Vikan


Vikan - 22.11.1979, Qupperneq 40

Vikan - 22.11.1979, Qupperneq 40
HVERSU ÖRVHENTUR ERTU? Við hvern hlut: Settu X við þá höndsem þú kýst að nota Settu X ef þörf þín er það sterk, að þú myndir aldrei nota hina höndina, nema þú nauðsynlega þyrftir. Ef það skiptir ekki máli, hvora höndina þú notar, settu þáV beggja megin. Vinstri Hœgri Skriftir Teiknu^^^^^^^ Kasta bolta Skœri ^ Tannbursti ^ 6111 Hnífur (án gajfals) Skeið Kústur (hvor höndin stýrir) Kveikja á eldspýtu (hvor höndin heldur á ^^spýtunni?) Opna öskju (hvor höndin tmap> Leggðu saman x-in í hvorum dálki fyrir sig. Settu lœgri töluna undir þá hœrri og dragðu frá. Deildu með fjölda X-anna í báðum dálkum. Margfaldaðu svo alltsaman með 10. Út ætti að koma tala á milli 0 og 10. Því hœrri sem talan er þeim mun ön’hentari, eða rétthentari, ertu. Algengasta talan er um 8 meðal beggja.'Ef talan verður 0 virðist þú vera jafnvígur á báðar hendur. Teikniáhöld fyrir örvhenta eru til, en þau verflur afl sérpanta. Hversu mjög yrfli ekki betra afl hafa té-ifi hægra megin fyrir þé örvhentu. Lífið yrfli aoðveldara fyrir örvhenta ef mönnum hugkvæmdist afl versla mefl skaftpotta sem hafa stúta é béflum hliflum. Ef þú hefur byrjad að lesa þessa grein á þessari blaðsíðu, eru miklar líkur á þvi að þú sért „með vitlausa rasshönd, sért vinstri handar aumingi” o.fl. eða sem sagt: Örvhentur. Hvernig á því stendur er ekki vitað. Menn eru heldur alls ekki á einu máli um hvernig eigi að ákveða, hvenær og hvort maður er örvhentur. Ungbörn nota oft hendumar til skiptis og það er oft erfitt að ákvarða, hvort barninu er eðlilegra að nota hægri eða vinstri hönd eða hvort það er aðeins að herma eftir foreldri eða systkini. Ýmsar sannanir liggja fyrir um það, að venjulega kemur í ljós á aldrinum 18 mán. til tveggja ára hvort börn eru rétt- eða örvhent (enda þótt einnig hafi komið í ljós að þau nota stundum báðar hendur jafnt um tíma nokkrum mánuðum síðar). í sumum til- fellum verða börn rétt- eða örvhent miklu siðar, ef þá nokkru sinni. í flestum tilvikum kemur þetta í ljós um það bil sem barnið hefur skólagöngu og byrjar að læra að skrifa. Örvhent barn getur átt sérstaklega erfitt með að ná taki á blaði og blýanti í byrjun. Það á að skrifa í aðra átt en því er tamt. Mörg börn fara því í kringum þetta vandamál með þvi að sitja í stellingum, sem kunna að virðast afkára- legar og óþægilegar. En ef þeim finnst það auðveldara er allt í lagi. En hugsanlega gætu þær leiðbeiningar, sem hér fara á eftir, orðið þeim til aðstoðar. Leyfið þeim að prófa sig áfram, ekki þvinga þau. Stelling. Barnið situr aðeins til hægri við borðið og hefur blaðið vinstra megin. Þessi staða veitir meira rými fyrir handlegginn. Snúið blaðinu þannig að neðra hornið hægra megin snúi að líkamanum. Hversu mikill hallinn verður, ræður barnið sjálft og prófar sig áfram með það. Skriffæri. Sumar gerðir kúlupenna eru óþarflega stirðar fyrir örvhenta — fólk verður að ýta þeim yfir pappírinn í stað þess að draga þá. Eins er auðveldara fyrir örvhent börn að nota mjúka blýanta en harðra. Ef barnið notar penna og pennastöng gætið þess þá að oddurinn sé tiltölulega breiður og að hann sveigist auðveldlega. Gott er að barnið reyni að halda um pennann ca 1 1/2 sm frá oddinum, svo það geti séð hvað það er að skrifa. Eins á það að geta komið í veg fyrir að höndin dragist ofan í skriftina og klessi. Reynið að fá barnið til þess að halda ekki of fast um pennann. Þetta á reyndar við um öll börn, hvort sem þau eru örvhent eða ekki, þeim hættir til að halda of fast um pennann þegar þau eru að byrja að læra að skrifa og vanda sig mikið. Aðrar ábendingar. Látið ekki örvhent barn sitja við vegg á vinstri hönd. Og setjið ekki örvhent barn til borðs hægra megin við rétthent barn. Munið eftir skuggunum. Ljósið þarf að koma frá hægri fyrir örvhenta en frá vinstri fyrir þá rétthentu. Börn eiga oft í erfiðleikum með mjúkar fíngerðar hreyfingar. Reynið að láta barnið draga upp stóra starfi með krit á töflu. Það auðveldar barninu að læra hinar réttu bugður í stafagerðinni, sérstaklega þeim örvhentu. Birt í samráði við Neytendasamtökin. — Þýtt úr WHICH? -hp. Vikan spurðist fyrir um áhöld til ýmissa nota fyrir örvhenta í verslunum í Reykja- vík og var fátt um svör. Engin búsáhalda- verslananna átti vörur sem sérstaklega eru ætlaðar örvhentum og því var eins farið með skriffæri. í einni ritfangaverslun var þó að finna eitt pennasett, en það var einungis ætlað til skrautritunar. í tímaritinu Which? er gefið upp heimilis- fang einu sérverslunarinnar í Bretlandi sem verslar með vörur fyrir örvhenta. Það er: Anything Left Handed 65 Beak Street London W1. 40 Vikati 47. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.