Vikan


Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 38

Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 38
Smásaga eftír Will Stanton Þegar rafmagnið fór Meðlimir fjölskyldunnar héldu sig hver í sínu herbergi. Allir voru gramir hver við annan og þó að Jim vissi vel, að sökin var ekki hans, leið honum eins og hann væri syndaselurinn. Það eina sem vantaði til að allt færi í háa loft, var að rafmagnið færi af... og reyndar, þess þurfti ekki að bíða lengi. Jim ók inn i bílskúrinn og gekk hægum skrefum upp bakdyratröppurn- ar. Kvöldið var kæfandi heitt og í fjarska heyrði hann þrumur. En síðan þau höfðu látið setja loftkælingu i húsið og bílinn, héldu þau sig sem mest inni þegar heitt var í veðri. Hann stansaði og leit í kringum sig. Bakdyrnar opnuðust og Júlía kom út. — Velkominn heim. Gekk ferðin vel? — Bærilega. Hann laut fram og kyssti hana á vangann. — Ég var að horfa á eldingarnar. Þau gengu saman inn í svalt eldhúsið. Jim setti frá sér töskuna, losaöi um bind- ið og gekk svo að ísskápnum og opnaði hann. — Það er naumast að börnin fagna, þegar maður loks kemur heim! sagði hann hæðnislega. Manni þykir næstum nóg um! — Láttu ekki svona, sagði Júlía ásak- andi. — Þau hafa ekki heyrt til þín þegar þú komst. Strákarnir eru að horfa á sjón- varpið og Bettý er að spila á fóninn. Lýdía er hérna, hún ætlar aö gista hjá henni. Á ég að malla eitthvað handa þér? — Nei, takk. Mig langar ekki i neitt nema bjór. Förum við nokkuð í kvöld? — Hutching hjónin líta kannski inn, sagði Júlía. — Ellen hringdi og bauð okkur þangað, en ég hélt kannski að þú vildir síður fara út í kvöld. — Hárrétt. Hann drakk úr bjórdós- inni og nennti ekki að ná sér í glas. Svo gekk hann með dósina í hendinni inn í stofuna þar sem sjónvarpið stóð. — Kvöldið, sagði hann. — Hvað segiði gott? Tækið var hátt stillt. Roy leit upp rétt sem snöggvast. — Allt fínt, Martin heldur sér bara aldrei saman, þetta fífl. — Þetta er svo bjánalegt, sagði Martin. — Hvaö veist þú um það, þú hlustar ekkert, haltu þér bara saman þá heyr- irðu kannski. — Dásamlegt að vera kominn heim aftur, andvarpaði Jim. — Allt eins og áður... Hann hélt áfram að herbergisdyrum dóttur sinnar. Tónlistin var ærandi og þó hann berði á dyrvirtist enginn heyra. Lýdía lá á bakinu í sófanum sinum og horfði með aðdáun á Bettý, sem dansaði villtan dans á miðju gólfi. Hún snarsnér- ist og var næstum búin að ryðja föður sínum um koll. — Þú gætir nú að minnsta kosti bankað, sagði hún ergilega og stansaði gröm á svipinn. Jim gekk að fóninum og lækkaði hávaðann. — O, ég gerði það nú. En meðan þú stillir svona hátt, verðum við að nota einhverjar aðrar merkja- sendingar. —Hún starði á öldósina í hendi hans. Ég hélt að þú hefðir ákveðið að kaupa aðeins öl í flöskum, sem hægt er að nota aftur og aftur! Hún var mjög áhugasöm um mengunarvarnir og vann ötullega að því að vinna málstaðnum fylgi. — Hávaði er alversti mengunar- valdur, sem ég þekki, sagði Jim og kink- aði kolli til tækjanna. — Þú hefur líklega aldrei hugsað út í það! Annars skaltu bara tala um þetta við hana móður þína, það er hún sem kaupir inn. Hann var gremjulegur. Hún horfði sárgröm á hann. — Þú hefðir nú getaðskipt... — Drottinn minn dýri, sagði hann og kastaði bjórdósinni í pappírskörfuna. — Ég er búinn að vera á þönum alla vikuna til að krafsa saman aura svo ég geti borg- að þetta allt saman ... hann baðaði út höndunum — og svo eru móttökurnar —, bara skætingur. — Hver hefur beðið þig um það? sagði hún. — Ég get fengið mér vinnu og flutt að heiman, ef þú vilt það heldur. — Ég veit ekki hvað ég vil! Hann gekk snúðugt út og skellti hurðinni á eftir sér. En eitt vissi hann. Hann ætlaði ekki að falla i þá gildru að kvarta sífellt yfir þeirri vinnu sem hann varð að leggja á sig til að sjá fjölskyldunni sóma- samlega farborða. Hann fór inn í stofu og fór að blanda sér í glas. Júlía kom í gættina og sagði: — Hvað, varstu ekki með öl áðan? — Það var áður en ég talaði við krakkana, sagði hann hvefsinn. Hún andvarpaði. — Mig grunaði þetta, ég sá strax þegar þú komst, að þú varst í slæmu skapi. — Ég í slæmu skapi? sagði hann ergi- legur. — Ég var í ljómandi góðu skapi. Ánægður að vera kominn heim. Aftur á móti virtust þið ekkert ánægð að sjá mig. — Fyrirgefðu, sagði hún stirt. — Reyndar var ég búin að hlakka til að sjá þig aftur, en nú skil ég ekki hvers vegna ,.. Hún snerist á hæli og fór. Hann settist í sófann og andvarpaði. Hvað gékjt að þeim? Ekki var það honum að kenna, að börnin voru geð- vond og uppstökk. Nú sat hver í sínu horni, allir reiðir við alla, en ekki var það honum að kenna. Júlía var vön að stríða honum, þegar hann talaði um „góðu gömlu dagana”. En það var staðreynd, að sumarkvöldin voru öðruvísi í hans ungdæmi, skemmti- leg og notaleg. Dyr og gluggar stóðu opin, fólk sat úti fyrir húsum sínum og spjallaði við nágrannana. Þá var svona einbýlishúsahverfi lifandi samfélag. Nú til dags fór maður um göturnar án þess að mæta nokkurri lifandi sálu. Júlía kom inn og settist á móti honum. Hún var grafalvarleg, en reyndi samt að vera vingjarnleg á svip. Hún ræskti sig og sagði: — Bettý og vinkona hennar eru ósköp uppteknar af mengunarvörnum núna eins og þú veist ... ef hún hefur farið eitthvað í taugarn- ar á þér... ég meina hún hefur kannski sagt eitthvað um bílinn ... Jim þagði. — Nú, var jDað ekki það sem var að? — Nei. — Nú, sagði hún. — Þá ætti ég ekki að segja neitt. — Nú fyrst þú ert byrjuð haltu þá áfram. — Já, sagði hún og andvarpaði. — Bettý sagði Lýdíu að þú hefðir farið á stóra bílnum. Henni fannst það rangt að eyða svona bensíni fyrir eina mann- eskju, þegar þú gætir sem best verið á litla bilnum. Ég reyndi nú að útskýra fyrir henni, að þú teldir þann litla þröng- an og auk þess væri engin almennileg loftræsting í honum. En hún var háðsleg og... Skyndilega fóru Ijósin! Eitt andartak var algjör þögn. Svo reif Roy upp hurðina og hrópaði: — Hvað er að ske? Og aðrar dyr lukust upp. — Raf- magnið er farið, æpti Bettý. — Það heyrist ekkert í útvarpinu! — Hugsa sér, útvarpið hennar þegir, tautaði Jim. — Og þetta er ungfrúin, sem berst fyrir betri heimi! Hvar eru kertin? Litlu siðar sátu þau saman við kerta- ljós. Kertaljós er svo þægilegt, hugsaði Jim, andlit fólks verður svo friðsælt i skini kertanna. Hann horfði á Júliu, svipur hennar var mildur og friðsæll, Bettý var viðkvæmnisleg og andlit drengjanna eftirvæntingarfull, Lýdía var dreymin á svip. — Það hitnar frá kertunum, við verðum að fá hreint loft. Hann stóð upp og opnaði garðdyrnar, rakt og svalandi loftið barst inn. — Viö opnum aldrei þessar dyr, sagði Roy undrandi. Jim galopnaði glugga. — En nú verðum við að opna út drengur. Veistu ekki hvers vegna? — Tja, fór loftræstikerfið líka úr sambandi? sagði Martin, — Ég hélt að það væri bara ljósin, útvarpið og sjón- varpið. — Öll rafmagnstækin drengur minn, sagði Jim — tsskápurinn t.d. og raf- magnsklukkurnar og... — Þvottavélin og ryksugan, greip Roy fram í. Það var bankað á útidyrnar og Jim fór fram til að opna. Það voru Hutching- hjónin. Ellen var með plastpoka í hendinni og Hutch var með stóra lukt. 38 Vikan 27. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.