Vikan


Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 18
Klara las sitt eigiö nafn á umslögun- um. Og hún þekkti aftur rithöndina — þetta voru öll bréfin sem Francois hafði skrifaðhenni . . . ÖRU fannst eitt andartak að ætlaði að líða yfir hana. Hún studdi sig við stólbak, herbergið hringsnerist fyrir augunum á henni. André greip hranalega í handlegginn á henni. — Sestu, sagði hann. — Það var ekki meiningin að koma þér úr jafnvægi. Klara svaraði ekki. Hugsanirnar þyrl- uðust um huga hennar. Hún starði skelkuð á André, sem lagði bréfin á borðið i snyrtilegan stafla. — Þú vilt kannski aðgæta hvort nokkuð vanti, sagði hann hryssingslega. — Ég held samt að þau eigi að vera þarna öll. Hún leit upp og horfði í augu hans. — Ástarbréf, sagði hann hæðnislega. — Eiginmaðurinn kemur með ástarbréf elskhugans. Því horfirðu svona á mig? Hefi ég sagt eitthvað sem kemur við kaunin á þér? — André, leyfðu mér að útskýra . . . hvíslaðihúnogsettist. Hann hló háðslega. — Þú þarft þess ekki, sagði hann ís- kaldri röddu. — Það er ekkert sem krefst skýringa. Ég veit allt sem máli skiptir — þú hefur dregið mig á tálar. Því getur þú ekki neitað. — Nei, ég neita því ekki... En hvernig náðir þú í bréfin? Hann hló hátt. — Loksins segir þú eitthvað skyn- samlegt. Já, ég skil vel, að þig langi til að komast að því. Ég las þau jafnóðum og þau bárust. Ég vissi hvar þú faldir þau. — Þaðerekki satt. Hann kinkaði kolli og hæðnislegt glott lék um varir hans. — Ó, jú. Það er reyndar satt. Þú dróst mig á tálar, vinkona, en þér tókst ekki að fara á bak við mig. Ég vissi urn þetta samband frá upphafi og fylgdist með framvindu mála af miklum áhuga. — Þér er þá kunnugt um að því er löngu lokið. — Auðvitað veit ég það. En það breytir ekki neinu. Ég reikna líka með, að kveðjubréfið, sem þér tókst ekki að fela, bendi til þess að þú hafir ætlað að leita elskhuga þinn uppi. — Ég vildi aðeins komast héðan á brott, sagði Klara og örvæntingin leyndi sér ekki í málrómi hennar. Hún átti erfitt með að segja það sem hún vildi. Á HENGI- FLUGSINS BRÚN — Reyndu ekki að snúa þig út úr þessu, sagði hann æstur og roðinn steig í hörkulegu andliti hans. — Heldur þú að það sé að ástæðulausu, að ég hefi dregið það i heilt ár að segja þér frá vitneskju minni? Skilur þú ekki að allt, sem hent hefur þig upp á síðkastið er þrautskipu- lagt og fyrirfram ákveðið af mér. Þvi heldur þú að ég hafi keypt þetta af- skekkta hús? ARA stirðnaði upp, þegar hún skildi loksins hvað hann var að fara. — André, leyfðu mér að skýra málið. Ég hefi ekki árætt fyrr að tala um þetta. Francois vildi heimsækja þig og ræða um skilnað okkar og þá reyndi ég að færa þetta í tal, en þú leiddir alltaf talið að öðru. — Jæja, svo hann ætlaði að ræða skilnað okkar við mig. Svona I allri vin- semd, það er ekki að spyrja að því. „Ég vil gjarnan kvænast konu þinni...” Var það svona sem hann hugsaði sér það. Einfalt, ég spyr ekki að. Klara fann að henni var ómögulegt að hugsa af viti. Hún var stif af skelfingu og likaminn þungur eins og blý, hugurinn tómur og innst inni fann hún sáran sviða. — Svaraðu mér! Var það svona sem þið skötuhjúin hélduð að væri hægt að afgreiða málið? — Ég gerði tilraun til að tala við þig, en vogaði mér aldrei að ganga hreint til verks, byrjaði Klara stirðmælt. — Ég óttaðist að særa þig. En fyrst þér er kunnugt um hvernig komið er, getur þú þá ekki gefið mér frelsi? Við skulum skilja, André. Hjónaband okkar er byggt á misskilningi. Hann horfði lengi á hana með hæðnisglotti. Svosagði hann: — Ég geri aldrei mistök. Þú verður að skrifa það á þinn reikning, ef þú telur eitthvað að hjónabandi okkar. Og héðan í frá skaltu í einu og öllu fylgja því sem ég ákveð og fyrirskipa. Þú munt ekki yfirgefa þetta hús. Og hlustaðu nú vel á hvað ég hefi að segja. Klara starði eins og dáleidd á hann. hún sagði ekkert. Henni var iskalt og heitt til skiptis. Hún fann að hún myndi þá og þegar missa stjórn á sér. í augum hans las hún ekki neina miskunn. — Ég fór aldrei til Parisar, sagði hann. — Það er mánuður siðan ég skrifaði undir samninginn við ameríkan- ana. En ég vildi að þú héldir, að þú værir hérein. — Þú ætlar þó ekki að segja mér, að það hafi verið þú, sem hengdir köttinn? — Jú. þvi ekki, sagði hann brosandi. — Og það var ég sem barði að dyrum og hleypti kettinum inn, meðan þú varst að svipast um fyrir utan. J3!enn einn nýr mazda, rúmgóður, sparneytinn og umfram allt - ódvr Fyrir þá sem þurfa station bíl þá höfum viö lausnina... MAZDA 323 5-dyra station. Þessi bíll leysir af hólmi 818 station bílinn, sem hefur notiö mikilla vinsælda. 323 station er aö öllu leyti rúmbetri bíll og aflmeiri. Plássiö er meira aö segja nóg til aö hægt er aö sofa í honum. Athugið aö MAZDA 323 eyddi aðeins 5.47 lítrum pr. 100 km. r* sparaksturskeppni BÍKR 1977... BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar. 812 64 og 81299 XSVlkan 8.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.