Vikan


Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 41
teygði sig. — Fannst þér ég tala of mikið? — Nei, bara mátulega, sagði Júlía. — Ég lofaði strákunum, að þú litir inn hjá þeim til að bjóða góða nótt. — Ég skal gera það. Hann flýtti sér inn ganginn og opnaði dyrnar hljóðlega. — Nú, þið eruð glaðvakandi? — Já, ég er ekkert syfjaður, sagði Roy. — Bara að við mættum alltaf vera svona lengi á fótum og tala við fullorðna fólkiðeinsogíkvöld. —Ó, já, sagði Martin með áherslu- þunga, við höfum fengið að heyra heil- mikiðskemmtilegt... — Það er gott að heyra, sagði Jim. Nú þegar var kvöldið orðið að hálfgerðri goðsögn í hugum drengjanna. Á ókomn- um árum yrði „kvöldið þegar rafmagnið fór” skemmtileg endurminning, sem þeir gætu yljað sér við og sagt frá með angur- værum svip, þar til konur þeirra og börn kynnu hana utanbókar. — Pabbi, sagði Roy, — eru okkar dagar góðir dagar? Samanborið við gömlu góðu dagana, á ég við. Jim var búinn að slökkva ljósið hjá þeim og var á leiðinni út úr herberginu. Hann hikaði við, brosti og sagði. — Já, drengur minn, allir dagar eru góðir, sumir kannski betri en aðrir, en það eru engir tímar öðrum betri. Og við skulum athuga það vel, að við ráðum miklu um það sjálf, hvort við getum kallað dagana góða eða vonda. Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttir. Pennavinir Sigrún Drífa Óttarsdóttir, Brautarholti 28, 355 Ólafsvík óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 14-16 ára. Hún verður 14 ára á þessu ári. Áhugamál eru margvísleg. Svarar öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef mögulegt er. Jósefina Ósk Fannarsdóttir, Herjólfs- götu 8, Vestmannaeyjum óskar eftir pennavinum á aldrinum 12-14 ára. Margvísleg áhugamál. Svarar öllum bréfum og mynd fylgi fyrsta bréfi. Sveinfríði Halldórsdóttur, Steinsstöðum, Öxnadal, 601 Akureyri langar að eignast pennavini á aldrinum 16-19 ára. Áhugamál margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Ryou Maeda 663-10, 1-ku Matsuzaki, Togo- cho Tohaku — gun Tottori-ken, 689-07 Japan er japanskur skóla- drengur, 18 ára gamall, sem vantar pennavini á lslandi. Áhugamál eru: Mótorhjól, músík, saga og íþróttir (aðallega tennis). Hann skrifar á ensku og biður um að mynd fylgi fyrsta bréfi. Joseph Bonney, Philip Quaque Boys School, Post Office Box 177, Cape Coast, Ghana, W.A. óskar eftir pennavinum á Islandi. Hann er 16 ára og áhugamál hans eru: Lestur, músík, fótbolti, sund, borðtennis og kvikmyndir. Joseph Sam Christian, P. O. Box 824, Cape Coast, Ghana W.A. er 18 ára gamall og hann vantar pennavini á tslandi. Áhugamálin eru músík og fót- bolti. Kristinn Eiðsson, Eskihlið 8a, 105 Reykjavik óskar eftir pennavinum á aldrinum 18-23 ára. Hann er sjálfur 21 árs. Ólafia Sigurpálsdóttir, Aðalgötu 24, 230 Keflavík óskar eftir að komast i bréfa- samband við stelpur og stráka á aldrinum 13-17 ára. Hún er sjálf 16 ára. Áhugamálin eru: Pennavinir, ferðalög og frimerkjasöfnun. Hafsteinn Bjarnason, Bleiksárhlið 29, Eskifirði óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 12-14 ára. Hann er sjálfur 13 ára. Áhugamálin eru marg- vísleg. Hann svarar öllum bréfum. Sigurrós Anna Gísladóttir, Engimýri, Öxnadal, 601 Akureyri óskar eftir pennavinum á aldrinum 15-19 ára. Ein- göngu strákar koma til greina. Áhugamál eru margvísleg, mynd fylgi fyrsta bréfi. Jónas Þór Jónsson, Fossgötu 7, 735 Eskifirði óskar eftir pennavinum á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál marg- visleg og mynd á að fylgja fyrsta bréfi, ef hægt er. Hann svarar öllum bréfum. Labbakútarnir 27. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.