Vikan


Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 4

Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 4
íslensku ferðafólki í París vísað til veitingahúsavegar Á framhlið matseðilsins er teikning af Fom-Grikkjanum Arkistratusi, fyrsta mataréstarmanni heimsins, og er teikningin grœnmetisleg I hsesta méta. Níu rétta dúfnaveisla hjá besta kokki Parísar í dag: VArcheStrate í nœstu Viku: Kaffihúsin „Ég ætlaðist ekki til, að þú byðir okkur á 1’ArcheStrate. Það kostar þig 50.000 krónur fyrir okkur þrjú,” sagði ég við kunningja okkar í Paris, sem hafði lofað að gera dvölina í borginni okkur ógleymanlega. „Það er dýrt að þekkja sérvitringa,” sagði hann og hló. „Úr þvi að þú ert á annað borð hingað kominn að skrifa um veitingahús, aetla ég að sjá um, að þú farir ekki héðan án þess að hafa tekið lífinu með ró á besta matsölustað Parisar.” Mótmæli stoðuðu ekki. „Ég pantaði borð fyrir tveimur vikum og fékk samt varla,” sagði hann. „Þú ferð varla að gera mig ómerkilegan með þvi að láta pöntunina bregðast.” Fremst meðal þriggja jafningja Allir viðurkenndir sérfræðingar eru sammála um 1’ArcheStrate. í árbók Michelin er það eitt af sex þriggja stjörnu veitingahúsum Parísar. 1 árbók Kléber er 1’ArcheStrate talið í hópi sjö bestu veitingahúsa borgarinnar. Gault- Millau árbókin gengur skrefi lengra og segir matstofuna eina af þremur bestu i borginni, með 18 stig af 20 mögulegum. Gault-Millau segir raunar, að 1’ArcheStrate sé fremst meðal þriggja jafningja, mitt á milli einkunnarinnar 18 og 19/20. Hin tvö eru La Tour d’Argent og Le Grand Véfour, bæði með 18 stig. Hin þrjú, sem eru í þriggja stjörnu flokki hjá Michelin og með 17 stig í Gault-Millau, eru Lasserre, Taillevent og Vivarois. Sjöunda matstofan, sem er i fremsta flokki í Kléber, en ekki í Michelin, er Lucas-Carton. Mat þessara þriggja árbóka er svo strangt, að hið sögufræga Maxim's er dottið út úr Michelin og niður i fimmta flokkhjáKléber. Einn af sex bestu kokkum heims Hingað til hafa bestu veitingahús Parísar ekki verið talin i hópi bestu veitingahúsa Frakklands og þar með heimsins. Sérfræðingarnir telja matinn oftar betri úti á landsbyggðinni en í sjálfri höfuðborg menningarinnar. En nú hefur 1’ArcheStrate rofið þennan múr. Eigandinn og kokkurinn er að mati Gault-Millau kominn í hóp sex fremstu matsveina heimsins. Hinir fimm eru Paul Bocuse, sem rekur veitingahúsið Paul Bocuse i einu úthverfa Lyon-borgar, Alain Chapel, sem rekur veitingahúsið Chez la Mere Charles í Mionnay, 15 kílómetrum norðan við Lyon; Michel Guérard, sem rekur veitingahúsið Michel Guérard i Eugénie-les-Bains. um 80 kílómetrum austur af Biarritz við landamæri Spánar; Paul Haeberlin, sem rekur með bróður slnum matstofuna Auberge de l’Ill í 4 Vlkan SO.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.