Vikan


Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 27

Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 27
kynóður, getur hann ekki ímyndað sér að neinn geti borðað kvöldverð með stúlku án þess að kasta sér yfir hana áður en hann hefur lokið við að borða.” Miglioriti brosti sínu undursamlega brosi til Rynn. „Ef hann reynir ekki einu sinni, láttu mig þá vita og ég læt fjöl- skylduna afneita honum.” Rynn flissaði eins og henni fannst vera búist við af sér. Mario hristi höfuðið og stundi til að sýna hversu lítt frændi hans skildi lífið og tilgang þess. „Blaður.” Hann ætlaði stúlkunni að njóta góðs af lífsþreyttum þönkum sínum, en frændi hans mátti hlusta líka, ef hann var ekki orðinn of gamall til að laera af því. „ítalir tala heilmikið um kynlif —.” Miglioriti lyfti upp hendinni. Hann var hættur aðgrínast. Rynn sá að maðurinn var grafalvar- legur. Meðan hún beið eftir að hann segði eitthvað bjó hún sig undir frekari spurningar um föður sinn. Lögreglu- þjónninn myndi vilja vita af hverju hún væri alein. Hún var reiðubúin. En hún var ekki viðbúin því sem Miglioriti sagði. „Frank Hallet hringdi.” Risinn færði sig yfir að eldinum til að ylja hendur sínar. „Um sexleytið. Hann hafði áhyggjur af móður sinni. Sagði að hún væri ekki komin heim. Hann hringdi aftur um áttaleytið.” „Gamla lafði Hallet?” sagði Mario, „er sennilega úti í húsamangi.” Miglioriti leit á Rynn. „Honum Mario hér geðjast ekki að Halletunum.” „Geðjast nokkrum að þeim?” „Öðrum Halletum,” sagði maðurinn. „Rangt,” sagði Mario. „Segðu henni af hverju hann varð að gifta sig.” „Vertu ekki að reyna að vera sniðugur.” Mario bar vínglasið sitt yfir að sófanum. „Spurðu hann,” sagði drengurinn við Rynn, „um þegar hann reyndi að fá hann tekinn fastan fyrir að draga einhverja smástelpu bak við runna. Eftir það gifti mamma hans hann einhverri kokkteilþjónustu með tvo gnslinga." „Þetta er nóg.” „Til að sanna að hann væri heil- brigður.” „Þú heldur að þú sért klár.” „Hvemig var það með þetta sem hann reyndi við stelpuna i unglingaskólanum, þessa með risatútturnar...” „Ef þú segir þá sögu einu sinni enn, skal ég persónulega berja úr þér horinn.” Mario kímdi niður í vínglasið. „Heilbrigður. Vá, svona álika heil- brigður og 300 króna seðill.” Miglioriti var búinn að fá nóg af Mario, og hann lét það skýrt í ljós með þvi að tala aðeins við Rynn. „Þegar Hallet hringdi klukkan sex til að tilkynna að hann fyndi ekki mömmu sína, gerði ég ráð fyrir að hún væri úti, eins og sniðugur hérna segir, að sýna einhverjum kaupanda hús. Þegar hann hringdi aftur klukkan átta fór að líta út fyrir að eitthvað væri að.” „Hvernig veiztu að hún er ekki ennþá úti?” Mario neitaði að láta halda sér fyrir utan samræðurnar. „Bentlevinn hennar stendur fyrir framan skrifstofuna.” „Kannski fóru þau í bíl kaupandans.” Rynn óskaði þess að hún gæti snúið sér við og látið Mario sjá hversu mikið öryggi svör hans veittu henni. En lögregluþjónninn gerði öryggið að engu. „Ef þú þekktir frú Hallet myndirðu vita að hún fer aldrei í bíl með ókunnugum. Ef þú spyrð mig af hverju, gæti vel verið að ég segði þér það." „Heldur hún að einhver ætli að nauðga henni?” Mario skellihló. „Hún fer á sinum eigin bíl af því að í framsætinu hennar megin er eitt stykki Magnum 45.” Mario yppti öxlum til að sýna að honum stæði á sama. „Hefur hún byssuleyfi? Viss um að hún hefur það ekki. Settu hana inn fyrir það.” „Zitti!” „Haltu kjafti á ítölsku.” Drengurinn lagði höndina á öxl Rynn. „Rudda- mennska lögreglunnar, sérðu?” Við frænda sinn sagði hann, „Ég hef vitni.” Aftur reyndi Miglioriti að láta eins og frændi hans væri ekki þarna og tala aðeins við Rynn. „Hallet sagði að þú hefðir hringt. Eitthvað um að móðir hans ætlaði að koma hingað og sækja einhverjar krukkur undir sultu.” Bæði Miglioriti og Mario biðu eftir svari hennar. Stúlkan leit á kassann við vegginn. „Þær bíða enn eftir henni.” Miglioriti dró kassann frá veggnum og opnaði lokið. Glösin skröltu þegar hann ýtti kassanum aftur að veggnum meðfætinum. ,diún kom aldrei?” „Eftir að ég hringdi,” sagði stúlkan, „fór ég ekkert frá húsinu.” Hún hugsaði sig um. Sannleikurinn var sá að hún hafði farið út í gönguferðina. Það hafði enginn séð hana nema krakkamir sem voru á leið af fótboltaleiknum, og bíllinn sem þau voru í hafði farið fram hjá i það mikilli fjarlægð að þau myndu ekki muna hvernig hún leit út. Lygin myndi halda. „Ég var hérna allan tímann.” „Ég hringi í Hallet fyrir um það bil hálftíma síðan,” sagði Miglioriti. „Konan hans sagði að hún væri enn ekki komin.” „Svo þú komst hingað til að gá að henni,” spurði Mario. Lengi vel héldu þau að lögreglu- þjónninn myndi <■ ekki svara spurningunni. „Nei, ég kom hingað af því að ég hélt að Rynn væri kannski alein.” Það var Mario sem sagði það sem bæði hugsuðu. „Og þú hélst að viðbjóðnum dytti kannski í hug að koma hingað?” Stórir, kantaðir fingur Miglioritis plægðu gegnum hár hans. „Þess vegna fór ég á lögreglubílnum. Er það í lagi, sniðugur?” Mario breiddi út hendurnar eins og töframaður gerir til að sýna að ekkert sé falið. „Nema hvað, hún er ekki alein.” „Það getur verið að ég sé lögga, en ég get ennþá séð.” „Þakka þér fyrir,” sagði Rynn. Miglioriti hellti aftur í glasið sitt. „Allt í lagi hjá þér?” „Stakasta lagi,” svaraði stúlkan. „Ronfrændi?” Lögregluþjónninn tæmdi vínglasið og setti það á borðið. „Ég veit. Þú vilt ekki að ég segi mömmu þinni og pabba að þú hafir verið hér.” „Eins og ef þú gerðir það ekki” — drengurinn glotti — „ég meina, myndi það nokkuð þýða sjálfkrafa hrun vest- rænnar menningar?” „Ef þú vilt að ég hjálpi þér, vertu þá ekki með þessa stæla.” Mario lagði höndina flata á brjóst sér, hinn saklausi beittur óréttlæti. „Hver er með stæla?” Lögregluþjónninn sagði við Rynn. „Ég veit svei mér ekki. Kannski þú getir kennt honum einhverja mannasiði.” Allt i einu talaði Mario eins og lítið barn. „Þú segir ekki mömmu og pabba? Þau halda að ég sé í þessari af- mælisveislu...” „Af því að það var það sem þú sagðir þeim? Þú hefur þegar gert þig sekan um misferli.” Miglioriti brosti aftur, en brosið var aðeins ætlað Rynn. „Fyrir góðan málstaö.” Brosið dofnað. Varðandi frú Hallet. Mér þætti vænt um alla þá hjálp sem þú gætir veitt.” „Ég veit,” sagði Rynn, alveg jafn alvarleg og hann. „Ég vildi bara óska að ég gæti hjálpað eitthvað.” Ef Miglioriti var ekki ánægður með þessi svör, þá hafði hann altént ekkert frekara að segja. „Þakka þér fyrir vinið.” Maðurinn gekk hratt gegnum stofuna og út úr húsinu. Rynn hljóp á eftir honum og kallaði á dyraþrepinu. „Góða nótt!” í kuldanum varð rödd hennar að mistri og Mario dró hana inn. Hann lokaði dyrunum og hélt fingri að vörum sér til að sussa á hana. Þau myndu bíða þegjandi meðan lög- regluþjónninn færi inn í bílinn og æki burt. Framhald í næsta blaöi. FÉLAÍa fSLENZKRA HLJÖMLISTARMANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri C ^ j Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 50. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.