Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 12
Gullþynnulagður spegill frá Perú. Fyrr ð öldum
notuðu listmálarar sltkar gullþynnur bseði i
mðlverk og ikona.
Dolma — marika, Istanbul
1/2 kíló nautakjöt
4-6 stykki pipar eftir stærð
3-4 tómatar
3-4 laukar
salt og pipar eftir smekk
olívuolía.
Skerið lauk og tómata í
örsmáa bita, og brúnið þá í
olílvuolíu. Siðan er þessu hrært
saman við hakkað nautakjöt,
saltað og piprað eftir smekk.
Hreinsið grænan pipar
(þ.e.a.s. fræin og hvítan
hreinsuð úr). Best er að velja
stóran pipar, sem síðan er fylltur
með kjöthakkinu og soðinn í
olíu í ca 20 mín. í lokuðum potti
við vægan hita. Gæta verður
þess, að piparinn standi vel upp
á endann í pottinum og nokkuð
þétt, svo að kjötfyllingin fari
ekki út úr. Annars má líka skera
lítið lok af piparnum og binda
yfir.
Borið fram með soðnum
hrísgrjónum og grænmeti.
Antkuicho de corazon, Líma
2 nautahjörtu
Kryddlögur:
safi úr fjórum sítrónum
1-2 bollar matarolía
1-2 tsk salt
1 -2 tsk svartur pipar
1-2 tsk paprika eða rauður pipar.
Fitan skorin af hjörtunum og
þau síðan skorin í bita, u.þ.b.
þumlung á hvern kant.
Bitunum raðað í eitt lag i
grunna skál og kryddleginum
hellt yfir. Þetta er síðan látið
standa í tvo til þrjá tíma.
Bitarnir teknir upp úr og látið
siga af þeim á síu. Síðan eru
bitarnir þræddir upp á þar til
gerðan tein eða bambuspílur og
steiktir yfir opnum eldi eða glóð.
Þennan rétt má bæði nota sem
aukarétt eða aðalrétt. Sé hann
notaður sem aðalréttur, er borið
fram með honum grænmeti eða
hrísgrjón.
Kryddlögurinn þarf að vera
nokkuð sterkur, svo að bragðið
síist vel inn í bitana. Rétturinn
er borinn fram vel heitur.
12 Vlkan f O. tbl.
hundaæði er þarna algengur sjúkdómur og
hefur hinar hörmulegustu afleiðingar.
Þjófarnir tóku því til fótanna er þeir
heyrðu í ísabellu. Húsið var harðlæst á
nóttunni og rimlar fyrir öllum gluggum, en
þeim hafði einhvern veginn tekist að
brjótast inn eldhússmegin. Ég fór síðan á
fætur og kveikti öll ljós til að fæla þá frá
frekari innbrotstilraunum þá nóttina.
Daginn eftir las ég þær fréttir í
blöðunum að mikill innbrotafaraldur hefði
gengið yfir mitt hverfi þessa nótt, og var
kona, sem var ein í húsi við næstu götu,
myrt. Það má því segja að ég hafi átt
ísabellu líf mitt að launa, og eftir þetta svaf
ég alltaf með langa sveðju við koddann
minn, þegar ég var ein.
Fom leirker frð Perú. Þau em ð aldrinum 500 til
2000 ðra, en nú er bannafl afl flytja slfka muni úr
landi.
Fiskinet þurrkufl vifl Bospoms.
Ógrynni af betlurum
Það sem olli mér mestu hjartakvölunum
var hinn mikli fjöldi betlara, sem sótti að
húsinu. Ég átti svo bágt með að neita þeim
um ölmusu, sérstaklega ef um mæður með
ung börn var að ræða. En þetta er
stórhættulegt, maður venur bara á sig fleiri
og fleiri og loks vorum við Hermann komin
með fleiri fjölskyldur á okkar framfæri. Ég
varð því að láta af þessum sið, en það tók
mig sárara en ég fæ með orðum lýst að
senda þá bónleiða frá mér.
Ég bjó í 17 ár meðal framandi þjóða, og
betri skóla gæti ég ekki kosið mér. Mér
lærðist fljótt, að það gildismat sem ég kom
með í veganesti að heiman, þarf ekki
endilega að vera það eina rétta fyrir allan
heiminn. Ég held að þeir hleypidómar, sem
ganga i arf frá kynslóð til kynslóðar, eigi sinn
stóra þátt í ófriðsamlegri sambúð þjóða á
milli. Og hleypidómar stafa oftast af
þröngsýni þeirra, sem sjá aldrei út fyrir
heimahagann.
J.Þ.
Alda gaf okkur að lokum uppskrift að
tveimur gómsætum réttum, öðrum frá
Tyrklandi, en hinum frá Perú.