Vikan


Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 9

Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 9
R IMAR því okkur hafði verið sagt að veturnir væru engu siður kaldir þar en hér heima. Ég notaði líka tímann til að lesa mér til um Tyrkland, og mér virtist landið mikill ævintýraheimur. Við lögðum svo af stað til Tyrklands í desemberbyrjun, en komum við í aðalstöðvum FAO í Róm, þar sem Hermann var settur inn í nýja starfið. Það var fólgið í að byggja upp hafrannsóknarstöðvar og kenna innfæddum nauðsynleg vinnubrögð í því sambandi. Myndir úr Þúsund og einni nótt Og Tyrkland brást svo sannarlega ekki vonum okkar. Við bjuggum í Istanbul, sem hafði haldið uppruna sínum og lítið breyst gegnum árin. Gömlu byggingarnar og soldánshallirnar voru i raun og veru eins og myndir úr Þúsund og einni nótt. Við bjuggum fyrst á hóteli, en þar fengum við stórt og fallegt herbergi. Mér eru dyrnar sérlega minnisstæðar, hurðin var svo þykk, að hún hlýtur að hafa verið skotheld! Það var hreinasta ævintýri að sitja við gluggann og horfa yfir borgina þar sem bæna- hússtumana bar við himin. Þeir em jafn- margvislegir og bænahúsin sjálf, sumir frábærlega skrauílegir, aðrir íburðarminni og fátæklegri. Almenningur er afar fátækur, en þó að stéttaskipting sé mikil er þeim ekki meinaður aðgangur að hinum skrautlegu bænahúsum, heldur er þar hverfaskipting sem ræður. Múhameðstrúarmenn hlýða Kór- aninum út í ystu æsar og biðjast fyrir fimm sinnum á dag á tímabilinu frá sólar- upprás til sólarlags. Bænahald þetta fer fram á vissum tímum, hvar sem fólkið er • statt. Allir kasta sér á hnén, leggja hendur á jörðu, ennið á handarbökin og tilbiðja Allah. Þetta er hin ágætasta líkamsæfing, enda var Múhameð ákaflega heilsu- samlegur spámaður. Samkvæmt Kóraninum mega þeir ekki drekka vín. Hins vegar stendur þar ekkert um sterka drykki. Þeir drekka því anís- brennivín, sem þeir nefna Rakí með mat, 1 Sprittpottar fró Tyrkiandi. í þeim mó halda mat heitum fyrir 30 manns. Akta á hatenHI shtu. A vaggnum fyrir ofan hangir nýjasta mynd hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.