Vikan


Vikan - 14.12.1978, Page 9

Vikan - 14.12.1978, Page 9
R IMAR því okkur hafði verið sagt að veturnir væru engu siður kaldir þar en hér heima. Ég notaði líka tímann til að lesa mér til um Tyrkland, og mér virtist landið mikill ævintýraheimur. Við lögðum svo af stað til Tyrklands í desemberbyrjun, en komum við í aðalstöðvum FAO í Róm, þar sem Hermann var settur inn í nýja starfið. Það var fólgið í að byggja upp hafrannsóknarstöðvar og kenna innfæddum nauðsynleg vinnubrögð í því sambandi. Myndir úr Þúsund og einni nótt Og Tyrkland brást svo sannarlega ekki vonum okkar. Við bjuggum í Istanbul, sem hafði haldið uppruna sínum og lítið breyst gegnum árin. Gömlu byggingarnar og soldánshallirnar voru i raun og veru eins og myndir úr Þúsund og einni nótt. Við bjuggum fyrst á hóteli, en þar fengum við stórt og fallegt herbergi. Mér eru dyrnar sérlega minnisstæðar, hurðin var svo þykk, að hún hlýtur að hafa verið skotheld! Það var hreinasta ævintýri að sitja við gluggann og horfa yfir borgina þar sem bæna- hússtumana bar við himin. Þeir em jafn- margvislegir og bænahúsin sjálf, sumir frábærlega skrauílegir, aðrir íburðarminni og fátæklegri. Almenningur er afar fátækur, en þó að stéttaskipting sé mikil er þeim ekki meinaður aðgangur að hinum skrautlegu bænahúsum, heldur er þar hverfaskipting sem ræður. Múhameðstrúarmenn hlýða Kór- aninum út í ystu æsar og biðjast fyrir fimm sinnum á dag á tímabilinu frá sólar- upprás til sólarlags. Bænahald þetta fer fram á vissum tímum, hvar sem fólkið er • statt. Allir kasta sér á hnén, leggja hendur á jörðu, ennið á handarbökin og tilbiðja Allah. Þetta er hin ágætasta líkamsæfing, enda var Múhameð ákaflega heilsu- samlegur spámaður. Samkvæmt Kóraninum mega þeir ekki drekka vín. Hins vegar stendur þar ekkert um sterka drykki. Þeir drekka því anís- brennivín, sem þeir nefna Rakí með mat, 1 Sprittpottar fró Tyrkiandi. í þeim mó halda mat heitum fyrir 30 manns. Akta á hatenHI shtu. A vaggnum fyrir ofan hangir nýjasta mynd hennar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.