Vikan


Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 6

Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 6
**■ HINN FURÐULEGI EDGAR CAYCE í síðasta þætti sagði ég ykkur dálítið frá upphafi Edgars Cayces og hvernig hinir furðulegu lækningahæfileikar hans tóku að koma fram, svo hann hafði engan frið fyrir fólki sem óskaði hjálpar hans. Hann harðneitaði að taka nokkru sinni við eyris- virði fyrir þessa hjálp, þótt hann gæti ekki framfleytt fjölskyldu sinni með sínum litlu launum. Nú skal sagt meira frá honum. Árið 1906 vann Cayce með lækni í Bowling Green, John Blackburn að nafni. Kennari nokkur í verslunarskóla þar í borg hafði áhyggjur af morði, sem framið hafði verið í fæðingarborg hans í Kanada. Hann fór nú fram á aðstoð þeirra. Gæti Cayce fundið hver hefði myrt stúlkuna ungu, sem um var að ræða? Edgar hafði ekki hugmynd um, hvort hann gæti nokkuð átt við þess konar mál, því slíkt hafði hann vissulega aldrei reynt áður. Hann féllst samt á að gera tilraun. í viðurvist föður síns, Blackburns læknis og kennarans féll hann í leiðsludá. Þeir lásu honum nafn og heimilisfang fórnar- lambsins og báðu hann nú að nefna morðingjann. Eftir drjúga þögn sagði Edgar, að morðinginn væri systir hinnar myrtu stúlku. Jafnframt sagði hann frá gerð, hlaupvídd og framleiðslunúmeri byssunnar og enn fremur að morðvopninu hefði verið troðið í vatnsrennu í kjallaranum. Voru þessar upplýsingar nú réttar eða rangar? Til þess að ganga úr skugga um það, sendi kennarinn réttum yfirvöldum í Kanada skeyti með upplýsingunum og beið síðan þess að svarað yrði. Það stóð ekki á því. Það kom sem sagt til þeirra í mynd lögreglustjórans, sem í hlut átti, og hafði hann meðferðis handtökuskipun á hendur Edgar Cayce og kennaranum vegna gruns um morð! Þegar hinum ringlaða lögreglustjóra var tjáð, að upplýsingarnar sem ákæra hans byggðist á væru fengnar í dásvefni, varð hann öskureiður. En þegar hægt var að sefa hann og Edgar féll í viðurvist hans í dá aftur og lýsti í einstökum atriðum morð- staðnum og stúlkunni, sem átti að hafa framið glæpinn, þá runnu tvær grímur á lögreglustjórann og skundaði hann aftur heim til Kanada. Hann leiddi stúlkuna þegar í kjallarann þar sem þyssan fannst. Þegar hann ákærði stúlkuna og skýrði henni frá því hvernig hann vissi hvað hafði gerst, varð hún dauðskelkuð, stamaði út úr sér fullri játningu og fangelsið blasti við henni. En Cayce fékk nóg af þessari reynslu af morðmáli.Hann hét því að blanda sér aldrei framar í slik mál og það efndi hann. Iðulega lenti Cayce í andstöðu við lækna, vegna þess að þeir gátu ekki fallist á UNDARLEG ATVIK VII ÆVAR R. KVARAN fyrirmæli hans. Tók hann þetta oft mjög nærri sér. Eftirfarandi tilfelli er gott dæmi þess: Hér átti í hlut náinn persónulegur vinur, kona Thomasar House læknis í Hopkins- ville. Hún var veik og var eiginmanni hennar ómögulegt að gera sér grein fyrir því, hvað að henni væri. Til þess að leysa þetta vandamál hafði læknirinn kallað til W. H. Haggard, kunnan sérfræðing frá Nashville. Sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu, að frú House þjáðist af maga- bólgu og þyrfti að skera hana upp þegar i stað. En nú krafðist frú House þess, að vinur hennar Edgar Cayce yrði einnig hafður með í ráðum. Reyndist þá sjúkdóms- greiningin sem Cayce gaf algjörlega and- stæð skoðunum Haggards læknis og annarra lækna þar á staðnum, sem leitað hafði verið til. Greining Cayces var sú, að frúin væri barnshafandi og þjáðist jafn- framt af stíflu í þarmi. Uppskurður væri því með öllu ónauðsynlegur. Frú House var ekki í neinum vafa um það, hverjum hún ætti að trúa. Hún krafðist þess að sæta þeirri meðferð sem Cayce hefði lagt til og maður hennar féllst að lokum á það, en þó tregur mjög. Hvað þarminn snerti, þá reyndist greining Cayces vera rétt og lagaðist það þegar venjulegri læknismeðferð gegn slíku var beitt. En hvað „bólgunni” viðkom, þá kom hún fram á tilsettum tíma og var skírð Thomas B. House, yngri. Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti á hinum ótrúlega ferli Edgars Cayces, sem hann komst í beina andstöðu við starfandi lækna og sannaði að þeir hefðu rangt fyrir sér. En það var ekki það siðasta, því fór fjarri. Svipað tilfelli beið hans nú einmitt á næstu grösum, ef svo má að orði komast. Þegar barn þeirra House-hjónanna var fjögurra mánaða gamalt sendi frúin aftur eftir Edgari. Barnið var með krampaköst sem endurtóku sig á tuttugu mínútna fresti. Þegar Edgar kom var faðirinn, House læknir, viðstaddur og hjá honum tveir aðrir læknar. Þeim hafði komið saman um að barnið gæti í lengsta lagi lifað í nokkrar klukkustundir. Edgar kom sér þegar fyrir í svefnherbergi þar í húsinu og féll í leiðslu að vanda. House læknir lýsti sjúkdómnum fyrir honum og skrifaði hjá sér það sem Edgar sagði í dáinu. Cayce fyrirskipaði að nota belladonna — sem er eitur. Þetta hneykslaði House lækni og vakti reiði hinna læknanna. Annar þeirra rauk út í fússi. Hinn mótmælti þessu við frú House. Þegar hann hafði lokið máli sínu, sneri hún sér að manni sínum og sagði: „Þetta er „bólgan” sem þessir sömu menn þóttustfinna. Samkvæmt fullyrðing- um þeirra deyr barnið innan nokkurra klukkustunda. Edgar Cayce sagði okkur sannleikann i fyrra tilfellinu. Ég treysti honum engu síður núna. Komið þið með lyfið sem hann fyrirskipar.” Og belladonna var notað. Eftir nokkrar mínútur dró úr allri vöðvaspennu barnsins og það féll í væran svefn. Og satt að segja þá lifði þessi sveinn lengur en Edgar Cayce sjálfur. Eðlilega var mikið ritað og rætt um þennan einkennilega mann, Edgar Cayce og leiðslulækningar hans, en ennþá hafði hann þó ekki hitt manninn, sem átti eftir að vekja athygli allrar þjóðarinnar á honum. Edgar og kona hans áttu um þessar mundir heima í Gadsden í Alabama og höfðu komið í heimsókn til þess að eyða jólunum 1909 hjá foreldrum hans i Hopkinsville. Gamli óðalsbóndinn var nú orðinn hæglátari í fasi en fyrr meir, en óspar var hann þó á lofið um hinn einkennilega son sinn. 6 Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.