Vikan


Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 46

Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 46
FRAMHALDSSAGA EFTIR LOIS PAXTON Týnda handritið Fyrirsögnin í blaðinu var: „Einmana, ógift kona finnst látin í London." Það var sama dag og Rosamond Rae kom fyrst með handritin til hennar. Útdráttur: Harriet Lane var i miklum erfiöieikum, þvi hún varö að finna sér ibúð án tafar. Þá kom Rosamond Rae henni til hjálpar með þvi að bjóða henni íbúðina sfna til afnota um tfma. Rosamond sagðist vera á leið til Parísar og veröa í burtu um óákveðinn tima. Þær þckktust reyndar lítið, en Rosamond var ungur rithófundur, sem Harriet hafði tekið að sér að koma á framfæri, því Harriet vann hjá bókmennta- umboði. Fyrstu vikuna, sem Harriet býr i ibúðinni, er brotist þar inn tvisvar og öll íbúðin rannsökuð. Hún telur i byrjun að þarna hafi hinn aðlaöandi Bryn Kester verið að verki. Hann býr I íbúðinni á móti. Fljótlega uppgötvar hún þó að innbrotsmaðurinn er Thor Benson, atvinnulaus leikari og vinur Rosamond. Það er varla liðin vika þegar Rosamond ketnur til baka og vill fá íbúðina aftur. Harriet þverneitar en leyfir henni að liggja inni tvær nætur. Þá kemst hún að því að Thor og Rosamond ieita bæði örvæntingarfull handrits Rosamond, sem þau áiita að » Harriet hafi fengið i sínar hendur hjá bókmenntaumboðinu, en hún kannast ekkert við það. Hún hafði ekki hugmynd um að Noél, samstarfsmaður hennar, tók það með sér heim. Hann kemur með það til vinnu á þriöjudags- morgninum og ráðleggur henni að lesa það. „Sagan er mjög góð,” segir hann, „en hjúskaparmiðlunin, sem höfð er sem undirstaða verksins, cr svo viðkvæmt mál að sagan er varla birtingarhæf. „Lestu handritið,” segir hann við Harriet, „þú verður mér örugglega sammála.” Eftir að hafa fengið of mikið að drekka i samkvæmi einu höfðu þau farið í íbúð Julie, þar sem þau höfðu hvílt i örmum hvors annars og ræðst við. Smávegis lausmælgi af hálfu Julie, hafði haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. „Hvernig eru viðskiptavinir ykkar?” hafði Tom spurt, með kæruleysislegri forvitni. „Eins og fólk er flest, nema hvað þeir eru einmana,” hafði Julie sagt honum. „Veistu, að það er furðulegt, að sumir þeirra hafa aldrei einu sinni eignast sína eigin ibúð. Þeir búa bara ennþá á gamla heimilinu, foreldrarnir dánir, og þeir umkringdir gömlu drasli.” „Þetta drasl er nú sennilega mikils virði,” hafði hann sagt og geispað. „Það getur verið. Sumir þeirra eru vellauðugir.” „En þurfa samt að leita sér að maka? Ég trúi þvi ekki.” Þegar hann hafði hlegið og greinilega, ekki trúað henni, var Julie gengin í gildr- una. „Tom, það er satt. Það er maður, sem heitir Pearson . .. Hann er mjög ríkur.” „Hvernig veistu það? Vegna jjess að hann segist vera það?” „Nei, það er ýmislegt, sem bendir til þess. Hann á til dæmis hús í Mayfair.” „Hvar i Mayfair?” spurði Tom og geispaði aftur. Þó hann virtist vera orðinn syfjaður, þá fann hún samt fyrir einhverri ónotakennd. Þær upplýs- ingar, sem viðskiptavinirnir gáfu þeim, voru trúnaðarmál, svo hún flýtti sér að segja: „Ég man það ekki.” Tom þagði smástund, en spurði svo: „Hvernig hittast þau svo?” Þetta var öruggara umræðuefni. „O, við ákveðum stað og stund og svo sjá þau um hitt.” „Hvað skyldu þau eiginlega gera.” „Flestir fara út að borða i fyrsta sinn. Þá fá þau gott tækifæri - til að ræða saman.” „Ég vil nú heldur sjálfur finna mér stúlku,” hvíslaði Tom og dró Julie nær sér. „Að minnsta kosti hentar okkur það ágætlega, er það ekki?” „Jú, elsku Tom.” Þetta var í eina skiptið, sem þau töluðu um hjónabandsmiðlunina, og Julie var viss um, að hún hefði ekki sagt neitt, sem hún ekki mátti segja. Svo var það, að herra Pearson minntist á það, að það hefði verið brotist inn til hans. Hann áleit, að einhver hefði séð sig, þegar hann fór út úr húsinu. Hann tengdi þetta óhapp ekkert skrifstofunni. Því skyldi hann líka gera það? En innst inni hafði Julie sínar efasemdir. Hún fór í huganum yfir samtal sitt við Tom og reyndi að muna öll smáat- ' riði. Hún hafði nefnt hann með nafni — það voru hræðileg mistök. Hvað skyldu vera margir i símaskránni, sem hétu Pearson og bjuggu í Mayfair? Hún athugaði og komst að því, að það voru þó nokkrir. Ef Tom hefði hringt til þeirra allra, gat hann auðveldlega komist að því, hvar ekki var nein frú Pearson. Julie gat auðvitað ekki trúað því, að hann myndi gera neitt slíkt, en samviskan nagaði hana, þangað til hún spurði hann. Henni til mikillar skelfingar, játaði hann allt saman, og hló og sagði: „Þetta er alveg pottþétt. Það eina, sem þú þarft að gera, er að gefa mér upp stað og stund.” „Ég geri ekki neitt slíkt,” hafði Julie mótmælt. „O, þú gerir það elskan mín. Þú ert þegar orðin meðsek. Ef ég hefði ekki fengið þessar upplýsingar hjá þér, þá hefði ég aldrei fundið herra Pearson, BANKNSTRÆri HVERFISGÖTU 46 Vlkan SO.tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.