Vikan - 14.12.1978, Qupperneq 31
Þrumugóðir
Þursar
Egill Ólafsson, hljómlistarmaðurinn
kunni úr Stuðmönnum og Spilverkinu,
átti sér þann draum að stofna hljómsveit
sem einungis flytti gömul þjóðlög. Þann
draum lét hann rætast i byrjun þessa
árs. Hann fékk í lið með sér góða menn,
þá Þórð Árnason, Ásgeir Óskarsson,
Tómas Tómasson, Rúnar Vilbergsson
og Karl Sighvatsson, allt kunnar
kempur úr hljómlistarheiminum.
í upphafi var einungis ætlunin að
halda þrenna eða fema tónleika, en
viðtökurnar voru svo góðar, að þeir
ákváðu að halda samstarfinu áfram og
gefa út plötu. Næsta verkefni hljóm-
sveitarinnar var síðan að flytja verk sitt,
Sæmund Klemensson, við samnefndan
ballett Ingibjargar Björnsdóttur í
Þjóðleikhúsinu. í haust fór svo Þursa-
flokkurinn i hljómleikaferð um landið
og eftir öll þessi afrek er það margra álit
að Þursarnir séu þrumugóðir.
Á blaðamannafundi, sem haldinn var
nýlega, upplýstu þeir félagar að í
samvinnu við Fálkann hf. hefðu þeir í
hyggju að sanna að það væri hægt að
lifa sem atvinnuhljómlistarmaður á
íslandi. í bígerð er að fara í hljóm-
leikaferð um Norðurlöndin og einnig er
ætlunin að gefa út aðra plötu. Á sú að
mestu leyti að byggjast upp á lögum og
textum eftir 17. aldar utangáttaskáld,
eins og Leirulækjar-Fúsa og Símon
Dalaskáld. Undirbúningur plötunnar er á
frumstigi, en vonir standa til að hún komi
út næsta haust.
HS
Plakatmyndina tók Ragnar Th.
Sigurðsson.
50. tbl. Vikan 31