Vikan


Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 51
þér — var svo góður að bjóðast til þess að koma með mér.” „Svo það var yðar vegna sem hann k- kom til Queen Charlton,” sagði Beverly. „Það er mjög athyglisvert." Augu hans mældu hana út og henni leið illa. „M-mjög athyglisvert,” endurtók hann. „Sk-skilið kveðju til Wyndhams og segið honum að ég skilji fullkomlega hvers vegna hann hefur v-valið svona einangraðan stað.” Hann hneigði sig, gekk út og skildi Pen eftir frekar 'hrædda. Í drykkjustofunni bað hann um pappir. penna, blek og koníak. settist siðan niður í einu horninu til þess að skrifa bréf til sir Richard: Það tók langan tima og mikið koníak, því hann var ekki vel stilfær. En að lokum var hann ánægður rneð árangurinn. Hann leit í kringum sig eftir innsigli, en þjónninn hafði ekki komið með neitt slíkt. Hann braut þvi bréfið saman, skrifaði framan á það nafn sir Richards með skrautlegum stöfum og bað þjóninn um að láta sir Richard fá það þegar hann kænii. Þegar því var lokið, gekk hann ut og hló með sjálfum sér yfir kænsku sinni. Þjónninn, sem var upptekinn við að afgreiða drykki, skildi bréfið eftir á af- greiðsluborðinu um leið og hann flýtti sér með bjór til fjörugs hóps sveita- manna. Það var þá sem kafteinn Trimble kom inn i drykkjustofuna frá útihúsinu og fann bréfið. Kafteinn Trimble hafði eytt deginum i árangurslausa leit að Jimmy Yarde i Bristol. Honum var heitt. hann var þreyttur og ekki í sérlega góðu skapi. Hann settist i háan stól við afgreiðslu- borðið og fór að þurrka sér í framan með stórum vasaklút. Þegar hann var að setja vasaklútinn aftur i vasann rak hann augun i skrautskriftina. Hann kannaðist vel við rithönd hr. Brandons og þekkti hana strax. í fyrstu var hann ekki undrandi yfir því að hr. Brandon skyldi skrifa sir Richard Wyndham; hann taldi þá vera af sania sauðahúsi. En meðan hann horfði á bréfmiðann fór hann að hugsa um þá árangurslausu leit sem sir Richard hafði sent hann i og íhugaði það. ekki í fyrsta sinn þennan þreytandi dag. hvort sir Richard hefði sent hann viljandi til Bristol. Bréfið gaf ýmislegt grunsamlegt í skyn; grun- semdirnar hlóðust upp í huga hans og hann roðnaði i framan. Þegar hann hafði horft á bréfið i eina minútu, leit hann snögglega í kringum sig. Hann sá að enginn fylgdist með honum. svo að hann seildist í bréfið og stakk því inn á sig. Þjónninn kom aftur að afgreiðslu- borðinu, en þegar hann mundi eftir bréfinu, var kafteinn Trimble sestur á bekk við arininn og bað nú um bjór- kollu. Á réttu augnabliki braut hann sundur blaðið og las innihald þess: „Kæri Richard,” hafði hr. Brandon skrifað, „mér þótti leitt að frétta að þú værir ekki við. Mér þætti gaman að halda samtali okkar áfram. Þegar ég segi þér að ég hafi haft heiðurinn af því að hitta systurson þinn, kæri Richard, býst ég við að þú hafir vit á því að vilja hitta mig aftur. Þú vilt líklega ekki að ég segi neitt, en skitin tólf þúsund eru ekki nóg til þess að fá mig til að þegja. Það mun ég þó gera fyrir ekki minni upphæð en þá, sem ég get orðið mér úti um á „annan hátt”. Ef þú vilt ræða nánar um þetta viðkvæma mál, þá verð ég i kjarrinu klukkan tiu i kvöld. Ef þú kemur ekki, skil ég það svo að þú hafir fallið frá kröfum þínum um að ég fengi ekki að meðhöndla vissar eigur eins og ég vildi, og ég held að það væri miður gáfulegt af þér að minnast á þetta mál við nokkurn mann, hvorki nú né síðar.” Kafteinn Trimble las bréfið tvisvar yfir áður en hann braut það saman aftur. Það að minnst var á Pen vakti engan sérstakan áhuga hjá honum. Það var auðsjáanlega eitthvert ósæmilegt leyndarmál tengtsystursynisir Richards, en i fljótu bragði sá kafteinninn ekki hvað hann gæti grætt á þvi. Mun áhugaverðari var hin dulda tilvísun til Brandon mensins. Augu kafteinsins SUBARU 1979 SUBARU torfærubílKnn árg. 1979 er kominn Kostar aöeins kr. 4.500.000. Bensíneyösla 9 Utrar á 100 km. I akstri er bíllinn eins og hver annar fólksbíll bæöi hvaö lipurö og hávaða snertir. SUBARU-UMBODID. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 84510 og 84511 L 8. tbl. Vikansi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.