Vikan


Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 39
— Mikið er notalegt hérna, sagði Ellen. — Maður ætti alltaf að hafa kertaljós. — Ó, það væri gaman, sagði Martin. — Yfirleitt fáum við aldrei að sitja hjá fullorðna fólkinu. — Þetta er rétt hjá drengnum, sagði Ellen. — Svona er það líka heima hjá okkur. Hver í sinu horni. — Svona var það ekki hér áður fyrr, sagði Hutch. — Ekki þegar við Jim vorum strákar... Júlía andvarpaði með uppgjafarsvip. — Ég vissi það. Nú byrja þeir að tala um gamla daga. En það er nokkuð til í því sem þeir segja. Maður opnar varla munninn allt kvöldið, nema helst til að biðja um sjónvarpsdagskrána. Það mætti oftar verða rafmagnslaust. — Ég man, að rafmagnið fór einu sinni fyrir voða, voða löngu, sagöi Roy. — Þá sagði pabbi okkur draugasögu. — Það væri gráupplagt núna, sagði Ellen. — Góði segðu eina. Jim færðist undan, en hann komst ekki upp með það. Hann, þessi góði sögumaður, hann varð aö leyfa þeim að heyra eina ... — Það var einu sinni gamall maður, sem var nýfluttur í afskekkt hús lengst inni í skógi, hóf hann sögu sína. — Dag einn fór maðurinn upp á hanabjálka og þar fann hann kistu ... og það var lík i henni... L Jim var góður sögumaður og öll horfðu þau á hann full eftirvæntingar. Hann greip pappirskörfuna, sem var úr járni og trommaði hægt á hana um leið og hann með draugalegri röddu hélt frá- sögninni áfram. Sagan gerði mikla lukku. Lýdía æpti af spenningi, þau veltu um glasi og kertastjaki fór í gólfið. Jim setti körfuna frá sér um leið og hann lauk sögunni og sagði: — Jæja, það er naumast ykkur verður um þetta. — Stórkostleg draugasaga, sagði Júlía. — Ég var hreint og beint myrk- fælin... Mikið er gaman að vera svona saman, bæði fullorðnir og börn, sagði Ellen. Jim kinkaði kolli. — Já, það er óvenjulegt nú til dags. Það fer hver inn til sín, alls staðar hlýtt í húsinu ef kalt er úti, og svalt ef heitt er úti. Hann starði angurvær fram fyrir sig: — Þegar ég var drengur safnaðist fjöl- skyldan saman framan við arininn á löngum, dimmum vetrarkvöldum.Og á sumrin sátum við á svölunum. Við áttum hengisófa, þar var svo notalegt að róla sér hægt fram og aftur. Bettý starði hissa á hann. — Notalegt að róla sér? Ætlarðu að segja mér, að það sé þetta, sem þú kallar „góðu gömlu dagana”, að rugga i einhverjum sófa fram og aftur. Jim ræskti sig vandræðalega. — Ég hef aldrei sagt, að góðu gömlu dagarnir hafi verið sérstaklega spennandi, en ... — Já, hvað svo, sagði Lýdía. — Mér finnst gaman að heyra þig segja frá. En Jim sá það á svip dóttur sinnar, að henni fannst hann kjánalegur. Hann fór fram í eldhús og kom til baka með ávaxtadrykk.-------Snjallt hjá ykkur, að koma með ísmola, sagði hann í viður- kenningartón við Hutch. — Ekki hafa nú verið til ísmolar í gamla daga, skaut Roy inn með háðssvip á andlitinu. — Nei, sagði Jim, við fengum ís- blokkir, sem voru um 25 kíló. Sérstakur ísmaður færði okkur ísinn með vissu millibili. Roy leit á mömmu sína. — Nei, nú er hann að skrökva! Júlía brosti. — Ég held að pabbi þinn ætti að halda sig við sínar gömlu lyga- sögur. Þegar hann er að segja satt, trúið þið honum ekki. — Isblokkir, sprelllifandi fiskur, ávextir, nýbakað brauð, nýorpin egg ... þetta fékk maður alveg heim að dyrum, sagði Jim og brosti, allur á valdi ljúfra endurminninga. — Nú, en því er þetta ekki svona í dag? spurði Martin. Jim hristi höfuðið. — Ég veit ekki. Sjálfsagt hefur einhver kvenmaður fundið upp á því að breyta kerfinu. Konur elska breytingar. — Bölvuö vitleysa, sagði Júlía sár. — Jæja, hver er það sem alltaf er aö flytja til húsgögnin? Hver er það, sem alltaf er að prófa nýjar uppskriftir í stað- inn fyrir að búa til matinn upp á gamla lagið? Hver er það sem tekur til i geymsl- unni og hendir gömlu, góðu fótbolta- peysunni minni og gömlu plötunum mínum? Júlía ætlaði að svara, en gafst upp. — Mér finnst gaman, þegar verður rafmagnslaust, staðhæföi Martin. — Það er stórkostlegt, ofsa fínt... Hutch striddi kvenfólkinu. — Þið eruð alltaf að fara í kröfugöngur. Alltaf að heimta breytingar. Breytingar eru ykkar ær og kýr. Sjáið nú bara t.d. Paradís. 1 þá daga þótti það hinn mesti sælureitur, en samt var Æva1 ekki ánægð! 27. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.