Vikan


Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 31

Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 31
Þrumugóðir Þursar Egill Ólafsson, hljómlistarmaðurinn kunni úr Stuðmönnum og Spilverkinu, átti sér þann draum að stofna hljómsveit sem einungis flytti gömul þjóðlög. Þann draum lét hann rætast i byrjun þessa árs. Hann fékk í lið með sér góða menn, þá Þórð Árnason, Ásgeir Óskarsson, Tómas Tómasson, Rúnar Vilbergsson og Karl Sighvatsson, allt kunnar kempur úr hljómlistarheiminum. í upphafi var einungis ætlunin að halda þrenna eða fema tónleika, en viðtökurnar voru svo góðar, að þeir ákváðu að halda samstarfinu áfram og gefa út plötu. Næsta verkefni hljóm- sveitarinnar var síðan að flytja verk sitt, Sæmund Klemensson, við samnefndan ballett Ingibjargar Björnsdóttur í Þjóðleikhúsinu. í haust fór svo Þursa- flokkurinn i hljómleikaferð um landið og eftir öll þessi afrek er það margra álit að Þursarnir séu þrumugóðir. Á blaðamannafundi, sem haldinn var nýlega, upplýstu þeir félagar að í samvinnu við Fálkann hf. hefðu þeir í hyggju að sanna að það væri hægt að lifa sem atvinnuhljómlistarmaður á íslandi. í bígerð er að fara í hljóm- leikaferð um Norðurlöndin og einnig er ætlunin að gefa út aðra plötu. Á sú að mestu leyti að byggjast upp á lögum og textum eftir 17. aldar utangáttaskáld, eins og Leirulækjar-Fúsa og Símon Dalaskáld. Undirbúningur plötunnar er á frumstigi, en vonir standa til að hún komi út næsta haust. HS Plakatmyndina tók Ragnar Th. Sigurðsson. 50. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.