Vikan


Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 26

Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 26
Þá sáu þau það sem þau höfðu mest óttast að sjá. X. kafli. Þau sátu í hnipri hvort upp að öðru mínútum saman — klukkustundum? — önduðu sem ein manneskja meðan augu þeirra hvörfluðu ekki frá gluggatjöldun- um. Með hverri mínútunni sem leið, meðan hjörtu þeirra hægðu trumbuslátt- inn í hálsum þeirra, freistuðust þau meira og meira til að halda að þau hefðu aðeins ímyndað sér skuggann. Rynn varð fyrst til að standa á fætur. Mario ýtti sér upp og eina hljóðið sem heyrðist þegar þau læddust að glugganum voru smellirnir i stafnum hans. Drengurinn rétti út höndina og rifaði gluggatjöldin. „Varlega.” Rödd Rynn var lágróma. Bæði andlitin þrýstust að glerinu. „Getur þú séð nokkuð?” spurði hann. Andardráttur Marios setti móðu- blett á rúðuna sem hann þurrkaði burt meðslánni sinni. „Þarna úti — í trjágöngunum.” „Hvað?” Hún rýndi og reyndi að sjá gegnum huluna sem naktar greinar trjánna mynduðu. Drengurinn dró Rynn burt úr glugga- tjöldunum sem féllu aftur í fyrra far. Þegar hann talaði var hann hættur að hvísla. „Lögreglubill.” Rynn hneig upp að honum og stundi af létti. En nærri strax, eins og hún þyrði ekki að trúa orðum hans, sneri hún sér aftur við til að gægjast út. Mario haltraði fram í holið og kveikti ljósið. Rynn hljóp til hans. Við útidyrnar hljóðaði hún næstum og hörfaði að honum, því í þann mund sem hún lagði höndina á lásinn var barið á hurðina. „Vilt þú opna eða á ég?” spurði hann. „Opna þú.” „Það lítur betur út ef þú gerir það. Ég meina, þetta er þitt hús.” „Ertu viss um að þetta sé lögreglan?” Mario kinkaði kolli. Rynn bjóst við að sjá mann í einkennisbúningi. Þegar hún sá hávaxinn mann í svart- og hvítköflótt- um jakka og gráum buxum standa fyrir framan sig, þekkti hún hann ekki aftur. „Hei!” hrópaði Mario fyrir aftan stúlkuna. „Veistu, hver þetta er? Ron frændi minn.” Miglioriti lögregluþjónn brosti til Rynn og nú sá hún að þetta var svo sannarlega lögregluþjónninn. Hann brosti sama brosinu og Mario. „Hæ,” sagði stúlkan og rétti manninum höndina. Án þess aðsnúa sér við útskýrði hún fyrir Mario: „Við höfum hist áður.” Þegar hún opnaði dyrnar upp á gátt og færði sig innar í herbergið var hún skyndilega gestgjaf- inn. „Viltu ekki gjöra svo vel að koma inn fyrir?” Augu Miglioritis féllu á Mario sem var enn í svörtu slánni. Drengurinn, uppfullur aðdáunar á fullorðinslegu sjálfsöryggi Rynn, var að horfa á hana. „Við vorum að fá okkur vínglas rétt í þessu,” sagði hún, fullkomnust allra enskra gestgjafa. „Má ekki bjóða þér með okkur?” Miglioriti renndi fingrunum gegnum þykkt svart hárið. „Nei takk.” Mario fletti af sér slánni og spurði frænda sinn. „Þú ert ekki á vakt, er það?” Lögregluþjónninn leit yfir herbergið þar sem lagt hafði verið á borð fyrir tvo. Hann leit á drenginn. „Hvað kom fyrir?” spurði Mario áfram í kumpánlegum tón, sem Rynn hafði oft heyrt ungt fólk nota við sér ■ eldra fólk í Bandarikjunum, en sem hún sjaldan heyrði í Englandi. „Ég meina, það er laugardagskvöld,” og rödd drengsins var nærri háðsleg. „Leikfélagi vikunnar hættur við?” Miglioriti svaraði án nokkurrar gremju: „Hún bíður í bílnum.” Við hlið Rynn teiknaði Mario boga- dregnar línur í loftið með höndunum. „Hann vill þessar sem líta út fyrir að hafa verið pumpaðar upp með hjólhesta- pumpu.” „Viltu ekki bjóða henni inn?” „Get ekki stoppað.” Augu Miglioritis hvörfluðu aftur að drengnum. Gramdist honum að geta ekki talað einslega við stúlkuna? „Kannski ögn af víni?” „Hálft glas.” „Heldurðu að fröken Níutiuogátta Sextíu Níutiuogátta biði?” Mario glotti. Rynn lokaði dyrunum og þau gengu að borðinu þar sem hún skenkti lögregluþjóninum fullt glas af víni og hann þakkaði henni. Það var þögn í heilar tiu sekúndur meðan Miglioriti virti fyrir sér matar- diskana, beinin, kalt broccoli. „Hún bauð mér í mat,” útskýrði Mario. „Alveg æði. Hún matreiddi það allt sjálf.” Miglioriti lyfti upp vinflöskunni. Hann horfði rannsakandi á hana, eins og til að vega og meta sönnunargagn í leynilögreglusögu. „Þér hefur þótt vínið gott, ekki svo?” spurði lögregluþjónninn drenginn. „Hvað ætlarðu að gera? Setja okkur inn fyrir að drekka undir lögaldri?” Lögregluþjónninn beindi athuga- semdum sínum eingöngu til drengsins. „Þú ert heppinn að ég fmn ekki lykt af grasi.” Litla stúlkan við endann á trjágöngunum „Áttu eitthvað?” Mario hló og gaut augunum til Rynn. Miglioriti svaraði, og nú talaði hann til þeirra beggja. „Eins og ég sagði, manstu? Enga virðingu fyrir lögunum.” Drengurinn fleygði slánni á sófann. „Líttu á hver heimtar virðingu. Þegar hann notar allan timann lögreglubilinn til einkaerinda.” Mario vissi að hann hafði haft betur við frænda sinn og leyfði sér að glotta út að eyrum. „Æpandi upp um spillingu innan lögreglunnar,” sagði Miglioriti, tæmdi glasið og setti það á borðið um leið og hann virti fyrir sér borðbúnaðinn fyrir tvo. „Bara þið tvö?” „Faðir hennar sefur,” sagði Mario einum of fljótt um leið og augu Rynn mættu hans eitt augnablik. Aftur hljómaði rödd Miglioritis eins og hann væri að yfirheyra vitni fyrir rétti. „Hefurðu hitt föður Rynn?” Eins og til að leggja áherslu á að drengurinn stæði einn fyrir sínu, yrði einn að svara spurningu frænda síns, fór Rynn frá borðinu og settist í sófann. Mario lyfti flöskunni og hellti glasið sitt fullt. „Auðvitað.” Rynn fann hvernig hjarta hennar herptist saman. „Borðaði hann með ykkur?” „Lítur þaö út fyrir það?” Mario dró stól undan borðinu og settist. „Hvað á þetta eiginlega að vera? Einhvers konar þriðju gráðu yfirheyrsla?” Drengurinn drakk vinið. Rynn vissi að lögregluþjónninn ætlaðist til að fá ákveðnara svar. „Engan kvöldverð?” „Hann var svo þreyttur að hann fór beint í rúmið.” „Ég hélt þú hefðir sagt að hann væri að vinna inni í vinnuherberginu.” „Það sagði ég ekki. Ég sagði að hann væri sofandi." Miglioriti sneri sér að Rynn. „Það er rétt. Það var Rynn sem sagði mér að hann væri að vinna.” Hún sagði: „Það var i dag. Þegar hann var búinn með þýðinguna fór hann með hana inn í bæ.” „Mjög þreytandi. Fram og til baka sama daginn,” sagði Mario. Miglioriti var kominn yfir að stereo- tækjunum. Hann Ias nafnið á plötunni. Síðan sneri hann sér við og leit yftr her- bergið. „Kvöldmatur fyrir tvo. Kertaljós. Vin. Mjög rómantískt.” Yfir brúnina á vínglasinu horfði Mario á frænda sinn, en hann var að tala við Rynn. „Bara af því að hann er X6 Vlkan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.