Vikan


Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 62
PÓSTURIM Feimin og óvinsæl Sæll Póstur! Hvað get ég gert, ég er svo feimin og óvinsæl. Allir krakk- arnir skemmta sér í skólanum og ég er alltaf ein. Ég hef aldrei skrifað þér áður. Þú verður að gefa eitthvert ráð svo ég geti verið með krökkunum. (Krakkarnir vilja ekki vera með mér vegna þess að ég er svo feimin). Viltu ráða fram úr þessu með feimnina svo að ég byrji að tala við krakkana og svo að tala bara við alla. Hvað heldur þú að ég sé gömul? Vona að þetta lendi ekki í ruslakörfunni. Ein feimin. Þú ert svona um það bil tólf ára og þjáist af minnimáttarkennd, sem er mjög algeng á þessum árum. Það er ástæðulaust fyrir þig að hafa miklar áhyggjur af þessu, því þetta líður hjá eins og svo margt annað. Hins vegar gæti það hjálpað þér að lita betur í kringum þig og reyna að setja þig í spor jafnaldranna í bekknum. Ekki er ólíklegt að þá komist þú að raun um að fleiri eru feimnir í bekknum og liklega ættir þú að byrja að tala við þá sem feimnari eru. Áður en þú veist af verður þér það sifellt léttara að vingast við aðra og þá kemstu að því að þú hefur í raun og veru aldrei verið óvinsæl, heldur hefur það aðeins verið þín eigin ímyndun. Olivia fagra og Leif Garrett Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur, sem langar að vita nokkra hluti. Hvert er til dæmis heimilisfang Leif Garrett? Er til Oliviu Newton-John Fan Club? Ef svo er, hvert er heimUisfang- ið? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, A.H.H. ogH.H. Heimilisfang Leif Garretts er: Leif Garrett, c/o Scotti Bros Entertainment, 9229 Sunset Blvd., Los Angeles, Ca. 90069 U.S.A. Heimilisfang Oliviu Newton-John er: Olivia New- ton John, c/o Lee Kramer Pro- ductions, 9229 Sunset Blvd., Los Angeles, California 90069, U.S.A. ... ef maður er Ijótur Kæri Póstur! Ég hef ekki skrifað þér áður og vona að þetta bréf lendi ekki í vondu ruslatunnunni. Ég ætla bara að spyrja svolítið. Hvað er hægt að gera ef maður er Ijótur? En ef maður er með bólur á nefinu, er ekki hægt að ná því með einhverju kremi? Er ekki hægt að ná fæðingarblettum af með ein- hverju eða láta taka þá af án þess að blettur eða ör komi eftir? Er ekkert hægt að gera til þess að verða brún? Ég á við krem en ekki samt meik. Bæ, ein Ijót. Það eru fæstir ljótir. Mislag- legir kannski en varla ljótir. Það er viðurkennd staðreynd að þeir sem ef til vill virðast mjög laglegir við fyrstu sýn, eru ekki þeir sem fallegastir virðast til langframa. Margir ófríðir vinna á við nánari kynni og það er eins með þetta og svo margt annað að per- sónuleikinn hefur þar mest að segja. Fæðingarbletti má láta fjarlægja með nokkuð einfaldri skurðaðgerð, en annars ættirðu að leita ráða hjá lækninum þínum, sem svo vísar þér áfram til sérfræðings. Öll efni til að lita húðina eru vægast sagt mjög varasöm og þú ættir alls ekki að reyna neitt slíkt. Hefur pillan áhrif á mann? Elsku Póstur! Ég vona að þú birtir þetta bréf og ég vona að nafna mín (sko Helga) sé ekki svöng. Eg hef aldrei skrifað þér áður. Mig langar að spyrja þig hvort pill- an hefur einhver áhrif á mann, fær maður kannski óreglulegar tíðir, eða eitthvað því um líkt. Jœja, ég vonast eftir svari. Bæ, bæ. Ein að norðan, sem bíður eftir svari. Pillan hefur að sjálfsögðu áhrif, en satt að segja er Póstinum ekki alveg ljóst hvað það er sem þú vilt fá að vita. Þú getur verið nokkuð örugg með það að pillan veldur ekki óreglu- legum tíðum, hún er einmitt oft notuð sem lækning þegar um óreglulegar tíðir er að ræða. Hins vegar þarft þú að hafa samband við lækni áður en þú byrjar notkun hennar, því það þarf ýmislegt að at- huga í því sambandi. Þar skiptir aldurinn til dæmis miklu máli, en sértu mjög ung gæti notkun pillunnar aukið hættu á ... líka Sveini frændi! Sæl og blessuð Vika mín! Mér finnst mjög gaman að Stínu og Stjána, Gissuri, Skugga, Binna og Pinna, Prins Valiant, Jóni forstjóra og líka Éimm mínútur með Willy Breinholst. Þú verður að fyrirgefa hvað ég skrifa illa, en það er af því að ég er bara níu ára. Mamma kaupir Vikuna og líka Sveini frændi. Ég er skírð eftir honum og hann hefur keypt Vikuna lengi. Ég sendi líka lausnina með getraununum á jólunum, sko ekki núna heldur í fyrra. Jæja, bless Árný Sveina Þórólfsdóttir Sunnuhvoli Pósturinn þakkar þér kærlega stórskemmtilegt bréf. Vonandi kemur myndin þín nægilega vel út í prentuninni, þannig að vel sjáist þessi snjalla auglýsing fyrir Vikuna. Það verður ef til vill til þess að fleiri feta í spor móður þinnar og Sveina frænda og gerast tryggir áskrifendur. Skriftin er góð þegar tekið er mið af aldrinum og bréfið þitt er mjög skemmtilega stílað. Láttu bara heyra sem fyrst frá þér aftur og mundu að senda lausnina með getraununum timanlega, svo þú náir að vera með í drættinum. 62 Vikan 27. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.