Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 63
Skitinn
hundraðkall
í verðbólgunni
Sæti Póstur!
Vertu nú ofsasætur og geföu
mér upp heimilisfang Johns
Travolta! Ég meina gerðu það
fyrir mig. Ég hreinlega dái
þann fýr. Hann á sér stóran
aðdáendahóp hér á Fróni og
eflaust, eins og þú sérð, hafa
fleiri áhuga á adressunni.
Skilurðu mig? Ég vona það,
vinur minn. Og svo eitt enn.
Þar sem ég hef verið aðdáandi
Björgvins Halldórssonar
músikants frá því ég man eftir
mér, þá segðu mér, veistu
hvort hann á barn? Annað
vantar mig ekki um hann. Á
heimilisfangið, aldurinn og það,
sem þessir gæjar senda
Póstinum ekki upplýsingar um,
eins ogþú segir. Aðeins, á hann
barn? Það ætti ekki að vera
erfiðleikum bundið fyrir þig að
komast að því. Að lokum vil ég
minna þig á að birta heimilis-
fangið hjá Jóni vini okkar
trafala. Ég veit þú verður
sætur og gerir það —■ ekki satt?
Ég ber hag þinn mjög fyrir
brjósti og vona að í náinni
framtíð verði hægt að koma
pennavinum og iélegu.n
skrítlum, sem oft eru tii staðar
á Póstsíðunni, fyrir annars
staðar í Vikunni. Þið megið
mín vegna hækka hana um
hundraðkail skitinn, í þessari
verðbólgu er það ekki
umtalsvert. Nú kveð ég með
von um að þú takir beiðni
mína til greina. Ást og gæfa
fylgi þér vinur.
Ó.S.
Ohh, bara að Pósturinn skildi
hvað þú ert í raun og veru að
fara. Hvað Björgvin HaUdórsson
snertir harðneitar Pósturinn að
fara að stunda einhverjar
persónunjósnir og getur reyndar
ekki skilið hvað það kemur
aðdáun þinni á honum við,
hvort hann er átta barna faðir úr
álfheimum eða eitthvað annað.
Svo var það hundraðkall skitinn,
það er nokkuð greinilegt af
orðum þínum að þú ert verð-
bólgubarn og hefur aldrei heyrt
minnst á máltækið safnast þegar
saman kemur. Heimilisfang
Johns Travolta er: John
Travolta c/o Michele Cohen,
943 Westbourne Drive, Apt. 6
Los Angeles, California 90069,
U.S.A.
Pennavinir
Nanna Árnadöttir, Hlíðarvegi 69, 625
Ólafsfirði og Elinborg Ágíistsdóttir,
Gunnólfsgötu 12, 625 Ólafsfirði, óska
eftir að skrifast á við stráka og stelpur á
aldrinum 15-17 ára.
Sóley Ragnarsdóttir, Sæviðarsundi 19,
104 Reykjavik, óskar eftir pennavinum,
strákum og stelpum á aldrinum 12-15
ára. Áhugamál eru margvisleg og hún
svararöllum bréfum.
Guðbjörg Björnsdóttir, Túngötu 1, 730
Reyðarfirði, óskar eftir að skrifast á við
stráka og stelpur á aldrinum 13-15 ára.
Áhugamál eru margvisleg. Mynd fylgi
fyrsta bréfi ef hægt er . Hún svarar
öllum bréfum.
Aðalheiður Kristjánsdóttir, Ásgerði 6,
730 Reyðarfirði, Dagmar Einarsdóttir,
Mánagötu 12, 730 Reyðarfirði, og
Guðný Rikharðsdóttir Ásgerði 7, 730
Reyðarfirði, óska eftir pennavinum á
aldrinum 14 ára og eldri. Áhugamál:
Partí, böll, strákar, skíði og tónlist.
Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Shauna Grebhant, Box 116, M Cord,
Sask, Canada, SOH-210 hefur undir
höndum nöfn kanadískra unglinga, 19
ára og yngri sem vilja komast í bréfa-
samband við íslenska unglinga.
Vinsamlegast sendið henni nafn ykkar
og heimilisfang, ásamt áhugamálum, ef
þið hafið áhuga á kanadískum
pennavinum.
Hrefna Ásgeirsdóttir, Melum Fjótsdal,
N-Múl. óskar eftir að komast í
bréfasamband við stelpur á aldrinum 8-
10 ára. Æskilegt að mynd fylgdi fyrsta
bréfi.
Inga Vífilsdóttir Faxabraut 82, 230
Kefiavík og Bjarney Snævarsdóttir
Háholti 9, 230 Keflavík, óska eftir
pennavinum (strákum) á aldrinum 15-18
ára.
Sigríður Ó Kristjánsdóttir, Bakkavegi
15,410 Hnífsdal óskar eftir pennavinum
á aldrinum 11-13 ára. Hún er sjálf 11
ára og aðaláhugamál hennar eru bækur,
dýrogfrímerki.
Anna F. Hinriksdóttir, Bakkavegi 10,
Hnifsdal, óskar eftir pennavinum á
aldrinum 12-13 ára. Áhugamál: Kettir
og diskótek. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef
hægt er.
Kristin Elfa Ingólfsdóttir, Urðargötu 22,
450 Patreksfirði, óskar eftir að skrifast á
við stelpur og stráka á aldrinum 12-15
ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál eru
íþróttir, útivera, pennavinir og fleira.
I þessari sögu um litla stúlku
jafn fágæta og fallega,
á sinn hátt
og bláa rós
er boðskapur um ást
til allra.
BÓKIN:
DAUÐUR
í 45 MÍNÚTUR
Diaa
rósin
DESEMBER
Q
Banvænt œxlið á mænu Donalds stækkaði og stækkaði
þangað til uppskurður var óhjákvæmilegur. En tilþess að
hann tækist, urðu læknarnir að stöðva starfsemi hjarta
hans og heila — gera hann að lifandi líki.
BÓK t BLAÐFORMI
Ævisaga séra Jóns Steingrímssonar er eitt með merkarí
rítum, sem við eigum. Hér er rætt ofurlítið um þessa
merkilegu rítsmíð og grípið niður íhana hér og hvar.
DAGLEGT LÍF
Á ÍSLANDI Á ÁTJÁNDU ÖLD
50. tbl. Vlkan 63