Vikan


Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 19

Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 19
Foreldrar verða að vinna saman Það væri æskilegt, ef foreldrar gætu verið svo opnir hvor gagnvart öðrum, að þeir ynnu að því, að barninu þætti vænt um þá báða. Ekki má t.d. fara svo, að annað foreldrið verði sært, þegar barnið kemur úr heimsókn frá hinu og segir: „Sérðu, hvað ég fékk.” Það verður að reyna að koma í veg fyrir, að börn etji foreldrum hvoru gegn öðru. Barnið getur t.d. sagt við pabba sinn: „Veistu það, að ég var í bíó með mömmu, og við sátum í stúku, svo fékk ég bæði ís og súkkulaði í hléinu.” Mamman situr svo heima og er ergileg yfir öllum gjöfunum frá pabbanum. Eigingirni barna kemur gjarnan fram, þegar foreldrar hafa skilið. Þá geta þau haft eitthvað upp úr ástandinu og gera það. Þau geta alls ekki sjálf dæmt um, hvaða afleiðingar orð þeirra geta haft. Og því er það, að foreldrar verða að reyna að standa saman og hindra litla bragða- refinn — þó að það sé erfitt. Það er alltaf óheppilegt, ef barnið er notað í valdabaráttu foreldranna. Þetta getur gengið svo langt, að þegar foreldrar ræða um skilnað, tala þau um barnið eins og einn af hlutunum. „Ef þú færð íbúðina, þá fæ ég Guðrúnu.” Taflið á milli foreldranna getur stundum orðið mjög hart og börnin skilja það ekki. Þau geta orðið óskaplega hrædd og bjargarlaus í þeirri baráttu. Mikil örvænting hjá barninu Lítill sjö ára strákur hafði þroskast og verið algjörlega eðlilegur þangað til hann uppgötvaði allt í einu að pabbi hans var horfinn af heimilinu. Alveg þangað til að mamma hans einn daginn gekk um íbúðina algjörlega stif áður en hún byrjaði að gráta heiftarlega og reyna að hringja i fólk. í bréfinu stóð, að pabbinn væri búinn að finna aðra og allt væri búið. Þau gætu hist hjá lögfræðingi og talað um nauðsynlega hluti. Barnið gat að sjálfsögðu ekki skilið að svona nokkuð gæti gerst. Hann hélt dauða- haldi í mömmu sina og var lamaður af hræðslu, því mundi hún hverfa líka? Þegar maður er sjö ára getur maður ekki séð um sig sjálfur. Hann þorði ekki að fara í skóla og ekki að yfirgefa mömmu sína eina einustu minútur. Þetta hafði verið slíkt áfall fyrir hann. Pabbinn er skyndilega horfinn og foreldrarnir að skilja. Þetta veldur því, að drengurinn vill ekki fara út fyrir hússins dyr. Því hvað getur gerst, á meðan hann er í skólanum? Kannski kemur hann heim og finnur miða, sem á stendur: „Pétur minn, nú er mamma líka farin.” Fyrir barn er þetta mjög ógnvekjandi, og það getur engan veginn skilið, hvað um er að vera. Foreldrar geta sjálfir farið illa út úr skilnaði og þeir þurfa oft tíma til þess að jafna sig og komast aftur í gang eftir allan biturleikann og reiðina. Það er varla hægt að leggja nógu mikla áherslu á, hversu mikilvægt það er fyrir barnið að fá hlutina á hreint, um leið og kraftar eru til þess. Ef pabbinn flyst að heiman, er ástandið oft enn óskiljanlegra fyrir barnið, ef það hefur verið nátengt honum. Það getur kannski skilið, að hann hafi farið frá mömmu, því að „hún var stundum ómögu- leg.” „En hvernig gat hann skilið mig eftir?” Gátan getur verið óleysanleg. Börnin lenda í klípu Oft berjast foreldrar um börnin áður en skilnaður kemst í kring þeir geta kastað bömunum eins og bolta á milli sin. Sjaldan er ástandið það afslappað, að fólk geti hagað málum eins og barninu er fyrir bestu, t. d„ að sá sem hefur foreldravaldið yfir barninu, leyfi því að búa hjá hinum. Þannig fólk getur sagt hvort við annað: „Þó að ég hafi foreldravaldið, er best, að barnið búi hjá þér, því þú ert búinn að vinna kl. 3.” Danski geðlæknirinn Gudmn Bmn er sérfróð um börn, sem lenda í skilnaði. Hún hefur skrifað bók, sem heitir „Börn og skilnaðir”. í henni eru mjög góðar lýsingar á ýmsu varðandi skilnaði og ekki hvað síst á mjög erfiðum skilnaðarmálum, þar sem foreldrarnir geta ekki sjálfir orðið sammála um hvort á að hafa barnið og hvernig umgengnisrétturinn á að vera. Ákveðnar reglur um umgengnisrétt Þegar foreldrar skilja, er umgengnis- réttur yfirleitt mikið vandamál. Það er ákaflega mikilvægt fyrir barnið, að foreldrar geti talað rólega saman um þetta atriði og komist að einhverju ákveðnu skipulagi, sem síðan er haldið. Barnið á kröfu á að vita, hvað getur veitt því öryggi. Foreldrar þurfa að átta sig á hlutunum eftir skilnaðinn. Það sama á við um hvar barnið eigi að vera í fríum. í því máli á ekki að hugsa fyrst og fremst um, hvernig megi koma í veg fyrir, að hinn aðilinn hafi barnið of lengi, heldur hvernig barnið sjálft getur verið öruggt og haft best tök á að slappa af. Ákveðnar reglur og afdráttarlaus skila- boð eru mikilvæg atriði varðandi umgengnisrétt. Barnið á ekki aðeins að fá að vita, hjá hverjum það á að vera, heldur líka, hvar það á að ganga í skóla. Sumir álíta, að börn, jafnvel lítil börn, eigi að taka virkart þátt í skilnaðinum og fá að ráða, hvar þau vilja helst vera. Það er vert að leggja sérstaka áherslu á þetta atriði: Það má ekki gera of miklar kröfur til litils barns með því að leggja of mikla ábyrgð á herðar þess. Það er næstum sama hvorn barnið velur, það mun í flestum tilvikum hafa slæma samvisku á eftir og finnast, að það hafi svikið hinn aðilann. Þær forsendur, sem litil börn byggja val sitt á eru lítt skiljanlegar fyrir barnið sjálft, og það hefur ekki yfirlit yfir, hvað hlutirnir fela í sér. Það eru hinir fullorðnu, sem í langflestum tilfellum verða að taka ábyrgðina, en ekki að ýta henni frá sér og segja: „þú mátt velja sjálf.” Hinir fullorðnu þurfa stundum að geta sagt við barnið: „Núna hafa pabbi og mamma talað um þetta allt saman og finnst best, að þetta sé svona og svona. Við ætlum bæði að gera allt til þess, að þér líði sem best, þú býrð hjá pabba og heldur áfram í þínum skóla, eða þú býrð hjá mömmu og ert í skóla þar sem við búum.” Allt annað gildir oft um eldri börn. Þau geta oft á tíðum valið sjálf, hjá hverjum þau helst vilja vera. Það skiptir miklu máli fyrir böm, að það ríki ekki óvissa um skilnaðinn. Þegar mest gengur á í skilnaðinum hafa börn oft slæma samvisku. „Kemur mér þetta eitthvað við?” „Er þetta kannski mér að kenna?” „Er þetta svona, af því að ég hef verið svo óþægur — eða hef ég stritt litlu systur of mikið?” í þeim tilfellum er þörf á skýrum reglum og skilaboðum. Og barnið uppgötvar, að lífið heldur áfram. 50. tbl. Vlkan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.