbergið á daginn. Undir öllum rúmunum eru skúffur, þar sem hægt er að geyma jafnt fatnað sem áhöld. Yfir borðunum eru tveir eins lampar með þrennskonar ljós- styrkleika. því gott er að dempa ljósin, þegar börnin eru farin í rúmið. Það er snjallt hjá arki- tektinum, að hafa rúllugardínu fyrir framan barnarúmin, því draga má hana niður þegar börnin eru sofnuð, og þá truflar ljósið frá eldhúsborðinu þau ekki. 50 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.