Vikan


Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 24
— Má ég fá að sjá bréfin? spurði Francois til að vinna tima. Þó nú væri. Skoðaðu þau vel og vand- lega, þú þekkir þau aftur. André ýtti bréfabunkanum þvert yfir borðið. Francois horfði spyrjandi á Klöru og hún sagði strax: — Ég hefi ekki sýnt honum bréfin. Ég hafði ekki hugmynd um að þið hefðuð kynnst og hann boðið þér hingað. Égvissiekkerl. — Ég trúi þér, vina. lr^AÐ heyrðist smásmellur, þegar André losaði um öryggið á þyssunni. Klara reis snöggt upp og tók eitt skref fram, og um leið stakk Francois bréfun- um i vasa sinn. Hann leit snöggt í kringum sig í eldhúsinu eftir einhverju vopni. Um leið ýtti Klara við vinflösk- unni, sem fór i gólfið og mölbrotnaði. André bölvaði og leit eitt augnablik af Francois. Francois notaði tækifærið og teygði höndina eldsnöggt eftir þungum járnpotti sem stóð á eldavélinni og kastaði honum að André. Á HENGI- FLUGSINS BRÚN André beygði sig niður, en potturinn hæfði hann i höfuðið og hann féll um á gólfið. Byssan féll úr hendi hans og Kiara beygði sig snarlega niður og greip hana. Hún starði á hana með skelfingu Þad er margt sem þér líkar vel íþeim nýju amerisku Sparneytin, aflmikil 5 lítraVB vél Sjálfskipting Vökvastýri Styrkt gormafjöðrun að ciftan og framan Transistorkveikja Aflhemlar Urval lita, innanogutan Og f leira og f leira Chevrolet Malibu Classic Station kr.6.400.000. Þetta er það sem þeir nýju frá General Motors snúast allir um og viðbjóð í svipnum eins og hún héldi á viðbjóðslegu kvikindi. Francois þreif hana af henni um leið og André settist upp og reyndi að skella honum um koll með þvi að gripa um fætur hans. Francois sparkaði og hrópaði: — Rístu upp! Við ætlum að fara út héðan! André stóð hægt á fætur, burstaði af buxunum með úthugsaðri rósemi og sagði i rólegheitum: — Hún er ekki hlaðin. Ég ætlaði mér aldrei að skjóta þig. Ég ætlaði bara að hræða ykkur. — Trúðu honum ekki! hrópaði Klara. — Hann sagði áðan að hann ætlaði að drepa þig — og okkur bæði. — Farðu út! öskraði Francois til André. — Farðu út og sestu inn í bílinn, viðökum til lögreglunnar. /\NDRÉ horfði á hann með fyrirlitn- ingu, en gekk hægt i átt til dyranna. Um leið og hann náði dyrunum þaut hann af stað út í myrkrið. Francois skaut aðvör- unarskoti upp í loftið og hrópaði: — Þú skalt ekki halda að þú sleppir frá þessu. Fótatak André heyrðist á malarvegin- um, hann fór hratt. Francois herti hlaupin og hann var snarari en André. Hann þreif í hann og þeir tókust á upp á líf og dauða. Skyndilega fann Francois að André rann úr höndum hans. Það heyrðist voðalegt öskur, svo varð allt kyrrt. — Francois! kallaði Klara utan úr myrkrinu. — Gættu þin, ekki hreyfa þig, þú ert við hengiflugið! Francois! Hún tók nokkur skref í áttina til mannsins sem hún sá móta fyrir á bjarg- brúninni. Var þetta Francois? Eða var þetta A ndré? Hún áræddi ekki að fara nær, hún var tilbúin að leggja á flótta. En svo heyrði hún rödd hans. — Klara, hann er dauður. Hann féll fram af hengifluginu. Ég vissi ekki að húsið stæði alveg á bjargbrúninni. Hann nálgaðist hana hægt. — Það var þess vegna sem hann valdi þetta hús, sagði Klara og hallaði sér að honum. — Hann ætlaði að myrða okkur bæði hér... — Nú er þetta allt liðið hjá, sagöi Francois þýðlega og tók hana i faðminn. — En við verðum að aka til þorpsins og hringja til lögreglunnar. — Heldurðu að þeir trúi okkur? — Við þurfum engu að leyna, sagði Francois. — Við skulum sýna bréfin, isegja frá öllu alveg eins og þaö er. Ef við höfum heppnina með okkur mun allt fara vel. Þau settust inn i bílinn og Francois kastaði skammbyssunni í aftursætið og setti bílinn í gang. Þau óku burt frá þessum ógæfustað og Klara vissi að nú var þrautum hennar loksins lokið. Endir. 24 Vlkan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.