Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 7
Það hefur því vist ekki komið Edgari sér-
lega á óvart, þegar hann kom heim og
komst að raun um það, að faðir hans hafði
séð svo um að hann myndi hitta nýja
lækninn í bænum, Wesley Ketchum að
nafni. Hann var lyflæknir og mjög
vantrúaðar á allt það sem sagt var um
lækningar Edgars Cayces.
Að örfáum mönnum undanteknum
hafði Edgar ekki góða reynslu af
viðskiptum við lækna. Það kom honum því
ekki heldur á óvart þegar þeir heilsuðust,
að það lék háðsbros um varir læknisins,
sem áreiðanlega hafði fullan hug á því að
gera hann að gjaiti.
Hann gekk hreint að verki. Hann sagðist
sjálfur persónulega þurfa að fá fund hjá
honum til þess að fá upplýsingar um það,
hvort sjúkdómsgreining Edgars Cayces
gæti útskýrt krankleika, sem hann sjálfur
sagðist hafa gengið úr skugga um.
Kom nú fram eins og oftar, að Edgar
varð ekki sammála lækninum. Hann sagði i
leiðslunni, að læknirinn væri ekki með
botnlangabólgu eins og hann hélt fram,
heldur þjáði hann aðþrengd taug neðarlega
í mænunni, sem beinalæknir gæti læknað
með aðgerð.
Læknirinn rak upp skellihlátur. Hann
kvaðst vita að hann væri með botnlanga-
bólgu og til þess að sanna að Edgar væri
svikari, þá skyldi hann láta annan lækni
ganga úr skugga um þetta. Hann hélt svo
sigrihrósandi yfir götuna til læknisins sem
rannsakaði hann. Hann varð því heldur en
ekki kyndugur á svipinn þegar það kom í
ljós, að botnlangabólgan reyndist horfin.
Læknir þessi var heiðarlegur og góður
maður og alltof greindur.til þess að halda
áfram að lemja höfðinu við steininn.
Hann tók þegar að rannsaka skýrslur,
sem Blackburn læknir og aðrir höfðu
safnað eftir fundi hjá Cayce, og rannsakaði
persónulega marga þeirra sjúklinga sem þar
voru nefndir og hægt var að ná til í
nágrenninu. Hann safnaði að sér feikna-
miklum sönnunargögnum um lækningarn-
ar með þessum hætti, og á því byggði
hann svo skýrslu, sem hann sendi
Amerísku klinikrannsóknastofunni síðla
sumars árið 1910. Það leiddi aftur til
greinar þeirrar i New York Times, sem
minnst var á i upphafi fyrra þáttar míns^
Fréttamenn frá fjölda borga víðs vegai
um Bandaríkin tóku nú að streyma til
Edgars og nauðuðu í honum að segja sögur
frá þessum frægu lækningum. Jafnframt
komu stundum vísindamenn, eins og dr.
Hugo Munsterberg frá Harvardháskóla, til
þess að hæðast að skopast að þessu öllu
saman. En það reyndust jafnan hógværari
menn sem héldu aftur heim, fullir
undrunar.
Um tíma vann Edgar nú með nokkra
vini sína í Hopkinsville að samstarfs-
mönnum og hélt fundi tvisvar á dag fyrir
þau hundruð manna, sem leituðu hjálpar.
Hann neyddist nú til þess að taka nokkra
greiðslu fyrir hjálp sína, því honum var
ekki lengur unnt að vinna fyrir sér með
öðrum störfum, sökum anna við þetta. En
ekki hafa það verið nein ósköp, því hann
gat rétt lifað af því sómasamlegu lifi. Því
næst var honum boðið til Chicago á vegum
Hearst-blaðahringsins, en það hafði ekki
annað í för með sér en nýtt umtal um
hæfileika hans.
Cayce fór nú að verða ljóst, að ef hann
ætti að geta komið þeim sem til hans
leituðu að fullu gagni, þyrfti að koma upp
varanlegri lækningamiðstöð og safni fyrir
skýrslurnar um starf hans. Eða með öðrum
orðum: hann þurfti sjúkrahús.
Meðal þeirra þúsunda sem náðu heilsu
fyrir hjálp Cayces var maður að nafni
Madison B. Wyrick, sem var forstjóri fyrir
verksmiðju. Hann hafði þjáðst af sykur-
sýki. Annar maður sem lækningu hlaut hjá
Edgari var Morton Blumental,
kaupsýslumaður í New York. Hann hafði
verið með króniska igerð í eyranu, en hlotið
fullan bata.
Þessir menn og ýmsir aðrir, sem leitað
höfðu til Cayces og fengið hjálp, hvöttu
hann mjög eindregið til þess að koma upp
sjúkrahúsi. Að lokum rættist þetta og varð
nokkuð afskekktur staður, Virginia Beach,
fyrir valinu sem aðsetur sjúkrahússins.
Félagsskapur var stofnaður um þetta fyrir-
tækiþannö. maí 1927.
Nú var Edgar Cayce loksins búinn að fá
samastað fyrir starf sitt, eftir að hafa
hrakist árum saman frá einum stað til
annars.
í nokkur ár gekk allt vel. Sjúkrahús var
byggt og læknar ráðnir. Einkaritarar gerðu
skýrslur yfir þær þúsundir funda sem
Cayce hélt og siðan var fylgst vel með
sjúklingunum og árangur lækninganna
færður á skýrslurnar.
Aðalstefnan i lækningum þeim sem
fyrirskipaðar voru gegnum Cayce, var
ævinlega sú sama: Að lækna orsökina en
ekki afleiðinguna; að stuðla að heilbrigði
alls líkamans, svo hann gæti sjálfur sigrast
á sjúkdómnum.
Kom þetta til dæmis vel í ljós í sambandi
við tilfelli þar sem ung stúlka átti í hlut.
Hún var að þvi komin að leggjast í rúmið
vegna gigtar. Læknarnir höfðu gefið henni
hin venjulegu sársaukasefandi lyf, en henni
fór hríðversnandi. En þegar hún fór að
þeim fyrirmælum sem Cayce hafði gefið
henni, sem fólust í sérstöku mataræði,
nuddi og æfingum, tók henni að batna og
náði skjótt fullum bata.
Kreppan mikla 1929 lamaði fjárhagslega
ýmsa helstu styrktarmenn sjúkrastofnunar
Cayces á Virginia Beach. Sjúkrahúsið
hélt þó velli meðan stætt var, en varð að
síðustu að loka, þegar allt fé var þrotið.
Sjúklingarnir voru sendir heim.
50. tbl. Vikan 7