Vikan


Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 27
vanin við að elska vinnuna, ekki pening- anna vegna heldur vinnunnar sjálfrar vegna. Uppbygging Kína byggðist á vinnu fólksins, þess vegna er borin mikil virðing fyrir vinnunni. Vinnan þýðir mikið fyrir upplifun barns- ins á sjálfu sér. Barnið fær ekki bara hluti til að fást við heldur tekur það þátt í nauð- synlegri vinnu og skynjar að það sé þörf fyrir það. Vinnunni er þannig hagað að hún hæfir því sem barnið er fært um að skilja hverju sinni. Tilfinningin um að skilja allt sem er mikilvægt í umhverfi manns er mikilvæg út frá sálfræðilegu sjónarmiði. Það eykur trúna á eigin getu og það veitir öryggi. Tilfinningar eins og minnimáttarkennd hverfa þar með næstum úr sögunni. Starfsfólk uppeldisstofnana og foreldrar skipta með sér ábyrgð á þróun og heilbrigði barnanna Á dagheimilum og leikskólum fer fram uppeldi sem beinir barninu inn á þær brautir að taka virkan þátt í samábyrgu uppeldi. Það sem yfirleitt heyrir til upp- eldisstarfs foreldra á Vesturlöndum fer fram á stofnunum í Kína, t.d. hvað börnin eiga að læra og taka sér fyrir hendur, móðurmálskennsla og hugmyndafræðileg kennsla. Foreldrarnir eiga að umgangast börnin þegar þeir eru úthvíldir og lausir við streitu. Þá er möguleiki á réttum og góðum tengsl- um milli foreldra og barna, álíta uppeldis- fulltrúar stofnana. Þegar kínversk böm eru um 4ra ára er þeim skipt upp í sm'áhópa á dagheimilun- um. 5—6 börn eru í hverjum hóp og eru um 6 hópar á hverri deild. Á hverjum degi hefur einn þessara hópa vissum skyldum að gegna i sambandi við hagnýtt starf sem fer fram á heimilinu. Börnin hjálpa uppeldis- fulltrúunum við að taka til, sjá um leik- föng, leggja á borð o.s.frv. Frá 5—6 ára aldri fara börnin að hjálpa til við að þvo upp. Uppeldisfulltrúarnir leggja mikla áherslu á að kenna börnunum þrjár dyggðir, líkam- lega heilbrigði, námfýsi og vinnuhneigð. Sameiginleg vinna og ábyrgð barna og full- orðinna byrjar því á dagheimili og leikskóla en hún heldur áfram í gegnun. allan grunn- skólann og hærri skólastig. Siðfræðilegt uppeldi í Kína miðar að því að gera börn pólitískt meðvituð. Börnin læra siðfræði samfélagsins í staðinn fyrir siðfræði einkalífsins. Uppeldisfræðin er notuð meðvitað, þ.e.a.s. það er opinbert að hún byggir á marxísk-lenínísk-maóískri hugsun. Meginreglur uppeldisins eru m.a. að hjálpa börnunum til að hugsa sjálfstætt, geta rökrætt, tala skiljanlegt mál og byggja líf sitt á hugmyndum er koma úr raunveru- legu lífi. Tilgangur uppeldisins er að þróa siðgæði barnsins, vitsmunalíf þess og líkamlega heil- brigði og stuðla að því að þau vinni fyrir sósíalískt ríki. Á Vesturlöndum er yfirleitt lítið talað um hvaða hugmyndafræði liggur til grundvallar þess sem börn læra. Eitt er þó víst: Hún er til þótt hún sé ekki opinber eins og í Kína. Hópurinn veitir börnunum grundvallaröryggi Börnin eru þjálfuð í hóp. Þeim eru kenndir ótal margir hlutir, m.a. að hafa gaman af líkamlegri hreyfingu, sitja kyrr þegar verið er að kenna þeim, borða þegar þau borða og sofna strax þegar þau leggja sig. Þeim er snemma kenndur sá hæfileiki að rétta upp hönd áður en þau tala og þegja á meðan aðrir tala. í lærdómi þeirra felst oft að það sé betra að sýna gott fordæmi en að tala. Það sem veitir kínverskum börnum grundvallaröryggi eru jafnaldrar þeirra. Þau fá yfirleitt allt það sama og jafnaldr- arnir, sama mat, sömu leikföng og þeim er kennt að vera ekki að sækjast eftir hlutum sem aðrir fá ekki. Öfund og samanburður milli barna er hverfandi, börnin eru yfirleitt ánægð með það sem þau fá. Það er miklu minna lagt upp úr efnis- kenndum hlutum í uppeldi og tilveru barna í Kína en á Vesturlöndum. Félagslegt upp- eldi og samneyti er talið mikilvægara efnis- kenndum hlutum. Uppeldi i Kína fer miklu meira fram á stofnunum en hér tíðkast. Óróleiki og hræðsla barna um hver á að sjá um þau ef foreldrarnir t.d. deyja eða skilja er ekki til í sama mæli og á Vesturlöndum. Börnin vita að hópurinn hjálpar þeim og að þau standa aldrei ein. Þau vita að mörgu öðru fólki en foreldrunum þykir vænt um þau. Þau hafa sterka samkennd með öðrum. Einstaklings- hyggjan hefur vikið fyrir samfélagslegri ábyrgð og félagslegu uppeldi. Hvaða álit sem fólk kann að hafa á því getur sennilega enginn neitað að börnin í Kína eru mun glaðari og ánægðari með lífið og tilveruna en börn hér á Vesturlöndum. Byggist á greininni „Tryggheten för kinesiska barn finns i gruppen” eftir Solweig Ekblad. 17. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.