Vikan


Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 47
MÁI.ÁI.IÐÁI? „Mér datt það í hug,” andvarpaði hún. „Þú getur fengið sendiferðabílinn, Nick. Ég þarf hann ekki í dag.” Hún sagði ekki fleira. Allt annað hafði verið sagt kvöldið áður. Nick lauk við morgunverðinn og Jimmy Nadolig kom inn. Hann var í hvítu, stutterma sportskyrtunni sinni, sem stakk mjög í stúf við svart hörund hans. „Þarfnast þú einhverrar hjálpar, hr. Dexter?” spurði hann án þess að minnast á heimsókn Farsons. Nick hellti hugsandi í annan bolla. „Þaö getur verið að ég verði í burtu um tíma, Jimmy,” sagði hann lág- mæltur. Aðeins forhengið skildi þá frá Madge sem var að undirbúa opnun vín- stofunnar. „Ef af því skyldi verða, vildir þú þá lita eftir hundinum mínum fyrir mig?” „Alveg sjálfsagt, hr. Dexter. En gæti ég ekki komið með þér.” Nick brosti. „Mér þætti gaman að því, Jimmy. En þú ert í fullu starfi hér við að gæta Madge.” Vonsvikinn drakk Jimmy kaffiðsitt. Þegar Nick var að fara kallaði Jimmy á eftir honum. „Hafðu engar áhyggjur af hundinum, hr. Dexter, né heldur frú Goddard.” Nick kinkaði kolli. „Þakka þér fyrir. Það er eitt í viðbót. Gætir þú haldið eftir öllum tómum bjórdósum á barnum? Ég kem til meðað þarfnast þeirra.” Jimmy kinkaði kolli. Ánægður stóð Nick upp og gekk út. Morgunhitinn var þegar orðinn óbæri- legur. Nick var fljótlega kominn út úr Kilumba og ók nú eftir moldarveginum og söng með sjálfum sér. Það var langt síðan hann hafði sungið. Hann stansaði ekki fyrr en hann kom til bensínstöðvar Selkirks, hundrað kílómetrum fyrir utan Kilumba. Hann stansaði við dælurnar. Tveir bílar biðu þegar og ungur einsamall Afríkumaður dældi bensíni, eins og dagurinn í dag entist til eilífðar. Nick steig út úr bifreiðinni og gekk ákveðinn upp að afgreiðslustöðinni — himnesku kofahrófi. Skyndilega flaug hurðin upp og bál- reiður eigandinn gekk út. Hann var stærsti maður sem Nick þekkti. Þykkar kakibuxurnar voru nógu efnismiklar fyrir tvo. Blettótt, hvít skyrtan huldi hann eins og bjöllulaga tjald. „Hvaða fj. . . læti eru þetta?” urraði hann og rautt andlitið blikaði. Nick stansaði með hendur á mjöðm- um. „Taktu af þér þessi gleraugu, Lilli Selkirk. Þau eru aðeins fyrir skrifborðs- vinnu!” Maðurinn stansaði steini lostinn og reif af sér gleraugun. Síðan breiddist breitt bros yfir allt andlitið. „Nick!” hrópaði hann ánægður. „Skrattakollurinn þinn!” Þegar Lilli var búinn að kreista hönd Nicks og berja hann á bakið, settust mennirnir tveir inn á skrifstofuna og drukku kaldan dósabjór. „Hvernig ganga viðskiptin?” spurði Nick og setti frá sér tóma bjórdósina. Lilli gretti sig, kreisti saman bjórdós- ina í hnefa sér og fleygði henni í bréfa- körfuna. „Ég skil,” sagði Nick og brosti lítil- lega. „Hvernig gengur lífið?” Lilli gretti sig. „Ég er að deyja úr leiðindum, Nick,” sagði hann. „Ég ligg vakandi á næturnar og rifja upp gömlu dagana: átök, spenningur — peningar. Manstu eftir látunum i Fort Lamy þegar við hittum Stef?” „Það er ekki svo langt siðan, Lilli.” „Um það bil milljón ár,” gamli samherjinn hans var dapur. Nick virti fyrir sér skrifstofu-ómynd- ina og pappírshlaðið skrifborð Lilla. Það er eins og það hafi komist i pappírana þína,” sagði hann og flissaði. „Pappírsvinna!” Lilli bandaði frá sér með viðbjóði. „Ég get v,rið án pappírs- vinnu! Ég get veriðán bensíndæla!” „Gott!” sagði Nick. „Ég er með vinnu fyrir þig.” Það glaðnaði yfir Lilla af áhuga. „Meiri læti, Nick?” „Sex þúsund pund fyrir að fara í smá sendiferð.” Lilli blistraði lágt. „Hvar?” „Yfir landamærin. Njongwe.” Stóri maðurinn reis upp í stólnum. „Njongwe? Fyrir fyrri rikisstjórn?” Nick hristi höfuðið. Hægt og skýrt sagði hann frá heimsókn Farsons og Lilli hlustaði þungbúinn. „Svo auðvelt er það nú,” sagði Nick aftur. Barbara Farson horfði sviplaus á þá. Hann lét myndina aftur í vasann. Bílaleiga / þjóðbraut ★ Úrval af gasáhöldum, Ijós, hellur o.fl. Gasafgreiðsla. SÖLUSKÁIINN ARNBERGI r 800 SELFOSS — P.O. BOX 60 SlMAR 1685 - 1888 Lada sport „Þetta virðist of gott til þess að vera satt, Nick,”sagði Lilli. Nick hristi höfuðið. „Það hélt ég í upphafi. En Farson er rikur maður. Dæmdu um það sjálfur í kvöld. Við þrír hittum hann þá. Ef þú og Stef efist. . .” Hann þagnaði. „Hvað er að, Lilli?” Augu stóra mannsins urðu dekkri. *7. tbl. VlKan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.