Vikan


Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 10

Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 10
staup fyrir, 1 staup eftir og 1 staup í miðri máltíð. Þetta kalla þeir að sótthreinsa innyflin, enda veitir víst ekki af. Þarna var ákaflega erfitt með geymslu á matvælum, þau skemmdust fljótt i hitanum, þar sem lítið var um kæligeymslur. En drukkinn Tyrkja hef ég aldrei séð á almannafæri. Grikkjum og Tyrkjum kemur illa saman Við reyndum að ferðast eins mikið um og við gátum til að kynnast landi og þjóð sem best. Af sögufrægum stöðum er mér t.d. minnistæðust kirkja ein, sem byggð er inn i klettavegg í Iskenderun, en það er hafnarborg skammt frá landamærum Sýrlands. Þetta er talin vera fyrsta Kristskirkja í heimi og sagt að Jóhannes skírari hafi predikað þar. Ekki er Efesus síður áhrifamikil, en sú borg sökk í sæ, sennilega í Nóaflóðinu. Það sem gerir þá sögn líklega er að fjallið Ararat er einmitt í Tyrklandi. Hún reis síðan aftur úr hafi, og sum húsin voru það heilleg, að mér fannst þau bara bíða eftir þvi að fólk flytti í þau aftur. Samkomulagið milli fólks af tyrkneskum og grískum uppruna hefur alltaf verið ákaflega slæmt i Tyrklandi. Skipakóngur- inn Onassis var frá Ismir, en á þeim tima sem hann flúði til Argentínu ríkti þar borgarastyrjöld. Miklum hluta Grikkja var þá útrýmt með því að reka þá í sjóinn. Sagt er að Onassis hafi haft ofan af fyrir sér í Argentínu með því að selja tyrkneska vindlinga. Það er ekki erfitt að ímynda sér hvers konar vindlingar það hafa verið. Við urðum líka vitni að blóðugum bardögum milli Grikkja og Tyrkja eftir að við komum. Refsiaðgerðir eru mjög harðar í Tyrklandi, líkamshlutar skornir af fólki í samræmi við glæp þess, og margir bera þess menjar. Ég sá einu sinni neflausa konu, það var svo ógeðsleg sjón, að ég hélt það mundi líða yfir mig. En þetta ber vissulega árangur, þjófnaðir og aðrir glæpir eru því nær óþekkt fyrirbæri í Tyrklandi. Þjónn á hverjum fingri Við héldum okkar fyrstu jól í Istanbul á hótelinu. Við snæddum í veitingasalnum, og ósköp voru þeir jólaréttir okkur framandi. Þjónusta var þarna með fádæmum, einn þjónn fyrir aftan hvern stól. Hann fylgdist með hverri hreyfingu gests síns, tilbúinn með fatið. Síðan fórum við upp á herbergið okkar, opnuðum jólapakka og sungum Heims um ból. Við höfðum ekkert jólatré, en útsýnið bætti það upp. Sjálft Bosporussundið var uppljómað eins og skrautlegasta jólatré, en þar liggja allir fiskibátarnir með logandi luktir á nóttunni. Á jóladag fórum við svo til messu í grísk- kaþólskri kirkju. Þar var mikið um dýrðir, þetta liktist helst vel æfðri leiksýningu, og prestarnir voru stöðugt að skipta um búninga. Með vettlinga í rúmið Við byrjuðum fljótt að leita okkur að íbúð, en það gekk ekki vel. í Istanbul var lítið um nýbyggingar, og það húsnæði sem í boði var, með afbrigðum frumstætt. Húsgögnin í þessum íbúðum voru gljáandi af elli og sliti og svo full af veggjalús, að mér fannst eins og þau mundu skríða sjálf af stað þá og þegar. Loks fengum við nýja íbúð, svo glænýja, að hún var ekki einu sinni tilbúin. Við höfðum ætlað okkur að búa á hótelinu þar til allt væri komið í lag, en svo gerðist það að launin hans Hermanns týndust einhvers staðar í kerfiny, og við sáum fram á að verða uppiskroppa með peninga. Við ákváðum þvi að flytja í íbúðina daginn fyrir gamlársdag. Hún var hálf eyðileg, því dótið okkar hafði hafnað í Ankara, og var enn ekki komið. Verst var að það var hvorki búið að opna fyrir gas né vatn. Þarna er almenn þjónusta með afbrigðum sein og háð heljarmikilli skriffinnsku, svo það voru litlar líkur á þvi, að við fengjum slíkar nauðsynjar i fljótheitum. Um kvöldið varð kuldinn þvi alveg óþolandi, og við fórum dúðuð í rúmið, meira að segja með vettlinga á höndunum! Kuldinn ágerðist svo um nóttina, að við urðum að fara á fætur og ganga um gólf og berja okkur að gömlum, íslenskum smalasið. Um morguninn ákvað Hermann að við skyldum drífa okkur til Ankara og huga að okkar málum. Þannig vildi það til, að við héldum upp á gamlárskvöld i járn- brautarlest á milli Istanbul og Ankara. í Ankara tók fulltrúi frá FAO á móti okkur. Hann útvegaði okkur bæði hótel og Fiskibátar á Bosporus, i baksýn gnæfir höll siðasta soldánsins i Tyrklandi. Farartæki tveggja tima i Tyrklandi. peninga, enda kom svo i ljós að launin hans Hermanns höfðu einnig hafnað í banka í Ankara. Við dvöldum þarna nokkra daga í góðu yfirlæti, en gættum þess vel að sjá til þess að dótið okkar væri lagt af stað til Istanbul áður en við snérum aftur. Jafnréttið ekki í hávegum haft Hagur kvenna var þarna afar ólíkur því, sem ég átti að venjast. Ég vingaðist við unga stúlku, sem var fiskifræðingur, og las með henni ensku, af því hún ætlaði sér í framhaldsnám í Skotlandi. Annars var mjög óvenjulegt að konur fengju svo góða menntun, enda var stúlka þessi af góðum ættum. Henni var líka leyft að starfa samkvæmt sinni menntun, en með því skilyrði að hún færi aldrei um borð í lOVikan SO. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.