Vikan


Vikan - 22.11.1979, Side 20

Vikan - 22.11.1979, Side 20
Sú var ástin heitust Smásaga eftir Gretu Nelson PIERS sá hana um leið og hann kom inn í veitingahúsið. Hún sat í innsta og dimmasta horninu, og tilfinningin, sem greip hann, var líkamleg, nánast sársaukafull. Hjartað tók viðbragð, hugurinn tók á rás. Hann fór að hjálpa konu sinni við að ráða fram úr matseðlinum. Eldri dóttirin. Lucy, skipti tvisvar um skoðun, og Claire, 12 ára, virtist þegar orðin of þreytt til að geta dæmt um ágæti réttar ins, sem hún pantaði sér. Piers hætti á að horfa aftur yfir að borði hennar. Hann velti fyrir sér, hver fylgdarmaður hennar myndi vera. Hann sá hann aðeins á hlið, en hann virtist traustvekjandi. Hann hæfði Söru. Eigin- maður hennar? Piers var gripinn afbrýðisemi, hversu ótrúlegt sem það mátti virðast eftir öll þessi ár. AÐ hafði verið næstum óbærilegt i þá gömlu daga i háskólanum. Piers var feiminn og hlédrægur, og hann hafði orðið ástfanginn af Söru Lambert við fyrstu sýn. Sara hafði framsögu í málfunda- félagina eitt kvöldið, og Piers sat berg- numinn og drakk i sig bæði röksemda- færslu hennar og fegurð. yndislegt andlit hennar, sem leiftraði af áhuga. Síðar um kvöldið var drukkið kaffi, og hún kom að borðinu til Piers. „Þú ert í lögfræði, er það ekki?” spurði hún, og hrifning hans yfir því, að hún skyldi yfir- leitt hafa tekið eftir honum, gerði hann ennþá vandræðalegri. Hún stakk upp á, að hann gengi í félagið. „Það á eftir að koma þér til góða, þegar þú ert orðinn frægur Piers velti því fyrir sér, hvað myndi gerast, ef hann stæði upp og lýsti því yfir, að hann ætlaði að ganga yfir að hornborðinu og heilsa upp á lconu, sem eitt sinn hafði verið allt hans líf. Hann velti fyrir sér, hvað Sara myndi segja. Ef til vill þekkti hún hann ekki einu sinni. Honum brá við tilhugsur.ma, og skyndilega fann hann, að hann varð að vita vissu sína. BINNI & PINNI 20 ViKan 47. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.