Vikan


Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 41

Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 41
Hvern einasta morgun tók það Sam nokkra stund að muna hvar hann var. örfáar sekúndur alsælu á hverjum morgni áður en niðurdrepandi vanlíðanin hitti hann eins og hnefa- högg i brjóstið. Þegar hann opnaði augun myndi hann fyrst koma auga á hvitmálað loftið, sem gat alveg verið loftið i herberginu, sem hann svaf í heima, nema þarna var það greinilega talsvert hreinna, og þarna vantaði líka sprunguna í hominu, sem myndaði mannsandlit. En mjög fljótlega hvolfdust yfir hann ókunnug hljóð, og ef hann hreyfði höfuðið á koddanum gat hann séð þétta röð járnrúmanna, gljáborinn gólfdúkinn og blá- og hvítköflótt gluggatjöldin blakta við hálfopinn gluggann. Og þá myndi allt verða raunverulegt og skammvinnt andartak lífsflóttans liðið. Stundum hringaði hann sig saman og dró ábreiðuna yfir höfuðið, kreisti aug- un þétt aftur. En það var ekki til neins. Hann gerði sér fulla grein fyrir hvar hann var. Hann heyrði hina fara á fætur. Bráðum myndi frökenin koma meö hláturinn sinn og í hvita búningnum. Stundum, þegar hún var að hjálpa honum með fötin hans og smellurnar á skónum, tók hún hann í fangið og hann fann arma hennar umlykja sig og ein- hvern veginn var það þá ennþá verra. eftir Diönu Dettwiler „Mig langar í jólalag. ” Þetta hjálpaði frökenin honum að skrifa. En Sammy hafði aldrei heyrt um jólasveininn og jólin. Hann vissi bara að fullorðnir gáju loforð og gleymdu þeim svo. FöT móður hans voru aldrei hvít og strokin og oft lyktaði hún einkennilega. Ólíkt frökeninni varð hún önug, ef hann fór öfugt I peysuna, eða það vantaði annan sokkinn. Þá fann hann til, þegar hún sneri handlegg hans óþolinmóð íl rétta ermi, eða dró hrjúfan sokkinn yfirl viðkvæmar, krepptar tærnar. En stundum, einkum er pabbi hans hafði verið reiður nóttina áður, öskrað og hent öllu lauslegu I kringum sig og barið þau, þá var móðir hans vön að þrýsta honum að sér, rugga fram og aftur og syngja fyrir hann með sinni sérkennilegu titrandi röddu. Og á öllu sínu stutta æviskeiði hafði Sam aldrei kynnst annarri eins hamingju. Frökenin var góð, og hún kallaði hann Sammy og ýfði liðað dökkt hár hans. En hún hafði engan tíma til að rugga og syngja, og einhvern veginn fannst Sam, að henni myndi ekki takast það mjög vel. 1 dag, eins og undanfarna tuttugu og þrjá morgna, sagði Sam með vondaufri röddu: „Fer ég heim til mömmu núna?” Frökenin hneppti skyrtunni hans og sagði fjörlega: „Nei, Sammy, ekki í dag. En þú getur farið út á leikvöll á eftir og það er beikon og ristað brauð í morgun- mat. Er það ekki uppáhaldsmaturinn þinn?” Þegar hann var klæddur lét hún hann setjast á rúmið og fór að hjálpa Vernon, sem gat ekki heldur farið sjálfur i skóna sina. Sam sat á rúminu og saug þumal- fingurinn sér til hugarhægðar, kringlótt svört augu hans fylgdu hreyfingum hinna drengjanna i svefnskálanum. Hann tók aldrei þátt í áflogum þeirra og hestaleikjum. Hann talaði ekki heldur við þá, og þegar þeir höföu svalað andartaks forvitni sinni, leiddu þeir hann hjá sér. Sem nýliði var hann á allan máta yngri og smærri en hinir. Hann féll ekki inn I myndina, og dökk angistarfull augu hans fylltu þá vanlíðan. „Komdu, Sammy!" Hinir drengirnir höfðu þust úr herberginu og frökenin rétti honum höndina. Hann renndi sér niður úr rúminu með tregðu, smeygði hönd sinni í hennar og brokkaði hlýöinn við hlið hennar til matsalarins. í matsalnum voru löng borð, sem hann rétt náði að sjá yfir á hinn endann á. Þar var mjög hávaðasamt, ryskingar, glamur i matarílátum, hróp og hlátrar. Sam varð að muna vel hvar hans staöur var; ef einhver fór á rangt borð hrintu honum allir og þegar hann að lokum fann sinn ákveðna stað var ekkert brauð og smjör eftir — allt hafði verið tekið frá honum. Síðar um morgunin klæddu þeir sig I úlpurnar og vaðstígvélin og fóru út að leika í garðinum. Það er að segja, hinir léku sér, slógust og hlupu um. Sam stóð bara og beið þolinmóður við dyrnar eftir því að sá timi rynni upp að þeir færu inn á ný. 1 dag var nístandi kuldi. Það voru örsmá snjókorn I frostloftinu. Sam hafði aldrei áður séð snjó og reyndi varfærnislega að forðast snjókornin. Hann var vaxinn upp úr úlpunni sinni og þvi blés iskaldur vindurinn með bilinu milli ermanna og vettlinganna og á þeim stöðum, sem hnappana vantaði. „Guð minn, við verðum að fá nýja úlpu handa þér,” hafði frökenin sagt. En ekkert hafði gerst, og Sam átti ekki von á þvi að svo yrði. Hann hafði oft heyrt mömmu sína segja við pabba hans: „Barnið verður að fá nýja skó, sjáöu hvað þessir kremja litlu tærnar hans!" Pabbi hans hafði svarað: „Peningar, peningar” eða: „Bannsettur krakkinn” ogþað varallt ogsumt. Þegar þeir komu aftur inn fengu þeir kakó og bollu. Sam hlakkaði til þess þegar rjúkandi kannan yrði látin I hendur hans og hlakkaði til tilfinningar- innar þegar heitur drykkurinn með mjólkinni hefti kuldaskjálftann. Honum tókst næstum aldrei að borða bolluna sína, því einn af stærri strákunum rændi henni frá honum, þegar frökenin sá ekki til. Þegar allir voru búnir að drekka kakóið sitt þann dag klappaði frökenin saman lófunum og hrópaði: „Jæja krakkar, ég hef gleðifréttir að segja ykkur! Þiö eigið öll að hjálpa mér að festa upp pappirsræmur og skreyta jólatréð!” Sam sá að það var stór kassi á gólfinu við fætur hennar, fullur af skínandi litfögrum hlutum, og I horninu stóð hávaxið, grænt tré. Tré inni i húsi virtist furðuleg hugmynd, en allir virtust mjög ánægðir og spenntir, allir töluöu I einu og reyndu að grafa hluti upp úr kassanum. „Sam, komdu og hjálpaðu mér!” kallaði frökenin og veifaði löngum strimli úr lituðum pappír til hans. Þegar Sam hreyfði sig ekki kom hún og kraup fyrir framan hann svo augu þeirra mættust. Frökenin var með ljósblá augu 50. tbl. Vlkan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.